Ég er komin norður aftur og ákvað að skella í eitt skyndi matarboð fyrir okkur stelpurnar, við ætluðum fyrst að panta einn dommara en ákváðum fyrir rest að útbúa tortillur – enda auðveldur matur sem flest öllum finnst góður, ekki satt?
Þetta tók enga stund og klárlega eitthvað sem við þurfum að gera oftar, en það getur verið erfitt að finna tíma sem hentar öllum í 5 manna hóp…
Já ég setti appelsínudjús í rauðvínsglas – bannað að dæma hehe
Enduðum svo kvöldið á Nefndu 3 og Besserwisser – fannst athyglisvert að í einum liðnum í Nefndu 3 á maður að hringja í númer sem sendir þig á ákveðna manneskju sem segir þér hvað þú átt að gera næst. Það voru 5 eða 6 manns og allt karlkyns áhrifavaldar í Íslensku samfélagi en engin kona – frekar súrt if u ask me…
En kvöldið var braðgott og huggulegt og mæli ég með svona fyrir vinahópinn – og væri þá sniðugt að allir leggji saman í púkk svo það lendi ekki á einum aðila að punga út heilt matarboð, miklu hagstæðara en að fara t.d út að borða!
X
Melkorka
Er á instagram undir @melkorkayrr
Skrifa Innlegg