fbpx

Karl Lagerfield Coffee Table Book

Ég Mæli MeðFyrir HeimiliðIlmirLífið MittNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Fyrir nokkrum vikum fór ég á kynningu í tilefni þess að nýju ilmvötnin hans Karl Lagerfelds væru að koma í sölu á Íslandi. Þetta var ótrúlega flott kynning og í lok hennar fengum við sem vorum boðin glas af ilmvatninu – ég fékk dömuilminn og prufu af herrailminum og þessa skemmtilegu bók sem heitir The World According to Karl. Bókin er ótrúlega skemmtileg og ekta svona Coffee Table Book eða svona bók sem maður vill hafa til sýnis á heimilinu – mín er það alla vega.

Bókin er að sjálfsögðu skrifuð af Karl Lagerfeld sjálfum og er mjög flott en hún inniheldur svona quotes frá meistaranum – mörg eru skemmtileg en önnur eru dáldið sérstök.
karlbók8

Ég smellti svo af nokkrum myndum af bókinni sjálfri til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því hvernig hún væri. Ég ákvað að tékka á því hvort bókin væri fáanleg á almennum markaði og komst að því að það er hægt að fá hana á Amazon auðvitað – fæst HÉR.

En svo ég komi mér nú líka að nýju ilmunum frá Karl Lagerfeld. Þá komu í sölu núna nýlega nýr dömu- og herrailmur frá Karl Lagerfeld. Báðir ilmirnir eru mjög góðir – dömuilmurinn er blómkenndur og ferskur en herra er mjög kryddaður. Stundum hef ég pælt mikið í því að prófa að nota herrailmi sem mér finnast góðir. Herrailmir geta oft hentað vel sem kvöldilmir sérstaklega ef þeir eru kryddaðir og djúpir. Ég byrjaði einmitt að pæla í þessu þegar ég fann herrailminn frá Karl Lagerfeld en ég er eiginlega hrifnari af herrailminum en dömu – já hann er svona góður!

Það eru auðvitað engar reglur þegar kemur að því hvað er fyrir konur og hvað er fyrir karla maður ætti einmitt bara að finna ilmvatn sem hentar manni vel og manni líkar vel við.

En á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið dömuilminn. Herrailmurinn er í mjög svipaðir flösku nema hún er lengri og hún er svört. Mér fannst líka mjög sérstakt þegar ég sá að það er ekki sama fólkið sem gerir dömu- og herrailminn sem skýrir það hve ólíkir þeir eru en það sem sameinar þá þó er að þeir eru báðir karakterar og endurspegla því Karl sjálfan.

karlbók9

Christine Nagel og Serge Majoullier hönnuðu dömuilminn sem býr yfir andstæðum af ferskum blómum í topp ilmsins. Hann mýkist svo í miðjunni með ferskju og Frangipani blómi en grunurinn samanstendur af sensual musk og svörtum amber viðartónum. Það sem þetta þýðir er að það fyrsta sem þið finnið er angan af blómum, smám saman verður ilmurinn svo mýkri en blómailmir eru oft mjög frísklegir. Þegar þið venjist þeim ilmum finnið þið að smám saman verður ilmurinn dýpri því þá eruð þið farnar að finna viðartónana.

Að lokum set ég með smá tips frá mér hvernig þið eigið að leita ykkur að ilmvatni. Þegar þið spreyið á testspjöldin í verslunum ekki sveifla því við nefið ykkar – leggið það uppvið nefið og dragið andann djúpt að ykkur og finnið alla tónana í einu. Þannig finnið þið hvernig ilmurinn er í raun. Ef þið notið hina aðferðina náið þið ekki að njóta allra tónanna oftast finnum við bara grunntóninn en við eigum að upplifa þá alla í einu ;)

Mæli með að þið kíkið á þessa ilmi ef ykkur eða ykkar heittelskaða vantar nýjan ilm. Eða gera eins og ég að prófa herrailminn og sjá hvernig ykkur líður með hann.

EH

Afsláttur af Sleek fyrir lesendur Reykjavík Fashion Journal

Skrifa Innlegg