fbpx

Óskalisti fyrir krílið

Fyrir HeimiliðLífið MittMeðgangaTinni & Tumi

Það kemur eflaust mörgum á óvart að heyra að við Aðalsteinn ætlum ekki að fá að vita hvert kynið er á krílinu í maganum. Við vissum það með Tinna eins og þið kannski munið eftir en þá fékk ég að ráða – nú fær Aðalsteinn að ráða og úr varð að fá ekki að vita. Ég er sjálf ótrúlega ánægð með þessa ákvörðun og er því bara enn spenntari fyrir fæðingunni. Fyrir mér skiptir það engu máli hvort barnið sé stelpa eða strákur ég vil bara fá að gera mitt allra besta til að eignast barn sem verður hamingjusamt og finni fyrir réttlæti sama hvort kynið það er. Langflestir í kringum mig eru þó ekki alveg að skilja þessa ákvörðun og skilja ekkert hvernig við ætlum að fara að þessu

Svo fyrir áhugasama sem vantar hugmyndir til að gefa mér já eða bara öðrum pörum sem eiga von á barni þá getið þið séð það sem er á mínum óskalista HÉR.

Ég tók samt svona saman það helsta til að deila með ykkur, mér þykir þetta voðalega gaman og bara ekkert minna með annað barn heldur en fyrsta. Þó ég sé reyndar aðeins að halda aftur af mér því við eigum nú langflest, það eina sem okkur vantar helst er nýr vagn já og stærri bíll!

f63976c4eca2f0acc32e64ed1255d950

Babynest

Hér er vara sem mig dreymdi um að eiga fyrir Tinna Snæ en hann var orðinn aðeins of stór þegar ég kynntist vörunni. Þetta er því eina varan sem ég sagði við Aðalstein að ég yrði að fá að kaupa fyrir krílið. Hann hefur nú samþykkt það og ég býð spennt eftir að koma litla krílinu fyrir í þessi kósý hreiðri. Þetta verður í töskunni sem kemur með uppá deild það er engin spurning en það er notað mikið á spítölum t.d. í Svíþjóð. Liturinn sem ég vil helst er grár finnst það praktískara og þá er auðvelt að geta lánað og þvo held það verði aðeins betra með grátt en hvítt þó ég viti ekkert um það :) En það má enginn kaupa þetta fyrir okkur því ég er búin að tryggja mér það og er á biðlista fyrir næstu pöntun ;)

Elodie Details

Merki sem ég kynntist þegar Tinni Snær var nýfæddur og við fengum t.d. fallega sængurgjöf með vörum frá merkinu. Þetta er tiltölulega nýtt merki hjá Petit og ég var svo ánægð að sjá að það væri nú fáanlegt þar þar sem vörurnar eru dásamlegar, gæðamiklar og endingagóðar. Það er ýmislegt til og það sem heillar mig mest eru handklæðin með eyrunum – það er bara allt sætara með eyrum. Svo finnst mér marmarasnuðið og teppið hrikalega sætt og krúttlegt að sjá þetta trend færast yfir til barnanna.

Farg & Form

Ég hef alltaf verið heilluð af þessu fallega skandinavíska merki og þessi ský ég heillast af einfaldleika þeirra og hvað þau gefa flíkum fallegan stíl. Mér finnst allt frá merkinu fallegt og því þónokkrir hlutir sem lenda á mínum óskalista. Tinni Snær á skýjasett frá merkinu og ég elska þessi föt – þau vaxa með barninu og halda sér svo vel eftir þvott. Ég heillaðist af þessum skýjum og fékk límmiða í stíl við fötin til að setja upp í herberginu hans og nú langar mig í nokkra svona fylgihluti fyrir krílið í maganum… Ég er rosalega hrifin af bæði gráa og rauða litnum – ég klæði Tinna mikið í rautt mér finnst sá litur fara honum mjög vel svo ef litla krílið í maganum verður eitthvað líkt honum þá verður það svaka flott í rauðu.

6a671f5ae1f47e2dc413b210ce27fbb1

Skýjapúði

Svo eins og með Farg og Form og fallegu skýjin þá finnast mér dásamlegir fallegu skýja púðarnir, falleg skrautvara í rúm og eflaust bara kósý að kúra með þegar barnið er orðið örlítið stærra.

Svo hvet ég ykkur sem viljið og þykir hugmyndin sniðug og eigið von  á barni eða eruð að fara að halda nafnaveislu eða skírnarveislu að útbúa óskalista. Ég man það að það var alltaf verið að spurja mig hvað okkur langaði í og hvað Tinna Snæ vantaði og ég var alltaf hugmyndasnauð en þessi listi getur mögulega hjálpað. Þið farið bara inná petit.is stofnið aðgang og svo þegar þið eruð að fara yfir vörurnar þá smellið þið á hjartað og þá fer varan sjálfkrafa á óskalistann ykkar. Inná óskalistanum getið þið svo nálgast link á ykkar lista sem þið getið t.d. deilt inná facebook í hóp þeirra sem þið vitið að vantar hugmyndir fyrir ykkur.

Sniðug lausn sem er mikið notuð fyrir brúðkaup og hví ekki að nota hana við fleiri tilefni!

EH

Túrkislituð vorförðun

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Kristín Bragadóttir

    25. February 2015

    Babynest er svo mikil snilld! saumaði svona þegar ég var ólétt og dóttir mín sefur enn í því að verða 4 mánaða :D