fbpx

Trend Sumarsins #2

HreyfingIlmirTrend

Heilbrigður lífstíll og hreyfing er eitthvað sem mér finnst vera í tísku núna. Það er frábært og ætti eiginlega bara aldrei að detta úr tísku. Íþróttafatnaður er efst á óskalistum margra kvenna – þar á meðal mín – og þessi áhrif hafa smitað frá sér í stóru tískumerkin eins og t.d. hjá Victoriu Beckham, Stellu McCartney og Prada.

Þar sem ég fjalla nú helst um snyrtivörur hérna á síðunni minni langaði mig að tengja þetta trend við einhverja snyrtivöru. Svo það var fullkomið þegar ég fékk nýju Puma ilmina, Sync, að gjöf. Þeir hafa eflaust ekki farið framhjá ykkur ef þið hafið nýlega kíkt í verslanir sem selja ilmvötn. Pakkningarnar og glösin sjálf eru í áberandi björtum litum sem endurspegla tóna ilmanna og verðið skemmir ekki fyrir!

Kvenilmurinn er léttur ávaxtailmur – ég er rosalega veik fyrir þeim – og þessi ilmur hefur frískandi áhrif á mig. Eins og alheimur veit þá er ég aðeins að taka mig á varðandi hreyfingu og eftir æfingar og sturtu þá spreyja ég þessum ilmi á mig og byrja daginn af krafti:)

Hér fyrir ofan sjáið þið kvenilminn sem ég nota hann ilmar m.a. af papaya ávexti, mandarínu, lótusblómi og hvítri ferskju sem gerir ilminn sætan. Auk ilmsins er fáanlegur svitalyktareyðir og sturtusápa.
Hér sjáið þið svo herrailminn en tónarnir í honum samanstanda m.a. af lime, ilmappelsínu, rósmarín og sandel- og sedrusvið. Auk ilmsins er fáanlegur svitalyktareyðir, aftershave lotion og sturtusápa.

Það er gaman að fylgjast með því hvernig tískutrend smitast yfir í hinn stóra heim snyrtivaranna. Áður hef ég fjallað um highlighter og tengt þá við áferð á efnum sem hafa verið áberandi í sumar – sjá meira HÉR.

EH

Mína Mús

Skrifa Innlegg