fbpx

Bloggara brunch hjá Y.A.S.

FashionLífið Mitt

Mér ásamt fleiri íslenskum tískubloggurum og fjölmiðlaskvísum var boðið á kynningu á merkinu Y.A.S. á Nauthól í gær. Fyrir þær sem ekki vita hvað merkið er þá er það eitt af undirmerkjum Vero Moda – svona fína merkið. Flíkurnar í merkinu eru vandaðar og fallegar og því aðeins dýrari en aðrar flíkur í Vero Moda en samt ekki mikið – þetta passar allt mjög vel saman inní búðina.

Kynningin var í tilefni þess að í fyrramálið opnar ný Vero Moda verslun í Kringlunni en þá fer meðal annars sportlínan frá Y.A.S. sem ég hef skrifað um áður. Línan er hrikalega flott eins og við eigum að venjast frá þessu fallega merki en ég á nú þegar nokkrar flíkur frá merkinu og þær eru svo sannarlega í miklu uppáhaldi eins og t.d. fallegi áramótakjóllinn minn frá síðasta ári sem ég hef mikið notað.

Hér sjáið þið svona brot af gærmorgninum mínum – Nauthóll er bara yndislegur staður og ég hef farið á þónokkrar kynningar þar en gríska jógúrtið sem okkur var boðið uppá í gær er án efa það besta sem ég hef fengið þarna!

yasevent5 yasevent4

Girnilegt ekki satt!

yasevent3

Yndislega Þórunn mínn – thorunnivars.is

yasevent2

Fallegar Y.A.S. flíkur – sportlínan er fremst á myndinni.

yasevent

Ég og fallega ólétta vinkona mín Sylvía, sem er ein af þeim sem skrifar á femme.is – frábær síða sem ég var fljót að bæta við í bloggrúntinn minn.

Ég hlakka svo sannarlega til opnunarinnar en það verða frábær opnunartilboð, glaðningar fyrir þá sem versla en þeir fyrstu sem kaupa flíkur í búðinni fá veglega kaupauka t.d. frá L’Oreal og MAN Magasín – það opnar víst klukkan 09:00 svo fyrstur kemur fyrstur fær!

Takk fyrir mig Y.A.S. og Vero Moda.

EH

Bjútí quoutes

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1