fbpx

Undirbúningur fyrir RFF: Guðbjörg Huldís

FashionFW2014MACmakeupMakeup ArtistRFFSpurningar & Svör

Guðbjörg Huldís er einn af okkar færustu og eftirsóttustu förðunarfræðingum. Hún ásamt Fríðu Maríu mun stjórna einu teymi á Reykjavík Fashion Festival á laugardaginn. Bæði Guðbjörg og Fríða eru fáránlega hæfileikaríkar og það liggur við að ég dáleiðist við að horfa á þær vinna og ég læri líka bara ótrúlega mikið af því að fylgjast með þeim. 1239930_10151955536757448_360690404_n

Vinnubrögð Guðbjargar Huldísar eru svo fáguð og falleg og hvert einasta smáatriði er fullkomið það finnst mér alla vega þegar ég hef fengið að fylgjast með henni. Guðbjörg hefur farðað fyrir ótrúlega mikið af auglýsingum, myndatökum, tískusýningum ég lofa ykkur því að þið hafið mjög oft séð eitthvað af hennar verkum. Hún sér t.d. mikið um að farða fyrir flotta veftímaritið NUDE Magazine og hefur líka stundum verið með förðunarpistla í blaðinu sem eru mjög áhugaverðir.

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á Guðbjörgu Huldísi til að fá að vita aðeins um hennar förðunarvenjur og heyra hvernig gengi hennar megin í undirbúningi fyrir RFF.

Hvernig er þín daglega förðunarrútína fyrir sjálfa þig?

mín daglega förðunarrútina er mjög einföld.. ég nota Clarins Daily Energizer Cleansing Gel til að hreinsa húðina í sturtunni á morgnana.  Set Skyn Iceland Relief Eye Pen í kringum augun sem frískar og vekur  mig. Ég hoppa dáldið á milli rakakrema.. fer eftir hvernig mér líður í húðinni. Ef húðin er mjög þurr nota ég Embryolisse Lait-Créme Concentre sem er rakabomba og  svo ef mig langar í smá dekur og ferskleika nota ég Sóley Dögg rakakrem. Það fer fljótt inní húðina og mér finnst lyktin dásamleg. Svo skelli ég á MAC BB krem létt yfir allt, smá Clinique airbrush concealer í undir augun, Bobbi Brown Pot rouge kremkinnalit í kinnarnar, Clinique Chubby stick á augnlok, smá Make Up Forever Aqua Lash blýant og MAC Extended Play Lash maskara.

SONY DSCHér er Guðbjörg Huldís að gera demo af förðun fyrir sýningu Huginn Muninn á RFF í fyrra.

Hvernig gengur undirbúningur fyrir RFF?

RFF undirbúningurinn er mikill og að mörgu að huga. Er nú á seinustu metrunum að klára öll plön. Þetta tekur tíma og við Fríða María byrjum 3-4 vikum fyrr að huga að undirbúning.  Ég sé um Magneu Einars, Ellu, Siggu Maiju og Cintamani þetta árið. Það þarf að funda með hönnuðum og vinna að hugmyndavinnu, henda því svo á milli. Þá kemur einhver lending sem við testum svo á módeli. Svo gerum við annað test í ljósum á catwalkinu degi á undan svo ekkert komi á óvart og allir sáttir. Það þarf að setja saman teamin sem við vinnum með MAC, stelpurnar taka þátt í workshop sem við fylgjumst með og út frá því veljum við teamin. Án þeirra væri þetta ekki gerlegt. Til þess að þetta gangi smurt þarf svakalegt skipulag á deginum. Allir vita sitt hlutverk og vinna saman. Tímasetningar þurfa að vera á hreinu og aðstaða góð. Ég byrja með þvi að gera svokallað demo fyrir mitt team sem svo klára módelin sem eftir eru og ég fylgi svo öllum eftir. Aðalatriðið til að þetta rúlli vel eru stelpurnar í MAC sem hafa frábæra þjálfun og aga sem þær öðlast þar og náttúrulega það að þeim finnst þetta ótrúlega skemmtilegt.

Er eitthvað eitt förðunarverkefni sem stendur uppúr frá ferlinum?

Það er dálítið erfitt að velja eitt verkefni sem stendur uppúr.. Eitt af því skemmtilegasta er að taka þátt í tískuvikunni í kaupmannahöfn sem ég hef gert 2x. Það er svo gaman að vera í stressinu, hraðanum, mála fallegu módelin og sjá aðrar svakalega klárar sminkur vinna. Það er allavega fyrsta sem kom í huga minn þessa vikuna af augljósum ástæðum :) En annars elska ég vinnuna mína og fjölbreytnina sem hún gefur.

542955_10151001855982448_2135336449_nÆðisleg förðun sem Guðbjörg Huldís gerði fyrir íslenska merkið ELLA en ljósmyndarinn Silja Magg tók myndina.

Geturðu nefnt nokkrar vörur sem eru ómissandi í kittið þitt þegar þú ert í verkefnum.

MAC Paint pot eru algerlega ómissandi,  nota þá svakalega mikið. Embryolisse rakakremið er algert must. Shu Uemura augnahárabrettarann nota ég alltaf. MAC fling augabrúnablýantur er svaka góður. Soleil Tan de Chanel er mjúkur bronslitur sem ég nota mikið. Elisabeth Arden eight hour cream er multi functional vara, hægt að nota á augu, varir, húð og jafnvel hár líka. Svo er MAC Face & Body farði ómissandi líka. Þetta er svona nokkrir hlutir sem ég verð að hafa í kittunu…

1743599_10152320409642448_1880749665_nForsíða Nude Magazine sem Guðbjörg sá um að farða, ritstjóri blaðsins Jóhanna Björg tók þessa mynd – mjög fjölhæfur ritstjóri þar á ferð:)

Hvernig dekrar þú sjálf við húðina þína?

Þegar ég dekra við húðina, nota ég maska eða næturkrem.. Annað hvort nota ég leirmaska til að djúphreinsa eða rakamaska til að næra. Er að prufa Dermalogica Skin Hydrating Mask sem gefur frábæran raka og á að minnka línur.. Spennt að sjá útkomuna þar.. Svo nota ég Estee Lauder Advanced night Repair serum á kvöldin sem er algert töfra stuff. Húðin verður áferðafallegri og glóandi. Svínvirkar.. :) Svo er ég voða spennt yfir Skyn Iceland Oxygen Infusion Night Cream sem ilmar dásamlega og ég nudda því vel inní húðina á kvöldin ef ég er þurr og stíf í húðinni. Líður voða vel í húðinni þega ég nota það.

SONY DSCGuðbjörg Huldís baksviðs á RFF í fyrra að laga til eina fyrirsætuna í sýningu Huginn Muninn áður en sýningin hefst.

Lumar þú á einhverju góðu fegurðarráði fyrir lesendur í lokin?

fegrunarráð…. að nudda rakakreminu þínu ofsa vel í húðina og svo þegar farðinn er settur á að nota fingurnar líka og massa vel inn.. skiptir höfuðmáli með endingu og áferð farðans..

1545018_10151864486821463_653333276_nMikið er ég orðin spennt að fá að fylgjast með þessum frábæru og hæfileikaríku konum á laugardaginn. Mér finnst svörin þeirra ótrúlega áhugaverð og mér finnst sérstaklega gaman að sjá hvaða vörur þessar konur nota á sína eigin húð – mér finnst það mikið hrós fyrir vörurnar að þær velji þær fyrir sig framyfir aðrar :)

Takk fyrir „spjallið“ Guðbjörg Huldís – hlakka til að sjá þig á laugardaginn :D

Fyrir áhugasama þá er viðtalið við Fríðu Maríu HÉR.

EH

Crystallize naglalökk frá Maybelline

Skrifa Innlegg