Ég er nokkuð viss um að opnun H&M í síðustu viku hafi ekki farið framhjá neinum. Enda margir sem fagna H&M í fataversunar-flóruna hérlendis. Ég mætti á opnunarkvöldið margumrædda og skemmti mér mjög vel i góðum hópi fólks…
En svo ég komi mér að máli málanna þá fékk ég það skemmtilega tækifæri nú á dögunum að taka viðtal við Ann-Sofie, listrænum stjórnanda og ráðgjafa H&M. Þótti mér það alls ekki leiðinlegt og var gaman að fá að vita hitt og þetta um hana og starfsferilinn hennar innan fatarisann H&M. Við töluðum að sjálfsögðu um tísku og hafði hún marga áhugaverða hluti að segja, t.d hvaða trend yrðu alsráðandi í haust og vetrartískunni osfrv.
Var þetta fyrsta viðtalið sem ég tók þar sem ég fékk að hitta viðmælandann og spyrja hann spurninga og hef ég ekkert nema góða hluti að segja frá frumraun minni í þessu hlutverki. Ann-Sofie var mjög indæl og var gott að ræða við hana. Og sama er hægt að segja um crewið í kringum hana.
Þó var eitt sem ég komst að um Ann-Sofie sem mér fannst mjög áhugavert að vita og var það að vita hvernig hún kom sér á þann stað sem hún er í dag hjá H&M. Enda búin að vinna hjá fyrirtækinu í kringum 30 ár.
Ann-Sofie byrjaði sumsé sem almennur starfsmaður á gólfi og vann sig upp á þann stað sem hún er á í dag, sem Listrænn stjórnandi.
Þar að leiðandi vildi ég auðvitað vita hverjir kostirnir væru við það að vinna sem listrænn stjórnandi í svona stóru fyrirtæki en það skemmtilegasta sem fylgir vinnuni að hennar mati er klárlega fólkið sem hún vinnur með frá degi til dags, enda er mikið um hópavinnu innan veggja H&M og þykir góður vinnuandi mikilvægur. Síðan eru það ferðalögin sem hún fer á vegum vinnunnar sem standa uppúr og að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál.
Aðspurð út í trendin í dag sagði hún þau afar falleg og flott, og að hennar sögn er langt síðan hún hefur séð jafn mikil munstur og blóm á flíkum fyrir haust og vetratískuna – enda þykir það vera sumarlegra. Og sagði hún einnig að liturinn rauður yrði meira áberandi en aðrir þegar líður á haustið. Vorum við báðar sammála um það að þessi trend væru afar ánægjuleg upp á það að fá smá bjarta liti í kaldan og dimman hversdagsleika sem einkennir oft Skandinaviu á þessum tíma árs. Og megum við búast við því að sjá enn meira af suits: sweatsuit jafnt sem pantsuit.
Það er auðvitað engin stórtíðindi þegar ég segi að H&M eru mjög “up-to date” hvað varðar trend, en ég efa það að margir átta sig á því að til þess að geta boðið kúnnunum sínum upp á allt það ferskasta sem er í gangi hvert tímabil, þurfi mikla rannsóknarvinnu. Að lokum bætir Ann- Sofie því við að Íslendingar séu mjög meðvitaðir um trend líðandi stundar!
Að sjálfsögðu spurði ég út í Erdem samstarfið og megum við Íslendingar búast við því í verslunum hérlendis – sem er mikið fagnaðarefni, enda samstarf sem lofar góðu og á það sérstaklega vel við í hausttísku flóruna þar sem blómamunstur verða áberandi sem er akkúrat eitt af einkennum Erdem.
Þeir sem hafa ekki enn lesið færsluna um samstarfið milli Erdem og H&M geta gert það hér.
Að lokum spurði ég hana út í umhverfisstefnu H&M af forvitnissökum, og var ég ánægð að heyra að þau væru að taka skref í átt að umhverfisvænni framleiðslu, sem er jú, afar mikilvægt að jafn stórt batterí og H&M taki afgerandi stefnu í málefnum sem þessum og verði vonandi öðrum fataframleiðendum til fyrirmyndar.
Annars sendi ég kærar sólarkveðjur héðan úr Króatíu, en þar hef ég verið að sleikja sólina sl. daga, og kemur auðvitað færsla um þá fyrr hingað á bloggið!
xx
Melkorka
Skrifa Innlegg