fbpx

Eyelinertúss

AuguDiorÉg Mæli MeðEyelinerlorealMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineNýtt í snyrtibuddunni minniShiseidoSmashboxSnyrtibuddan mín

Ég er svo húkkt á þessari tegund af eyelinerum – eins og þið sjáið hér fyrir neðan þá á ég ansi mörg stykki og mér finnst þeir allir bráðnauðsynlegir!Frá hægri eru þetta eyelinerar frá – Smashbox, Maybelline, Dior og fyrir framan eru eyelinerar frá L’Oreal og Shiseido.

Af öllum eyelinertegundunum sem ég hef prófað þá líkar mér best við tússpennana einfaldlega vegna þess hvað þeir eru einfaldir í notkun. Liturinn er þéttur og fallegur þeir endast vel og lengi ef það er farið rétt með þá og það er hægt að gera sannkölluð eyeliner listaverk með þeim!Eins og þið sjáið hér þá eru þeir allir ótrúlega ólíkir. Sá nýjasti í safninu er frá Dior og ég notaði hann einmitt núna um helgina þegar ég var að farða fyrir útskriftirnar. Maybelline pennann hef ég notað í mörg ár – þið ættuð að kannast við hann en hann var alltaf í bleikum umbúðum en fyrir sirka ári síðan kom hann í þessum svörtu umbúðum og þá með mjórri og þéttari svampi. Ég kann líka vel að meta pennnann frá Shiseido en neðst á honum er takki sem maður ýtir inn til að bleyta upp í svampinum.

Ef þið eruð að nota svona eyelinera þá eru hér nokkrar ráðleggingar frá mér sem hafa reynst mér vel við notkun þeirra:

  • Af því þetta eru blautir eyelinerar þá er nauðsynlegt að passa uppá að þeir séu vel lokaðir – lokið þeim allaf um leið og þið eruð búnar að nota þá og líka þó svo þið eigið kannski eftir að laga meira með þeim. Ef þið eruð mikið með þá opna þá þorna þeir miklu fyr.
  • Ef ykkur finnst þeir vera að þorna ekki reyna að bleyta uppí þeim – ef þeir eru ekki búnir þá er sniðugt að leyfa þeim að standa á hvolfi í t.d. glasi í góða stund og leyfa litnum að leka niður í svampinn.
  • Til að halda stöðugleika þá er gott að leggja svampinn upp við eyelinerlínuna og draga oddinn svo bara meðfram eyelinerlínunni þá fáið þið þétta og flotta línu. Svo er ótrúlega auðvelt að stjórna þykktinni á línunni með þessari tegund eyeliners og laga hana til með örmjóa oddinum.
  • Ef ég er að gera einfaldan og klassískan eyeliner með spíss þá nota ég undantekningalaust svona eyelinertússa – ég klára fyrst að gera línuna yfir augnlokið og svo legg ég oddinn á svampinum uppvið augað – þar sem ég vil að spíssinn komi og dreg línuna innað augnlokinu – þarf eiginlega að gera sýnikennslu með þessari aðferð minni!!

Ef ykkur vantar nýja blautan eyeliner þá mæli ég með þessari týpu – hún er til hjá nánast öllum snyrtivörumerkjum ;)

EH

Dagdraumar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Axels

    26. May 2013

    Elska svona eyelinerpenna/túss! Ég nota yfirleitt Sensai, hann er mjög góður og endist eiginlega fáránlega lengi ;) Mér finnst líka gott við hann að hann er með hárum en ekki svampi, stundum ef maður lagar línuna með svampi þá strokast út – svona eins og þegar maður skrifar ofan á túss á tússtöflu;)
    Man þegar Shiseido kom, hann er líka rosa góður. Hef ekki prófað Maybelline en hann er næstur á dagskrá!

  2. Kamilla Jónsdóttir

    26. May 2013

    Ég notaði Maybelline tússinn í langan tíma en svo keypti ég mér Master Duo blauta eyelinerinn þegar ég var í Florida um daginn og hann er sá allra allra besti eyeliner sem ég hef prófað. Ég er alls ekki fær í að setja á mig blautan eyeliner, en með master duo klúðraðist ásetningin aldrei :)) Veistu hvort hann kemur einhverntíma til Íslands?