fbpx

Annað Dress: LOVE

Annað DressBiancoFashionLífið MittNýtt í FataskápnumSS14Vero Moda

Ég er í einhvers konar veðuruppreisn þessa dagana, ég vil bara fá sandalaveður og þar sem ég hef ekki þolinmæði í að bíða eftir því þá skelli ég mér bara frekar í sandala og vona að þannig komi þetta dásamlega veður sem ég býð eftir. Ég gerði það einmitt í gær þegar ég hélt út til að eiga smá gæðastund með nokkrum af bloggurunum á Trendnet. Þegar ég veit að ég er alla vega ekki mikið að fara að vera úti þá finnst mér ekkert mál að fara bara útí sandölum. Ég er komin með ansi flott safn fyrir sumarið sem ég deili núna smám saman með ykkur, en fyrst er það dress dagsins…

lovedress4

Aftur fallegi og fíni körfuboltinn framan á mér sem stækkar bara og stækkar, ég er eiginlega alveg hætt að geta meirað segja rennt upp buxnaklaufinni á buxunum sem ég passa enn í svo ég fer bara í síða toppa yfir það er ekkert að því :)

lovedress5

Jakki: Vero Moda – Ég greip þennan með mér heim úr vinnunni þegar ég kíkti inní búð á föstudaginn. En ég var að finna á fimmtudagskvöldið að stilla upp fremri hluta búðarinnar. Þessi jakki var að koma fyrir helgi og ég féll samstundis fyrir honum. Sniðið er beint og mjög flott, liturinn er virkilega fallegur og gaman að vera ekki bara alltaf í svörtu en getað nota þennan fína jakka við svo ótalmörg tilefni. Jakkinn kostar 10.900kr fyrir áhugasamar og ég er í stærð 38. Ég vil helst hafa vasa á öllum yfirhöfnunum mínum og þoli ekki þegar þeir eru ekki á sínum stað en á þessum eru djúpir og góðir vasar fyrir allt dótið mitt ;)

Bolur: T by Alexander Wang, Sævar Karl – Þessi hefur reynst mér vel og mun reynast vel á meðgöngunni en ég á hann líka í gráu. Flottir síðir stuttermabolir við buxur sem ég get ekki einu sinni rennt upp!

lovedress

Sandalar: Bianco – Ég er svo ástfangin af þessm fallegu gersemum sem eru nýjir í skóskápnum fyrir sumarið! Metallic sandalar með svona fallegum orðum og verður gaman að spóka sig um í í sumar. Ég  naut þess að vera í þessum í gær þó svo það hafi verið smá vindur, ég fann ekkert fyrir honum því ég var í svo miklu sumarskapi í LOVE sandölunum. Þessir kosta 6990kr í Bianco og ég mæli algjörlega með þeim. En ef ykkur líst á þá þá komu alls ekki mörg pör. Ég er svakalega ánægð með mína en þeir eru með dáldið þykkum botni sem verður gott fyrir mig þegar líður enn meir á meðgönguna.

Naglalakk: Lapiz of Luxury frá Essie, einn af mínum uppáhalds!

lovedress2

Taska: AndreA Boutique, ég var hjá henni Andreu minni í Hafnafirðinum um daginn að kynna Essie naglalökkin hjá henni. Hún var þá að frumsýna nýjustu afurð sína sem er þessi glæsilega taska sem er úr geitleðri. Ég stóðst hana engan vegin og keypti hana og er búin að nota hana alla daga síðan. Ef ég er með stóra tösku þá treð ég endalaust á hana en ég kem öllu sem ég þarf í þessa. Svo skelli ég bara þessari í stærri tösku ef ég þarf meira dót með mér og gríp þessa svo uppúr þegar ég þarf ekki á hinu að halda!

Naglalakk: Mint Candy Apple frá Essie, það eru enn svo margir fallegir litir sem mig langar að vera með á nöglunum frá Essie að ég tými ekki að vera með eins á fingrum og tám ;) Þessi litur er sá allra vinsælasti á Íslandi!

lovedress6

Kúla: 27 vikur! Ég upplifði í fyrsta sinn í gær að mér liði eins og ég þyrfti að halda undir kúluna mína þegar ég rölti um, allt í einu var eins og hún hafði sigið. Ég er dáldið svona að upplifa það núna að þessi meðganga sé bara að liða alltof hratt, en það er samt nóg eftir, alla vega á ég eftir að gera fullt af skemmtilegum hlutum í sumar áður en settur dagur rennur upp.

lovedress3

Hálsmen: Pieces, Vero Moda – Ég keypti þetta líka á sama tíma og jakkann, það er í raun þrefalt og er mjög flott. Það er örlítil kúla efst, svo kemur óskabein og svo fjöður. Menið er til líka silfrað og gyllt en ég hreifst mest af þessu. Pieces er eitt af mínum uppáhalds merkjum inní Bestseller fyrirtækinu og mér þykir fátt skemmtilegra en að stilla upp Pieces vörunum í vinnunni sem er t.d. verk morgundagsins – hlakka til!

Kimono: AndreA Boutique, hér sést svona rétt glitta í glæsilegan kögur kimono frá henni Andreu minni sem ég þarf að sýna ykkur betur síðar. Ég er gjörsamlega sjúk í það sem þessi dama gerir ég get bara lítið af því gert ;)

Vona að vinnuvikan ykkar fari vel af stað, hérna megin ætla ég að klára að fínpússa Reykjavík Makeup Journal sem fer í prentun núna á miðvikudaginn!!! Þetta er sko alltaf jafn spennandi ég lofa og blaðið er það flottasta hingað til ;)

EH

Sumarsett frá Múmín handa þér?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1