Eins og Tax Free dagarnir í Hagkaup eru orðnir ómissandi fyrir íslenskar konur þá er þessi færsla líka orðin ómissandi partur af þessum þræl skemmtilegu dögum! Ég nýti alltaf þessa daga til að kaupa mér vörur sem hafa vakið áhuga hjá mér og til að prófa eitthvað nýtt. Þessa daga ligg ég þó inná spítala – það er allt í góðu með barnið, bara vesen á mömmunni – svo ég veit ekki hvort ég nái að nýta mér þá eitthvað. Svo færsla þessa Tax Free daga inniheldur 10 vörur sem ég á nú þegar og ég mæli 150% með að þið kíkið betur á. Sumar vörurnar ættuð þið að kannast við frá síðunni en aðrar eru væntanlegar von bráðar í sér færslur.
Endilega kíkið, metið hvort þið þurfið (svarið er alltaf já ef þið hikið, verslið og njótið!
1. Naglalökkin úr Brights línunni frá OPI – Nýlega kom í verslanir gullfalleg sumarlína með fullt af æðislegum björtum naglalökkin frá OPI. Ég á nú reyndar eftir að sýna ykkur litina sem ég valdi mér en þar á meðal er þessi æðislegi fjólublái litur sem heitir My Car has Navy-gation. Það er fullt af fallegum litum í lúkkinu og maður getur nú alltaf á sig naglalökkum bætt – mér finnst ég hafa dáldið sannað það uppá síðkastið ;)
2. Météorites Oxygen Care Moisturizer & Radiance Booster frá Guerlain – Ég hef áður líst aðdáun minni á þessu yndislega kremi. Météorites vörurnar eru mínar uppáhalds frá þessu fallega merki. Kremið er fislétt og það er svona smá eins og að bera óbakaðn marengs á húðina eða ský! Ofurlétt krem sem nærir húðina, gefur henni raka og ljóma og fullkomna áferð! Vörurnar frá Guerlain fást eingöngu í Hagkaup Holtagörðum.
3. Foundation Drops frá Gosh – Einn sá yndislegasti farði sem ég hef prófað uppá síðkastið. Ég er nú þegar búin að dásama hann hástert í sérstakri færslu sem þið getið lesið HÉR. Ef ykkur vantar farða, viljið fá léttan farða sem fer ljúfum höndum um húðina og lagar hana, dregur úr bakteríum og nærir – þá ER þessi fyrir ykkur!
4. Skin Perfection 3 in 1 Purifying Micellar Solution frá L’Oreal – Mér finnst yndislegt að nota svona Micellar andlitsvatn á morgnanna til að hreinsa húðina. Það er ekki síður mikilvægt að hreinsa hana á morgnanna því á nóttunni skilar hún óhreinindum sem liggja djúpt inní húðinni uppá yfirborð hennar svo á morgnanna hreinsum við þau í burtu svo húðin geti náð að starfa betur yfir daginn laus við leiðinda óhreinindi. Ég set Micellar vatnið frá L’Oreal bara í breiða bómullarskífu og renni yfir húðina, vatnið kælir húðina og hjálpar henni því að vakna og virkar eins og hreinsir og andlitsvatn og spara hellings tíma!
5. Touche Éclat Blur Primer frá Yves Saint Laurent – Primerar eru algjörlega ómissandi til að fá áferð húðarinnar jafnari, til að halda raka inní húðinni allan daginn og til þess að förðunin endist lengur. Blur tæknin sem YSL er að nýta í nýjustu vörunum sínum er til þess gerð að má út ójöfnur í húðinni með virkilega góðum og aðdáundarverðum árangri. Þessi eins og sá sem ég skrifaði um í dag HÉR – seldust hratt upp en eru nú komnir aftur og þeim ætti enginn að missa af og já ég nota stundum báða í sömu förðuninni!
6. Hydra Beauty Nourishing Lip Care frá Chanel – það er bara eitthvað við að eiga varasalva frá Chanel sem mér finnst óeðlilega gaman – sry ég veit þetta hljómar mjög yfirborðskennt en ég bara get ekki annað. Þessi er alveg dásamlegur, svo næringarríkur og vandaður og umbúðirnar öskra á elegans – Love It!
7. Ombre Hypnose Stylo eyeliner/kremaugnskuggar frá Lancome – Að vinna með kremkenndar vörur í kringum augun er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Notkunargildið er svo gríðarlegt en þá er auðvitað hægt að nota sem eyelinera, sem augnskuggagrunn til að setja tóninn fyrir förðunina og yfir púðuraugnskugga til að gera augnförðunina enn dramatískari. Þessir voru að koma í sölu hér á landi og þarna sjáið þið uppáhalds litina mína úr línunni en annars eru til 6 aðrir litir. Þessir eru bara svona alveg ekta litir sem allir geta notað.
8. Hydra Zen Masque Anti-Stress Moisturizing Overnight Serum-in-Mask frá Lancome – aftur vara sem ég er búin að lofa á blogginu í vikunni og segja ykkur betur frá HÉR. Maskinn er nú þegar búin að hitta í markið hjá íslenskum konum miðað við það sem ég er búin að heyra síðan ég birti færsluna sem mér finnst dásamlegt! Ég er ekkert að grínast þegar ég er að hvetja ykkur endalaust til að dekra við húðina. Þessi fer svo mjúkum höndum um húðina, dregur úr einkennum af völdum stress og álags sem eru tvær helstu orsakirnar fyrir ótímabærri öldrun húðarinnar.
9. Shimmering Sands Eye Palette úr Sandy Nudes línunni frá Bobbi Brown – Þessi palletta er náttúrulega ekki eins og þær gerast margar. Ég er búin að nota hana heilan helling síðan ég fékk hana og ég get ekki lofað hana nóg. Pallettan er svona ekta Bobbi Brown palletta og það er rosalega gaman að vinna með augnskuggana og mjög skemmtilegt. Það sem mér þykir skemmtilegast við þessa er að blanda saman litunum sem eru mjög sanseraðir það kemur miklu betur út en ég átti von á því augnsvæðið fær bara virkilega flotta ljómandi og glansandi áferð sem er samt ekki of mikil því augnskuggarnir bráðna bara svo vel saman svo það er ekki eins og það sé of mikið af púðri í kringum augun eins og vill oft með sanseraða augnskugga. Þessi kom bara í takmörkuðu upplagi og það eru örfáar eftir – náið ykkur í þessa áður en það verður of seint! Vörurnar frá Bobbi Brown fást eingöngu í Hagkaup Smáralind.
10. Diorshow Mascara frá Dior, endurbættur! – Þessi tímalausi maskari er nú kominn aftur endurbættur og sannarlega æðislegur í alla staði. Þessi fær sér færslu á blogginu á morgun en hann ætti að vera á ykkar innkaupalista ef þið hrífist af góðum þykkingarmöskurum! Í vinnslu er einnig maskaragreiðu færsla að beiðni meðlima Beauty Tips sem birtist líklegast á sunnudaginn fyrir þær sem bíða spenntar eftir henni. En maskarinn er nú með enn stærri og girnilegri bursta sem gerir það að verkum að það er miklu auðveldara að hlaða formúlu á augnhárin og skapa þannig þéttingu og meiri þykkt – meira svona faux cils áferð. Burstinn er með svakalega mörgum hárum svo hvert augnhár fær að njóta sín því burstinn grípur þau öll. Einnig er búið að betrum bæta umbúðirnar nú eru þær alveg svartar og með svona loka efst – sem heldur súrefni frá formúlunni. Það er tækni sem maskarar með gúmmíbursta nota mjög mikið en það er ekki algengt að svona þykkingarmaskarar séu með þannig og það er stór kostur því þá þornar formúlan síður sem var eitthvað sem mörgum þótti vanta uppá eldri týpu maskarans. Einnig er hann þannig að maður þarf að snúa honum saman þar til það smellur í lokinu svo þá lokast umbúðirnar enn betur og maskarinn endist miklu lengur!
Ég vona að þessi listi minn gefi ykkur þónokkrar og góðar hugmyndir. Eins og áður vil ég endilega hveta ykkur til að senda á mig fyrirspurnir um vörur eins og þið viljið hvort sem það er hér á síðunni, í gegnum tölvupóst eða jafnvel á snapchat þar sem þið finnið mig undir ernahrundrfj.
Eigið góða helgi!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg