fbpx

Trendnet brunch á Apótekinu

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Það er alltaf ljúft að hitta vini sína og svo sannarlega þegar góður matur er í spilinu! Við á Trendnet (sem komumst) hittumst í dýrindis brunch á Apótekinu á síðasta sunnudag og nutum þess að borða svo ótrúlega góðan mat, spjalla, slúðra og hlæja okkur máttlaus. Það eru forréttindi að fá að vera partur af svona stórskemmtilegum hópi sem hittist því miður alltof sjaldan – en þegar við hittumst þá er sko fjör, ég vona alla vega að við höfum ekki truflað mikið fólkið í kringum okkur :)

Apótekið opnaði nýlega niðrí bæ og byrjaði fyrir ekki svo löngu síðan að bjóða uppá brunch matseðil um helgar og bauð okkur á Trendnet að koma og bragða á matnum. Ég og Aðalsteinn fórum reyndar fyrir stuttu síðan líka til að prófa enda mikið brunch áhugafólk og þá eins og núna síðustu helgi fór ég bókstaflega rúllandi út – maturinn er svo góður þarna og allt svo vel útilátið og ég get ekki annað en mælt heils hugar með því að þið sem hafið gaman af góðum brunch skellið ykkur þangað ekki seinna en næstu helgi!

Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur og sjá hvort ég geti ekki fengið smá vatn til að flæða um munninn ykkar, það kæmi mér alla vega á óvart ef það tækist ekki hjá mér…

apótekið12

Nýkreisti appelsínusafinn er algjört sælgæti!

apótekið11

Matseðillinn er dáldið öðruvísi en á mörgum öðrum stöðum og gaman að fá enn meira úrval í brunch bransann sem ég vil meina að við fjölskyldan höldum uppi…

apótekið10

Eins og síðast valdi ég Morgunmatinn – pulsur, beikon, bakaðar baunir, egg, súrdeigsbrauð og ferskt salat.

apótekið8 apótekið9

Theodóra fékk sér Humar Benný – þennan smakka ég um leið og barnið kemur í heiminn – get ég pantað svona uppá Kvennadeild!

apótekið7

Linnea fékk sér Laxa Benný – hún er nýjasta viðbótin á Trendnet ásamt Evu Laufey og ég persónulega elska bloggin þeirra og mæli með lestri!

apótekið6

Skál!

apótekið5

Eftirréttur er ómissandi – hér eru það pönnukökur..!

apótekið4 apótekið3

Ég fékk mér svo French Toast – sjitt hvað þetta var gott, ég gat ekki einu sinni klárað mitt… mér fannst það ömurlegt :)

apótekið2

Yndislega fólkið mitt…

apótekið

Það var sko mikið um myndatökur á staðnum og enginn gat byrjað að borða fyr en allir voru búnir að taka mynd af mat allra – svona erum við þessir óþolandi bloggarar, Aðalsteinn þolir þetta alla vega ekki í mér við eigum enn eftir að fara eitthvert út að borða þar sem myndavélin kemur ekki við sögu ;)

Takk kærlega fyrir okkur Apótekið – ég kem aftur við fyrsta tækifæri – ég myndi helst vilja skella mér núna í hádeginu…

EH

Annað Dress: LOVE

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    20. May 2015

    Æðislegar myndir! Lítur vel út. Ég þarf að skella mér við tækifæri :)

  2. Hildur Ragnarsdóttir

    20. May 2015

    ÆJ þetta var svo gott og gaman!

    Langar aftur .. þá ætla ég að smakka humar benný og belgíska vöfllu.. om nom nom

    x

  3. Svart á Hvítu

    20. May 2015

    Nomm nommm… þetta var æði!
    Ætla líka næst að prófa humar benný, hljómar of vel:)

  4. Helgi Ómars

    20. May 2015

    Best í heimi! <3

    Sammála Hilrag og Svönu, VERÐ að smakka humarinn næst!!