fbpx

Þessi verður í draumum mínum í nótt…

Á ÓskalistanumFallegtLífið MittTrendVero Moda

Hér sit ég föst við tölvuna með lista af verkefnum sem ég þarf að klára fyrir morgundaginn svo ég tali nú ekki um að undirbúa mig fyrir upptöku á nýjum sýnikennsluvideoum fyrir nýjungar frá Real Techniques – jebba Bold Metals kemur í sumar ;)

En verkefnin fengu að sitja hakanum þegar ég fór að láta mig dreyma um mig, kasólétta í flottum léttum sumarkjól og í hvítum leðurjakka – mögulega eitt það steiktasta sem ég hef lengi gert en ég á mjög auðvelt með að láta mig dreyma um nýjar flíkur í fataskápinn þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað…

Svo ég tók mér pásu frá vinnu til að sýna ykkur hann – jakkann sem verður í draumum mínum í nótt og fer ekki þaðan fyr en ég hef mátað hann.
10646838_10153108312807438_1641160552678723727_n

Þessi er væntanlegur í Vero Moda fyrir helgi en ég á fullkominn svartan leðurjakka eins og þið kannski munið eftir en ég á ekki hvítan. Svo í staðin fyrir að klára vinnuna þá fór ég á pinterest og skoðaði streetstyle myndir af dömum í hvítum leðurjökkum – bara svo það sé á hreinu þá upplifi ég mig sem mikið fórnarlamb minnar eigin yfihafnafíknar þessa stundina, þið viljið ekki vita hvað þær eru margar. En ég á engan hvítan leðurjakka! :D

Screen Shot 2015-02-25 at 9.24.07 PM

Hvað finnst ykkur um hvítan leðurjakka fyrir vorið/sumarið já eða nei?

EH

Óskalisti fyrir krílið

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Ragga

  26. February 2015

  Rosa flottir – sé þá ekki á siðunni hjá þeim. Er leður í þeim ? Veistu nokkuð hvert verðið verður ?

  • Reykjavík Fashion Journal

   26. February 2015

   Hann er inná Facebook :) Verður á 12900 en hef ekki séð þá eða séð heitið á efninu því miður – skal update-a ef ég kemst að sjá þá á undan þér ;)

 2. Björk

  1. March 2015

  Hæ Erna,

  Veist þú eitthvað hvort að leðurjakki svipaður og þeim þúk fékkst í Köben(sem að var til í VeroModa/Vila) í fyrra komi aftur?

  • Hæ Björk! Ekki svo ég viti því miður en ég skal reyna að muna eftir þessari fyrirspurn og reyna að láta vita hér á blogginu ef einhver kemur :)