fbpx

Topp 10: Opnun Vero Moda í Kringlunni

Ég Mæli MeðFashionLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Í kvöld fékk ég ásamt fleirum að sjá nýju Vero Moda búðina í Kringlunni og þjófstarta aðeins á að fá að kaupa falleg föt á frábæru verði! Búðin er vægast sagt sjúkt flott og mér leið bara eins og ég væri í glæsilegri nýrri verslun á Strikinu. Þegar ég labbaði inní búðina seinni partinn í dag féllust mér hendur og ég varð eiginlega bara orðlaus svo glæsileg er hún!

En í tilefni opnunarinnar tók ég saman smá topplista yfir það sem mér fannst bera af af klæðum í búðinni og ég mæli með fyrir ykkur sem deilið mínum smekk á fötum.

veromodaopnar5

Appelsínuguli liturinn í Y.A.S. sportlínunni er bara sjúkur ég laðaðist svo að honum en fjólublái liturinn var ekki til – veit ekki hvort hann sé væntanlegur. Mig langar mikið í þennan en hann er líka til svartur. Þessi er á 5990kr og hann er mjög veglegur og flottur, ef ég stundaði líkamsrækt þá væri þetta akkurat toppur sem ég væri til í að eiga fyrir ræktina.

veromodaopnar

Hvernig væri nú að splæsa í eina marmarablússu til að vera í stíl við aðaltrendið. Ég ætlaði svo að skoða betur þessa en ég gleymdi því. Ég var sérstaklega skotin í verðmiðanum en þessi er á opnunartilboði á 1690kr! Ég myndi taka þessa stóra kannski bara í XL og nota við flottar svartar buxur í haust – já eða sumar…

veromodaopnar4

Ó þetta munstur mun ásækja mig í draumum mínum – þessir litir eru bara sjúkir og ef ég væri bara boðin t.d. í brúðkaup í sumar hefði ég ástæðu til að kaupa hann. Ég fann því miður enga ástæðu í þetta sinn en kannski verð ég búin að finna eina fyrir morgundaginn. Eins var til stuttermabolur í sama munstri.

veromodaopnar9

Hér er einn vægast sagt klæðilegur kjóll á ferð. Mér finnst þessi ekta út að skemmta sér kjóll og ég held að lögunin á munstrinu sé mjög grennandi og lengjandi fyrir konur. Ég heillaðist af litnum en við eigum svo mikið svart í skápunum okkar – alla vega ég – og ég held maður verði að eiga einn little blue dress alveg eins og einn lítinn svartan. Mig minnir að þessi sé á 6500kr en ég man það ekki alveg ég gleymdi nefninlega að taka mynd af verðinu;)

veromodaopnar3

Ég er dáldið svekkt að hafa ekki náð betri mynd af þessum bol því ég varð skotnari og skotnari í honum eftir því sem ég labbaði oftar framhjá honum. Þessi er frá Y.A.S. og er virkilega fallegur og ég held hann sé mjög klæðilegur. Mig langaði í helling úr Y.A.S. línunni ég hefði alveg getað misst mig :) Þessi er á 7990kr.

veromodaopnar2

Þið vitið hvernig ég og skyrtur erum – ég á ófáar og ég er sífellt að bæta á mig fleirum enda nota ég nánast daglega skyrtur. Þessi greip athygli mína frá fyrstu sýn en eftir nánari umhugsun tók ég hana í svart hvítu ég held ég noti hana meira. En mig langar eiginlega líka í þennan lit þegar ég horfi á þessa fínu mynd… – hún kostar bara 4990kr.

veromodaopnar10

Einar flottustu leðurlíkisbuxur sem ég hef séð. Ég væri alveg til í að splæsa í einar svona ef ég væri bara ekki að bíða eftir leðurbuxunum mínum sem eru væntanlegar í VILA í haust. Ég er virkilega skotin í þessum enda eru þetta svona buxur sem virka við allt saman og er gott að eiga. Þessar fínu buxur eru heilar að framan en þær eru renndar að aftan – þær kosta 6990kr.

veromodaopnar6

Halló halló! Ég fékk mér svona svartan suttermabol fyrir mörgum vikum í Vero Moda ég sá svo mikið eftir að hafa ekki keypt mér hvítan líka og svo kom hann aftur fyrir opnunina. Ég greip mér einn og keypti enda einn flottasti stuttermabolur sem ég hef átt. Fallegur í sniðinu og hann er rosalega fínn þegar maður er kominn í hann. Þessi kostar 3990 kr og hann er allra krónu virði. Ég elska að eiga þegar stuttermabolir sem ég vil eiga og finnst flottir halda sér eins eftir þvott á eftir þvott – þessi er þannig.

veromodaopnar7

Ég er alveg heilluð af þessum biker aztec print jakka frá Noisy May sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Ég heillaðist af honum um leið og ég sá mynd af honum og hann var jafnvel flottari í eigin persónu – svo flottur að ég lagði í eina speglapósu sem ég geri sjaldan en þegar maður er einn á ferð þá verður maður að redda sér.

veromodaopnar8

Þessi fíni jakki er á 12.900 kr og ég er í stærð medium hún passaði mér fínt ég myndi alla vega ekki taka hann minni.

pinstripe3

Þessi undursamlega skyrta er nú þegar ein af mínum uppáhalds og ég er búin að nota hana nánast uppá dag síðan ég fékk hana. Hún hefur á þessari viku sem ég hef átt hana farið tvisvar sinnum sett hana í þvott, svo leyfi ég henni bara að þorna á herðatréi og ég þarf ekki einu sinni að strauja hana. Þessi er must buy og kostar 6990kr.

10124235_Black_001_ProductLarge (1)Að lokum þá verð ég að koma þessari fallegu kápu að – hún er einfaldlega ekki á mínum innkaupalista því ég á eina nákvæmlega eins úr VILA. Helle Trench Coat rauk út á foropuninni en það verða þó til kápur á morgun. Það sem var sett fram af henni í kvöld seldist upp á 5 mínútum svo ef þið girnist þessa þá komið þið klukkan 09:00 og ekki seinna en þá – kápan er á æðislegu verði sem er 10.900 kr – gjöf en ekki gjald. Ég ofnota mína kápu það er eiginlega möst að eiga eina svona í fataskápnum – kápu sem gengur við allt!

Fyrstu viðskiptavinir morgundagsins fá veglega glaðninga frá Vero Moda, L’Oreal og Man Magasín og svo verður smá makeup kennsla frá L’Oreal fyrir framan verslunina eftir hádegi.

Frábær verð – falleg búð og yndislegt starfsfólki. Mæli eindregið með ferð í Vero Moda Kringluna á morgun!

EH

Bloggara brunch hjá Y.A.S.

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Thorunn

    23. July 2014

    haha þú tókst bara mynd af öllu sem ég keypti mér áðan :D