Á næstunni mætir sjúk lína í verslanir MAC Kringunni sem nefninst Punk Couture. Í línunni eru alveg sjúklega flottar vörur sem ég hlakka til að sýna ykkir betur eftir helgi. Ein af þessum vörum er kolsvartur varalitur sem ég er sjúk í!
Stundum kemur eitthvað svona yfir mann – maður verður bara hreinlega að eignast einhverja vöru sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig maður á að nota en hún er bara ómissandi eign! Svo núna er ég að detta í smá leit af innblæstri um hvernig ég gæti notað þennan lit. Það er náttúrulega svaka statement að vera með svartar varir og það eru alls ekki allir sem púlla það. Þetta er litur sem ég myndi segja að fara ykkur sem eruð með sterka contrasta í andlitinu sjúklega vel t.d. dökkt hár og ljós húð eða þið sem eruð mjög ljósar yfirlitum og þurfið eitthvað til að taka völdin í förðuninni ykkar og hrópa á athygli.
Það er líka must fyrir alla förðunarfræðinga að eiga einn svartan lit í settinu sínu. Það er bilað fashion að vera með svartar varir á tískusýningu eða í myndatöku svo er hægt að nota litinn í ýmislegt annað eins og að gera vamp varir eða dekkja varaliti.
Pönk þemað er rosalega áberandi núna það var það sérstaklega mikið á síðustu tískuvikum og þemað á síðasta Met Gala var pönk. Þetta er klárlega trend sem er að sækja í sig veðrið í förðunartrendum komandi árstíða og mér finnst það bara gaman!
Sumar farðanirnar hér fyrir neðan eru kannski ekki með alveg svörtum lit en þið getið náð öllum þessum dökkum litum með því að blanda í aðra liti með svarta litnum ;)
Hér sjáið þið varalitina sem eru í Punk Couture línunni ég er nú þegar komin með þennan dökkrauða ég hlakka til að prófa hann og sýna ykkur útkomuna…..
Ég ætla að ná einum svona svörtum í MAC í næstu viku – hvernig líst ykkur á??
EH
Skrifa Innlegg