fbpx

Réttu fötin fyrir útistúss

Ég Mæli MeðHreyfingLífið Mitt

Ég er alveg á því að ef ég eignast falleg föt til að hreyfa mig í þá verð ég duglegri við það – ég er bara svona einföld. Eins og kom fram HÉR þá hef ég ekki hundsvit á hvaða eða hvernig fatnaður hentar mér best og í síðustu viku fór ég í heimsókn til NIKE til að fá að fræðast aðeins um fantaðinn sem er í boði hjá þeim. Ég eyddi dágóðum tíma í versluninni og fór svo heim og skoðaði vel myndirnar sem ég tók þar og glósaði niður hjá mér nokkrar punkta sem mér fannst sniðugir. Mig langaði að deila þessu með ykkur og kannski gera smá leiðarvísi fyrir þær sem eru í svipuðum sporum og ég – hér fyrir neðan eru flíkur sem henta vel til hreyfingar utandyra – eins og t.d. í útihlaupi eða göngum.

Fyrir meðgönguna var ég ekki í neinu formi og ég stundaði litla sem enga hreyfingu á meðan henni stóð ég reyndi þó eftir fremsta megni að borða hollt en ég fékk reyndar alveg hrikalegt craving í brauðstangirnar á Dominos og rautt kók með miklum klökum… Í átakinu mínu er ég því alls ekki að leggja áherslu á að grenna mig heldur bara að koma mér í gott form – ég ætla að lifa vel og lengi og ég held að það að stunda hreyfingu sé bara stór partur af því að ná því markmiði!

Ég lærði það af frábæru skvísunum sem aðstoðuðu mig við val á fötunum að buxur sem eru ætlaðar til þess að vera í úti væru oft með rennilás bæði á skálmum og/eða aftan á rassinum – þá hólf f. t.d. iPod. Svo eru þær líka stundum úr þynnri efnum – sést stundum í gegnum þær sem er kannski eitthvað sem við konurnar viljum alls ekki að gerist þegar við erum í leikfimi innandyra. Ég var aðallega að máta buxur sem eru alveg þröngar niður – held það henti mér bara

Ég er ekki mikið fyrir það að fara útað hlaupa en mig langar svo mikið að vera sú týpa. Eftir heimsóknina er ég alveg á því að ef ég fæ góða skó, flott föt og rosalega hressan playlista að þá geti ég það alveg! Hér sjáið þið nokkrar af þeim flíkum sem ég prófaði –
Elska litinn á þessum síðerma bol – líka svo mjúkur og góður. Undir honum var ég svo bara í íþróttatoppi. Fæst HÉR.Ég er fáránlega skotin í þessum buxum – þær eru ekki bara flottar heldur líka ótrúlega þæginlegar – fást HÉR. Ég er í stærð S í þeim og þær féllu alveg uppvið líkamann minn og ég átti auðvelt með að hreyfa mig í þeim. Þær sátu alveg fastar í mittið og ég þurfti ekkert að pæla í teygjunni. Ég er eiginlega bara ótrúlega hrifin af þessu dressi – er þetta ekki alveg að lúkka?Ég fékk bara þægindagæsahúð við að fara í þessa peysu – hún er svo mjúk!! Efnið í peysunni er fáránlega mjúkt og hlýtt, get ímyndað mér að það sé gott að vera í henni úti – eina svona takk – fæst HÉR! Buxurnar voru líka æðislegar – þær voru sjúklega þröngar en ég get ímyndað mér að það sé þæginlegt að hreyfa sig í þeim því það er ekkert sem þvælist fyrir manni – enginn hristingur í lærunum. Ég er í kvartbuxunum á myndinni en mér sýnist á heimasíðunni að þær séu ekki til lengur – en þær eru til síðar HÉR. Þessar voru alveg ótrúlega þunnar en fáránlega þæginlegar og mér leið eins og ég væri megaflott í þeim.
Aftur er ég í sömu buxum og hér fyrir ofan – en mig langaði bara að sýna ykkur fullt af myndum af þessum fallega bol! Ég væri nú reyndar vís til þess að nota þennan bara dags daglega við ljósbláar gallabuxur í sumar. Bolurinn fæst HÉR og hann er fáanlegur í fleiri litum – dýrka hann! Hann er líka fáanlegur síðerma í fjólubláu HÉR.Æðislegur jakki! – Hvað finnst ykkur um þetta æði mitt fyrir appelsínugulum ;)Já það fékk einn bleikur bolur að læðast með öllum appelsínugulu – þessi var rosalega þykkur og góður og mér leið virkilega vel í honum – var bara í íþróttatoppi undir eins og ég er í bara undir öllum bolunum hér fyrir ofan. Mér fannst V hálsmálið gera bolinn svo kvenlegan og fínan – hvað segið þið? Bolurinn fæst HÉR. Buxurnar eru svo HÉR þær eru með rennilási að neðan og frekar þykkri og góðri teygju í mittið sem ég fíla – það er ekkert óþæginlegra en mjó teygja sem skerst inní mann. Svo vil ég reyndar ekki hafa hana alltof þykka – þá líður mér eins og ég sé í óléttubuxum :/Annar fallegur jakki – þessi er töluvert meiri um sig, það fannst mér alla vega. Hann var ótrúlega léttur og fínn samt sem áður og ég kann alltaf að meta það þegar íþróttaföt sem eru ætluð til að nota utandyra eru merkt með endurskinsmerkjum. Svo var svo flott að við ermarnar var mjúkt efni til að koma í veg fyrir að maður myndi meiða sig á efninu í kringum úlnliðinn. Fæst HÉR.

Eins og þið kannski skynjið á mér eftir lesturinn þá einkennist ég af valkvíða þegar kemur að þessum fötum – ég væri því alveg til í að heyra álit ykkar – fannst æðislegt hvað það voru margar sem ráðlögðu mér varðandi íþróttatoppana!

Ég held að fullyrðingin mín um að ég hreyfi mig ef ég eignast flott íþróttaföt muni alveg standast af því þegar ég skrifa þessa færslu og fer í gegnum allar þessar myndir verð ég bara spennt að fara út að hlaupa í fínum fötum! Ég þarf bara að velja hvaða föt það verða fyrst:)

Vona að þessi færsla hjálpi ykkur – næst eru það svo innifötin!

EH

Eyelinertúss

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Helga

  26. May 2013

  Æðislegt allt!! Nú er bara að skella sér út að hlaupa byrja bara smátt og auka svo pínulítið í hverri viku eða mánuði ;)
  Mæli líka með íþróttafötunum úr H&M, þau klikka ekki ;)

 2. Svanhildur

  26. May 2013

  Nike er svo faaaallegt! Klárlega uppáhalds og endist rosalega vel þrátt fyrir mikla notkun og ítrekaða þvotta. Ég var að byrja að hlaupa úti og ákvað að kaupa mér buxur og nýja skó og nokkra boli á útsölunum í febrúar og það ER miklu skemmtilegra að fara út að hlaupa og lítandi þokkalega út á meðan :) Svo hef ég sett mér markmið að þegar ég næ að hlaupa X langt þá fæ ég að kaupa mér e-ð nýtt fínt Nike í hlaupaoutfittið. Hlaupin verða mjög fljótt að vana og svo gott að geta reimað á sig skónna, sett playlistann á og gleymt amstri dagsins í smá stund :)

  Ef þú ert með iPhone (eða bara snjallsíma) og langar að byrja að hlaupa þá mæli ég með að ná í app með hlaupaprógrammi. Það gerir hlaupin markvissari og veitir manni aðhald og þá sér maður hvernig formið batnar hægt og rólega.

 3. Arndís

  26. May 2013

  Allt rooosa fínt en mér finnst skærgula outfittið æðislegt!

 4. Anna

  26. May 2013

  efsta dressið er mega smart mundi skella mér á það!

 5. Ragna

  26. May 2013

  Mér finnst dress tvö flottast, gula peysan og svörtu kvartbuxurnar :) Síðan myndi ég skella mér á appelsínugula bolinn með mynstrinu, ég á einn slíkan sem ég nota í rækinni og finnst hann alveg meiriháttar þæginlegur og flottur :)

 6. María

  27. May 2013

  Outfit nr. 2 með gulu peysunni og nr. 5 með bleika bolnum eru flottust.

 7. Katrín

  27. May 2013

  Mér finnst efstu buxurnar ekkert smá flottar! Sá þær fyrst á bloggskvísunni Andy Torres á Stylescrapbook. Mig langar í :)

 8. Fanney

  27. May 2013

  Ég keypti mér nike langermabol, eins og þessi guli sem þú ert í, síðasta sumar og kvarthlaupabuxur. Það var alveg frábær samsetning og ég hljóp eiginlega á hverjum degi. Það munar svo miklu að vera í réttum fötum. Þó það hafi verið sumar og ágætlegar heitt fannst mér miklu betra að vera í þessum langermabol heldur en stuttermabol (nema það hafi veri steikjandi hiti) því ég hleyp alltaf meðfram sjónum og þar er oftast gjóla. Það var samt í fínu lagi að vera í kvartbuxum af því að manni hitnar svo vel á fótunum.

  • Fanney

   29. May 2013

   síðbuxur eru reyndar miklu praktískari ef þú ætlar bara að eiga einar hlaupabuxur. Mér finnst þessar marglitu geðveikar! Annað sem mér finnst möst eru hlaupasokkar! Ég var með margar blöðrur á fótunum áður en ég keypti mér hlaupasokka. Svo þegar þeir slitnuðu fór ég í gamla nælonsokka undir en það er kannski alveg nóg ef þú færð blöðrur eða vilt koma í veg fyrir blöðrur að vera í nælonsokkum undir venjulegum sokkum.