fbpx

Fallegar myndir af enn fallegri vörum

Ég Mæli MeðFallegtFashionLífið MittSnyrtibuddan mínStíllYSL

Mér finnst vandræðalega gaman að skoða myndir á Pinterest og skoða myndir af uppröðunum af snyrtivörum… Sumir skoða myndir af dressum, af fallegum innanhúsmunum og heimilum ég skoða myndir af snyrtivörum og snyrtiborðum – og mér þykir það sko ekki leiðinlegt! Ef ykkur finnst það jafn gaman og mér þá mæli ég með því að þið leitið eftir makeup products photography eða svo vanity table inná Pinterest ;)

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst myndir af vörum verða miklu fallegri með fallegt umhverfi í kringum sig og svona kannski aðeins öðruvísi að sjá þær þannig. Ég er mikið búin að vera að nota marmarabakkann minn sem ég keypti í Snúrunni ekki fyrir svo löngu síðan og notað plöntur á heimilinu til að gefa myndunum smá lit. Eins finnst mér þetta uppátæki mitt prýðis afsökun fyrir að kaupa reglulega lifandi blóm sem mér finnst sko ekki leiðinlegt það get ég sagt ykkur!

Stundum tek ég líka bara uppá því að blanda saman vörum sem eru í svipuðum litatónum til að gera fallegu myndirnar enn fallegri – ég skellti saman þremur af mínum uppáhalds vörum frá Yves Saint Laurent sem eiga það allar sameiginlegt að vera í fallegum umbúðum þar sem logo merkisins fær að njóta sín og myndirnar koma bara ágætlega út þó ég segi sjálf frá.

Sumir taka myndir af fyrirsætum – ég tek myndir af snyrtivörum!

yslgersemar4

Touche Éclat Blur Perfector, Rouge Pur Couture Vernis A Lévres Glossy Stain – Plump Up gloss og Top Secrets All in One BB Cream í litnum Clear – allt frá Yves Saint Laurent.

yslgersemar5yslgersemar

Blur Perfectorinn er hrikalega flott vara sem seldist upp hér á Íslandi fyrst á örfáum dögum og hefur slegið í gegn um heil allan á stuttum tíma. Þetta er svona vara sem er sú fyrsta sinnar tegundar og merkið er að taka Blur á næsta level. Hingað til hafa komið blur krem sem eru mest ætluð til að nota sem grunna undir farða og þannig en þessi er ætlaður líka til að nota yfir farða til að fullkomna áferð húðarinnar. Mér finnst þessi t.d. alveg ómissandi í brúðarfarðanir því hann mattar húðina og eykur endingu förðunarinnar án þess að þurrka hana upp sem of mikið púður getur gert. Húðin verður þá alltaf miklu fallegri. Blur Perfectorinn er loksins kominn aftur í sölu hér á Íslandi og það ætti að vera nóg til fyrir já alla vega sem flestar.

Plump Up glossinn kom í sumarlúkkinu frá merkinu og er eins og nafnið kemur til kynna svona gloss sem gerir varirnar þrýstnari. Liturinn á glossinum er fallegur nude litur, hann er ekki alveg glær en með svona léttum nude blæ svo hann er fallegur einn og sér en líka flottur yfir aðra liti. Stundum þarf maður ekki trópíflösku til að fá þrýstnari varir – stundum er góður gloss bara alveg nóg!

BB kremið er í einhverjum af þeim allra fallegustu umbúðum sem fyrirfinnast – þær eru svo glæsilegar og einfaldar en samt svo sérstaklega elegant og YSL-legar! Við hötum það alls ekki. Kremið er létt í sér, gefur prýðis þekju og áferð húðarinnar verður mjög falleg með þessu. Það kemur í þremur litum og ég sjálf nota þann ljósasta og hann er alveg nógu ljós fyrir mig á veturna og ef ég dökkna eitthvað á sumrin sem ég geri nú svo sem aldrei mikið þannig – halló freknur – þá dekki ég það bara með hjálp dekkri farða. YSL finnst mér túlka stafrófskrem mjög vel svona alla vega fyrir mig en CC kremið frá merkinu er eitt af mínum allra uppáhalds kremum en þegar ég setti frá topp 10 listann minn af CC kremum var það í toppsætinu #1 – ekki amalegt hjá dömu sem prófar þau öll ;)

yslgersemar2

Ég held að þetta nýja fagurfræðigen sem ég er að uppgötva innra með mér tengist eitthvað þessari hreiðurgerð sem flestar konur fara í á þessu tímabili meðgöngunnar. En í staðin fyrir að vera í hreiðursgerð er ég í snyrtivörumyndagerð og þið fáið að njóta árangurins því héðan í frá er ekki aftur snúið og mér finnst miklu skemmtilegra að raða upp vörum í fallegt umhverfi og deila með ykkur þeim myndum því það er bara svo miklu skemmtilegra að skoða fallegar myndir – alla vega eru það þær sem halda mér fastri inná síðum eins og Pinterest!

Njótið dagsins og kíkið á Tax Free í Hagkaup – maður getur alltaf fegrað snyrtibudduna sína með fallegum snyrtivörum eins og þessum klassísku vörum frá YSL.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Að vakna með yndislega húð...

Skrifa Innlegg