fbpx

Vikan mín í naglalökkum

& Other StoriesDiorLífið MittMaybellineneglurOPISnyrtibuddan mín

Fyrir stuttu síðan deildi ég mynd af naglalakkaskúffunni minni á Instagram – ég á nokkur stykki og ég er rosalega dugleg að skipta um liti. Litirnir sem ég vel eru mikið tengdir skapinu sem ég er í, viðburðinum sem ég er að fara á eiginlega skiptir mig engu máli hvort lakkið passi við dressið mitt. Naglalökk eru í mínum huga ómissandi fylgihlutur og mér líður eiginlega bara eins og hendurnar mínar séu naktar ef ég er með hreinar neglur. En ef ég er ekki með neinn lit þá er ég yfirleitt með einhvers konar næringu eða styrkingu á nöglunum.

IMG_6344

Mér datt í hug í gærkvöldi að setja saman vikuna mína sem er framundan í nöglum og sjá hvernig útkoman yrði:)

Þriðjudagur:

vikanínaglalökkum7

Ég er ekki mikill aðdáandi þriðjudaga bara alls ekki. Mánudaga get ég alveg þá tek ég daginn með trompi og hef vinnuvikuna af miklum krafti. Þrátt fyrir að þessi þriðjudagur sé eiginlega eins og mánudagur er ekkert að hjálpa mér ég bara einfaldlega get ekki þriðjudaga. Því ákvað ég að hrista aðeins upp í hlutunum og vera með lökk úr nýju Stipped Nudes naglalakkalínunni frá Maybelline – grunnliturinn er Bare it all nr. 225 og glimmeryfirlakkið heitir Undress to Impress nr. 230. Mér finnst þetta bara koma nokkuð vel út og ég sit hér ánægð með fínar neglur og skrifa þessa færslu.

Miðvikudagur:

vikanínaglalökkum2

Á morgun er ég að fara í þrítugsafmæli hjá einni af mínum bestu en þessi litur minnir mig bara svo mikið á hana og því ætla ég að skarta honum í veislunni sem er annað kvöld. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hverju ég ætla að klæðast það er seinni tíma vandamál – naglalakkið er komið! Þetta er liturinn Suizis Hungary Again úr Evrópu línunni frá OPI sem kom í sölu síðasta sumar. Virkilega flottur litur en það er svipaður í sumarlínu þessa árs Brazil.

Fimmtudagur:

vikanínaglalökkum4

Ég er óð í pastelliti! Þetta er eitt af lökkunum sem mamma mín kom heim með fyrir mig frá USA. Essie er eitt af mínum uppáahalds naglalakkamerkjum – litirnir finnast mér alltaf svo fallegir. Þetta lakk er reyndar pastelgrænt en það virðist aðeims of blátt á myndinni – á hópmyndinni neðst í færslunni sjáið þið betur hvernig það er á litin. Mér finnst þetta lakk fullkomið fyrir sumardaginn fyrsta!

Föstudagur:

vikanínaglalökkum

Ég kíkti aðeins á veðurspánna og veðrið er nú ekkert sérstakt hér á föstudeginum, rigning og skýjað… Mér fannst ég þurfa þá að taka það á mig að vera með bjartan lit til að lýsa upp leiðindaveðrið og valdi því naglalakkið Birrus Rust frá & Other Stories til að lífga uppá daginn. Þetta er mjög skemmtilegt appelsínugult lakk með sanseraðri áferð. Þetta keypti ég þegar ég fór til Kaupmannahafnar í byrjun ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég nota lakkið en ég var alveg búin að gleyma því þangað til ég fór að taka til í skúffunum mínum.

Laugardagur:

vikanínaglalökkum3

Ég elska þennan lit úr vorlínunni frá Dior. Ég elska naglalökkin frá þessu merki að mínu mati er burstinn í Dior lökkunum sá allra besti sem finnst. Hann er flatur og kúptur og án gríns þá er þetta eina lakkið sem þekur í einni stroku. Ég er með þennan lit á nöglunum í nýjustu sýnikennsluvideounum en margar ykkar hafa tekið eftir honum og spurt mig útí hann. Ef þið rýnið vel á glasið þá sjáið þið að hann er mikið notaður. Liturinn heitir Porcelaine og er nr. 204.

Sunnudagur:

vikanínaglalökkum5

Þetta naglalakk er eitt af mínum uppáhalds! Það var hluti af haustlínunni frá Dior og seldist hratt upp og því miður þá er það ekki í föstu úrvali en það voru að koma fullt af nýjum litum hjá Dior sem ég segi ykkur betur frá á næstu dögum. Mér finnst þessi litur alltaf eiga vel við og það er smá sunnudagsfílingur í honum. Liturinn heitir Destin og er nr. 382.

vikanínaglalökkum8

Hér sjáið þið svo öll lökkin í röð á nýja fína snyrtiborðinu mínu sem ég eyddi páskunum í að raða á og flokka allt dótið mitt. Ég sýni ykkur betri myndir af því á morgun!

Nú er best að ég fari að skella á mig lakkinu fyrir morgundaginn ;)

EH

Karl Lagerfield Coffee Table Book

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Hildur

  22. April 2014

  Ég er hrifin af Dior, líka mjög þægilegur bursti En ég keypti mér Chanel naglalakk í fyrsta sinn um áramótin og meira að segja yfirlakk sem átti að vera það besta í bransanum en það fær mig ekki til að kaupa chanel lökk aftur, helst illa á og þetta yfirlakk er bara djók miðað við prísinn. Það fer ekki alltaf saman merki og prísinn hvað varðar gæði, það er alveg á hreinu!

  Ertu annars með einhver yfirlökk sem þú getur mælt með sem gera gagn :-) Notarðu sjálf svoleiðis ?

  Kær kveðja,
  Lakk-Hildur

  • Ójá ég nota alltaf yfirlökk og undirlökk – ALLTAF!! Ég elska það sem ég fékk frá Essie þegar ég fór út til Kaupmannahafnar það er með extra miklum glansi og má nota sem top og base coat. En oftast nota ég Base Coat frá L’Oreal – það lakk er til í litlum umbúðum kostar um 990 kr en endist samt vel og sem top coat er ég að nota RapidDry lakkið frá OPI það er algjör snilld, neglurnar þorna á no time, þær fá fallegan glans og lakkið endist vel. Þetta er óbrjótanleg regla í mínum augum maður á alltaf að nota base og top coat ;) Í mínum huga eru öll naglalökk frábær með réttum aukalökkum:)

   Annað sem er möst til að láta naglalökk endast er að eiga góða naglabandanæringu. Næringin gefur um leið nöglunum raka og þar af leiðandi þorna þau síðar upp og það myndast ekki sprungur í lakkinu. Ég er alltaf með naglabanda næringu í töskunni og tek upp óspart amk einu sinni á dag og nudda yfir neglurnar. Næringuna færðu t.d. hjá OPI, Dior og Mavala ;)

   Nánari naglalakkaráð eru á leiðinni í sér færslu innan skamms ;)

 2. Hildur

  22. April 2014

  Takk kærlega fyrir skjótt og gott svar. Bíð svo spennt eftir fleiri færslum um naglalakkráð :-)

 3. Helga Finns

  22. April 2014

  Seche vite er lang lang besta top cote-ið sem ég hef prufað maður á eiginlega að setja það á þegar lakkið sem er undir er eiginlega ekki alveg þornað svona nett klístrað og þá þorna öll herlegheitin á innan við mínútu ef þú fylgjist eitthvað með naglalakkabloggum þá er Seche “the shit” en fæst nátturlega ekki á Íslandi en ég kaupi alltaf á ebay og á birgðir:) en Chanel naglalök og Mac eru svo yfirhæbuð að þau eiga það ekki skilið..eitt og eitt gott hjá þeim yfirleitt tolla þau illa á, ég set allt mitt traust á OPI, ILLAMASQUA og Deborah Lippman. Einnig líka mörg góð frá Essie, Dior, og China Glaze. Næst á dagskrá er að reyna að komast yfir einhver Indy polish kv naglalakkasjúka.

 4. Hildur

  22. April 2014

  Snilld Helga takk líka fyrir þetta! Já Mac naglalökkin eru líka ekki góð

 5. Sirra

  23. April 2014

  ég er að elska miðvikudagslitinn :) skemmtilegar svona naglalakkaumfjallanir! knús

 6. Inga Rós

  23. April 2014

  Ég dáist að þér að nenna að skipta svona oft um naglalakk, mér finnst ég aldrei hafa tíma í þetta :) Elska að hafa skemmtilega liti á nöglunum samt, verð að næla mér í pastellökk fyrir vorið.

  • haha já ég þarf samt að passa mig að gleyma mér ekki og standa við planið ;) Það tókst alla vega í dag sit hér með fallegar bleikar neglur!

 7. Elísabet Gunnars

  23. April 2014

  Þú ert aldeilis öflug! Nýtt fyrir hvern dag er ekkert grín.
  Laugardagurinn er mitt uppáhalds. :)