fbpx

Afsláttur af Sleek fyrir lesendur Reykjavík Fashion Journal

Ég Mæli MeðmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínVarir

Vonandi hefur ekki farið framhjá neinum að Sleek snyrtivörurnar fást nú í íslenskri vefverslun – haustfjörð.is . Vinkona mín – förðunarsnillingurinn á Akureyri hún Heiðdís Austfjörð opnaði vefverslun um páskana þar sem hún selur vörur frá merkinu. Það var Heiðdís sem kynnti mig upphaflega fyrir vörunum og á þónokkrar vörur frá því en ég hef alls ekki verið nógu dugleg að nota þær eða fjárfesta í nýjum. Því verður hér með kippt í lag.

Mig langar að sýna ykkur eina af mínum uppáhalds vörum frá merkinu en það er varalitur sem ber nafnið Mulberry og er hrikalega flottur litur og ekta litur fyrir mig og ykkur sem eruð hrifnar af dökkum litum!

mulberry

Ég kíkti inná vefverslunina í gær og kolféll fyrir tveimur vörum sem ég festi kaup á. Þetta eru varalitir eða varagloss sem kallast Matte Me og eins og nafnið gefur til kynna gefa þau mattandi áferð á varirnar. Ég fékk mér þessa liti og ef mér líst vel á þá þá held ég að ég verði að eignast fleiri. Þessi minna mig á Velvetines varaglossin frá Lime Crime sem ég var einmitt að kaupa líka um daginn – hlakka til að bera vörurnar saman – Sleek litirnir eru á mun betra verði:)

96078778-1_1Liturinn heitir Party Pink og fæst HÉR.96078716-1_1Liturinn heitir Fandango Purple og fæst HÉR.

Ég hvet ykkur til þess að kíkja á vefverslunina sem er HÉR og næla ykkur í eitthvað fallegt og fá smá afslátt en lesendur mínir fá 10% afslátt með því að nota kóðann trendsleek – algjör snilld en verði eru reyndar rugl góð en varalitirnir sem ég splæsti í kosta 1490kr og ég fékk fría heimsendingu. Ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða I-Divine augnskuggapalletturnar.

au_naturel_96017791Ég er hrifnust af þessari hér fyrir ofan sem heitir Au Naturel og fæst HÉR – útfrá notagildi þá er þessi mjög eiguleg og ég þarf eiginlega að athuga ofan í skúffur hjá mér hvort ég eigi hana nokkuð annars þarf ég að eignast hana. Palletturnar kosta litlar 2390 kr og þær eru mjög veglegar og miðað við gæði þá er þetta verð hlægilegt!

Eins og ég segi þá hef ég sjálf prófað vörurnar og svo hef ég heyrt Heiðdísi lofa þessar vörur hástert síðan ég kynntist henni. Þetta eru mjög flottar og góðar vörur og eru frábær viðbót í flóruna hér á Íslandi.

Munið trendsleek og vefverslunina finnið þið undir haustfjord.is eða HÉR.

Góða skemmtun í verslunarleiðangrinum ;)

EH

Gjafir úr Sephora og nýir eigendur So Couture

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sonja Sif Þórólfsdóttir

    22. April 2014

    Fór beint og pantaði mér vörur! Vá hvað þetta eru fallegar vörur :)