fbpx

Gjafir úr Sephora og nýir eigendur So Couture

Lífið MittMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Foreldrar mínir voru að koma heim frá Bandaríkjunum, einkadóttirin og snyrtivörufíkillinn fékk glæsilegan gjafapoka úr Sephora þegar þau komu heim og er í alsælu með nýju fallegu snyrtivörurnar sínar.

Ég deildi því nú með ykkur þegar ég var að velja það sem átti að fara á óskalistann svo ég verð nú að sýna ykkur hvað kom uppúr pokanum:)

usagjafir13

Mér fannst nú ekki leiðinlegt að fá poka úr uppáhalds snyrtivöruversluninni minni. Þegar ég verð alveg mega rík (lesist þegar ég vinn í víkingalottói) þá ætla ég að opna flotta Sephora verslun í flottu húsnæði niðrí bæ – vantar klárlega eina almennilega snyrtivöruverslun á Íslandi þar sem allt er til ;)

usagjafir12

Þessi er reyndar ekki úr Sephora heldur bara apóteki. Ég var mjög spennt að sjá hvernig BabySkin primerinn frá Maybelline er. Þessi hefur bara verið til í Bandaríkjunum en eins og þið ættuð að vita þá er mjög ólíkt vöruúrval í USA og Evrópu hjá Maybelline. Fyrir ykkur sem langar að prófa þennan þá er þetta nákvæmlega sama vara og Dream Smooth primerinn sem er nú þegar til á Íslandi – hann kemur í krukku þessi er í túpu. Ég er búin að bera þá vel saman og ég get ekki annað en sagt að fyrir mér þá er þetta alveg sama varan, bara annað nafn og aðrar umbúðir í USA.

usagjafir11

Ég elska allar vörurnar sem ég hef prófað frá Josie Maran – hér sjáið þið kinnalit sem má líka nota á varirnar. Vörurnar einkennast af argan olíu og þær eru lausar við öll aukaefni. Eitt af fáum merkjum sem er með virkilega flottar vörur, tískutengda liti og eru no nasties snyrtivörur.

usagjafir10

Fallegir pastellitir frá uppáhalds Essie:)

usagjafir9

Ég hef aldrei vanið mig á að nota sérstaka augnskuggaprimera en uppá síðkastið er ég aðeins búin að vera að prófa mig áfram með einn frá Dior svo næsta skref var að prófa þann sem þykir bestur – Original primerinn frá Urban Decay!

usagjafir8

Ég er búin að testa þennan á handabakinu – nýr farði frá Benefit – Bigger Than BB Big Easy – en þetta er kremkenndur farði sem gefur alveg matta púðuráferð. Þessi stenst sko alveg væntingar og ég hlakka til að prófa hann betur.

usagjafir7

Mig hefur alltaf langað til að prófa augabrúnavörurnar frá Anastasia – mest væri ég þó til í að prófa risastóru pallettuna sem er ný hjá merkinu en ég ákvað að byrja að prófa alla vega vöruna áður en ég færi í þá fjárfestingu. Þetta er púður augabrúnalitur sem ég sýni ykkur innan skamms.

usagjafir6

Mamma bætti svo við They’re Real maskaranum frá Benefit sem ég er nú búin að prófa áður en hann er klárlega einn af þeim bestu sem eru fáanlegir í dag. Þessi er í augnablikinu mest seldi maskarinn í Bandaríkjunum!

usagjafir5

Nú á ég loksins alvöru Naked 2 augnskuggapallettu – jeijj! Er þessi ekki svona skyldueign allra snyrtivörufíkla. Reyndar var Lorac Pro pallettan líka á innkaupalistanum sem mamma fékk en hún var ekki til ég eignast hana vonandi á næstunni.

usagjafir4

Með Naked 2 pallettunni fylgdi tester af öllum fjórum augnskuggaprimerunum frá Urban Decay – hlakka til að prófa þessa og sjá hvort ég þurfi mögulega að panta fleiri til að prófa.

usagjafir3

Svo fékk ég uppáhalds ilmvatnið mitt frá Marc Jacobs, Daisy, í roll on umbúðum. Ég hef aldrei prófað svona týpu af umbúðum en ég hlakka til að prófa. Þetta er fullkomið fyrir sumarið og auðvitað þæginlegt að ferðast með.

usagjafir2

Svo komu reyndar tvö skópör heim líka fyrir okkur. Ég er fáránlega skotin í Nike Free skónnum sem ég pantaði á Tinna Snæ – Aðalsteinn á svo Nike Free 5 svarta svo þeir feðgarnir verða í stíl saman í sumar.

usagjafir

Svo fékk ég þessa flottu svörtu Roshe Run skó frá Nike – mig hefur lengi langað að prófa þessa týpu en ég á fyrir alveg þrjár aðrar. Strigaskór hafa svo sannarlega tekið völdið í skóskápnum mínum þessa stundina.

Svo er ég búin að draga út þær sem fá að prófa Million Lashes So Couture maskarann frá L’Oreal sem ég skrifaði um HÉR – til hamingju – Sara, Heiða Kristín og Bergþóra!!

Screen Shot 2014-04-16 at 9.47.40 PM Screen Shot 2014-04-16 at 9.47.50 PM Screen Shot 2014-04-16 at 9.48.01 PMSendið mér endilega línu á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert ég get sent maskarana:)

En núna ætla ég að taka mér smá páskafrí það er alveg kominn tími á mig að slaka smá á og liggja með tærnar uppí loft og hugsa um eitthvað annað en að skrifa um snyrtivörur – þó mér finnist það alltaf svo gaman. Held það sé alveg nauðsynlegt að hlaða aðeins batteríin.

Ég óska ykkur kæru lesendur og fjölskyldum ykkar gleðilegra páska:)

EH

Nýtt: CC krem frá Estée Lauder

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Hildur

    17. April 2014

    Augnabrúnatússinn frá Anastasia er frábær, endist þvílíkt lengi og auðveldur í notkun :) Hef ekki prófað hinar vörurnar frá þeim.
    En ég elska Sephora líka, er orðin VIB (Very Important Beauty Insider) hjá þeim því ég er búin að eyða svo miklum pening hjá þeim :/

  2. Margrét

    18. April 2014

    Eru þetta ekki nike roshe run?

    • hehe jú það er víst, ég kom bara upp um það að ég hef ekki hundsvit á íþróttafatnaði ;) TAKK**

  3. Gyða Dröfn

    18. April 2014

    ó vá ég vissi ekki að baby skin væri sami og smooth primerinn hér, keypti minn einmitt úti í uk:)
    en mér finnst augnskuggaprimerinn æði og fékk einmitt líka svona prufur þegar ég keypti mína naked2 og mér finnst þessi sem heitir eden líka ótrúlega góður, kaupi mér örugglega líka stóran svoleiðis næst þegar ég kemst út:) og essie lökkin eru ekkert smá falleg!

    • Miðað við minn fyrsta samanburð þá er þetta nákvæmlega sama varan – er reyndar ekki búin að bera saman innihaldsefnin en áferði og varan er alveg sú sama. Baby Skin er þó töluvert flottara nafn að mínu mati og í miklu flottari umbúðum ég hefði ekkert á móti því ef þeir myndu breyta dream smooth yfir í babyskin hér á Íslandi ;)

  4. sara

    18. April 2014

    smá leiðrétting. Þetta er ekki nike flyknit heldur nike roshe run, stór munur þar á milli:)