fbpx

OUTFIT INSPO: DRAKE

Jæja, þá held ég út til London í fyrramálið og ástæðan er sú að ég á miða á tónleika hjá Drake núna á laugardaginn. Ég er vægast sagt að tryllast úr spenningi enda er Drake einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Ég er ekki enn búin að negla niður outfittið fyrir tónleikana, enda oft á síðasta snúningi hvað það varðar – en er samt með ákveðnar hugmyndir hvernig ég vil vera klædd. Þá er bara spurning hvort ég fari í eitthvað gamalt sem ég á fyrir eða versli mér nýtt dress fyrir kvöldið, en það mun koma í ljós…

Eins og vanalega – er ég búin að liggja yfir pinterest og instagram til að fá smá inspo og vil ég endilega deila með ykkur nokkrum hugmyndum…

image image image image image image image image image image image image image image image

Ég vil alls ekki vera over-dressed en ég heillast mest af silki og leðri eins og myndirnar hérna fyrir ofan gefa til kynna – svo er ég algjör sökker fyrir gulli, keðjum og fleiru glingri í bland við hvítt.

Ég mun auðvitað deila með ykkur því sem ég ákveð að klæðast á laugardaginn, og update-a ykkur dvölina í London. En ég verð frá fimmtudegi til mánudags, voðalega stutt stopp í þetta skipti!

Þangað til næst…

X

Melkorka

HYGGELIGT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Berenice

    6. May 2017

    Where is the japanese tshirt from??