fbpx

Uppáhalds fljótandi farðarnir mínir

Ég er mikill aðdáandi fljótandi farða og er sífellt spurð útí það hver er sá sem er í mestu uppáhaldi. Þetta er spurning sem mér finnst mjög erfitt að svara – auðvitað á ég mér kannski einhvern uppáhalds sem ég nota á mig en hann nota ég endilega ekki þegar ég er að farða fyrir auglýsingar og myndatökur. Ég á mér uppáhalds farða fyrir nánast öll tilefni hvort sem það er fyrir mig eða aðra.

Sem förðunarbloggari þá er ég alltaf að prófa eitthvað nýtt til að meta og kynna fyrir ykkur lesendunum en í staðin fyrir að vera alltaf að segja frá þessu nýja ákvað ég að gera eina færslu til að segja frá þeim förðum sem ég nota aftur og aftur. Nú þegar sólin fer lækkandi viljum við íslenskar konur fara dáldið í það að setja meira á húðina heldur en á sumrin. Ef þið eruð óvanar því að vera með farða er gott að byrja rólega og velja léttari farða.

Hér sjáið þið mína uppáhalds farða, afhverju þeir eru í uppáhaldi og fyrir hvaða húðtýpur mér finnst þeir henta. Það er nefninlega sjaldgæft að allir farðar henti öllum eins og margar auglýsingar segja til um ;)

HÉR sjáið þið meira um Halo farðann frá Smashbox.

HÉR sjáið þið meira um Invisible Fluid farðann frá Estée Lauder.

HÉR sjáið þið meira um Lumi Magique línuna frá L’Oreal.

 Ég hef áður skrifað um fljótandi farða – það eru þó komin yfir 2 ár síðan svo ég ætla að leyfa mér að stela smá punktum úr þeirri færslu og birta aftur hér á síðunni…

  • Þegar ég ber á mig sjálfa farða þá nota ég alltaf hendurnar af því þá finnst mér koma fallegasta áferðin því ég get svo vel stjórnað því hvernig farðinn er. En þegar ég er að farða þá nota ég alltaf farðabursta það finnst mér bara hreinlegra. Svo mæli ég samt með því að þegar þið eruð búnar að bera á ykkur farðann að strjúka aðeins yfir andlitið með hreinum höndunum til að koma í veg fyrir að það myndist smá misfellur. Munið svo að setja alltaf smá farða á hálsinn – til að koma í veg fyrir grímu – og á eyrun – því þau vilja oft verða rauðari en húðin er.
  • Eitt það nytsamlegasta sem ég lærði í förðunarskólanum var listin að blanda saman farða til að fá hinn fullkomna lit. Það er t.d. mjög sniðugt að eiga alltaf til hjá sér einn ljósan og einn dökkan farða, því á sumrin þá dökknar húðin okkar að sjálfsögðu og í staðin fyrir að þurfa kannski 2-3 yfir sumarið að kaupa nýjan farða þá kaupið þið einn frekar dökkan og blandið við ykkar ljósa sem þið eigið síðan í vetur. Sparar pening og farða.
  • Þegar þið eruð að velja ykkur lit á farða munið þá að fara alltaf eftir ljósasta litnum í húðinni svo liturinn passi fullkomlega við húðina og til að koma í veg fyrir að það sjáist of vel að þið séuð með farða. Prófið litinn alltaf á kjálkabeininu til að finna lit sem passar andlitinu og hálsinum.

Vegna Reykjavík Makeup Journal þá verð ég að leyfa mér það að láta eina færslu á dag duga – kannski 2 stuttar;) En ég reyni að hafa þær allar góðar og ítarlegar svo þið fáið þó helling útúr því að kíkja hér inná hverjum degi.

Með þessari færslu langaði mig að koma til móts við þær sem hafa hrósað mér fyrir það þegar ég tek fyrir nokkrar vörur og greini þær svo þið sjáið góðan mun. Það er þó til hellingur af fljótandi förðum svo það mun án efa koma framhald af þessari færslu innan skamms… ;)

Að lokum langar mig að minna á Facebook síðuna mína HÉR og póstfangið ernahrund(hjá)trendnet.is ef þið eruð með einhverjar spurningar. Ég reyni alltaf að svara öllum og eftir bestu getu!

EH

Kristjana S Williams

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Jovana

    24. September 2013

    Snilldar færsla!! Takk fyrir þetta!

  2. Inga Hildur

    24. September 2013

    Ég er einmitt að leita mér að farða og er búinn að vera að velta Lumi Magique fyrir mér. En ég er með mjög ljósa húð og er ekki viss hvort að það sé nógu ljós litur hjá Lumi farðanum sem hentar mér. Mæliru með einhverju ? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      24. September 2013

      Tékkaðu á þeim – ég get notað ljósasta litinn og er með mjög ljósa húð:) Annars er ég líka hrifin af True Match farðanum frá L’Oreal sem er hér fyrir ofan svo ég held að þú ætti bara að kíkja í standinn hjá L’Oreal og prófa litina sem eru í boði – mannst að tékka alltaf á kjálkanum ;)

  3. Edda Sigfúsdóttir

    3. October 2013

    Snilldarfærsla vinkona!