fbpx

Crystallize naglalökk frá Maybelline

Ég Mæli MeðMaybellineneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég setti inn mynd á Instagrammið mitt í dag af naglalakki dagsins – ég skipti mjög ört! Vegna vinsælda ákvað ég að það væri kominn tími til að sýna ykkur línuna sem lakkið tilheyrir í heild sinni og litina sex sem eru fáanlegir í henni.Screen Shot 2014-03-26 at 7.29.26 PM

Naglalakkalínan heitir Crystallize og þetta eru Color Show naglalökk frá Maybelline sem eru á leið í verslanir þessa stundina en þau eru komin á flesta sölustaði Maybelline á höfuðborgarsvæðinu eða verða það nú fyrir helgi. Lökkin eru mjög skemmtileg með mattri sandáferð og minna óneitanlega á OPI Sand lökkin sem voru partur af hátíðarlínu merkisins síðasta ár. Þessi eins og OPI hátíðarlökkin innihalda mikið af grófum glimmerögnum sem venjulegu sandlökkin frá OPI gera ekki.

Hér sjáið þið litina sem eru í boði og fyrir neðan sjáið þið hvernig þeir koma út á mínum nöglum.crystallize7 crystallize6Liturinn Rose Chic sá sem ég var með á Instagram myndinni. Virkilega fallegur rósagylltur litur með silfruðu glimmeri.crystallize5Light Up, silfurlitað lakk með silfurlituðum glimmerögnum. Þetta lakk er ekki eins þétt og hin hér hefði ég eiginlega þurft að bæta á þriðju umferðinni.crystallize4Liturinn heitir Silver Touch og hann er í raun mun ljósari en hann virðist á myndinni minni. Virkilega fallegu litur og minn uppáhalds úr þessari línu.crystallize3Red Excess, svarbrúnn litur með koparrauðum glimmerögnum sem koma skemmtilega út. Mér finnst ég fá mjög töff neglur með þessu lakki. Koparrauði liturinn er mun meira áberandi í raun en myndin er of dökk.crystallize2Nearly Black, eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta nánast svart lakk en með marglitum glimmerögnum. Mjög skemmtilegt lakk sem ég held að flestir gætu kunnað við þar sem það er ekki beint neinn litur í aðalhlutverki heldur alls konar mismunandi í gangi.
crystallizeGreen Depth aftur nánast svart naglalakk með grænum glimmerögnum. Liturinn er þó mun grænni í raun en myndin er heldur dökk hjá mér.

Virkilega skemmtileg lökk og ekki skemmir verðið fyrir en venjulegu Color Show lökkin eru undir 1000kr í verslunum og þessi líklega á sama eða svipuðu verði. Svo það er hægt að leyfa sér að prófa fleiri en einn lit.

Ég nota base coat undir mínar neglur og ég mæli með því að þið gerið slíkt hið sama, eins má ekki setja top coat yfir þetta lakk til að eyðileggja ekki áferðina. Svo setti ég tvær umferðir af lit yfir allar neglurnar.

EH

Hylur eftir Guðrúnu Vald. og fleira fallegt úr Epal

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Herdís

    27. March 2014

    Er þetta eitthvað i líkingu við L.A.M.B. frá OPI? Eða veistu um eitthvað lakk sem er svipað því? :)

    • Nei þessi eru grófari eins og Liquid Sand lökkin… En ég hef ekki enn rekist á lökk sem eru með sömu áferð og LAMB lakkið ekki nema bara hjá OPI en ég lofa að láta vita af því. Alla vega kæmi það mér ekki á óvart ef OPI kæmi með fleiri þannig lökk í kjölfar mikilla vinsælda litanna sem Gwen Stefani hannaði fyrir merkið :)