fbpx

Útskriftarfarðanir Dagsins

Bobbi BrownLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMitt MakeupShiseido

Það hefur eflaust verið nóg að gera hjá einhverjum ykkar í dag þar sem það voru svo margir skólar að útskrifa nemendur í dag! Það var nóg að gera hjá mér í förðunum í morgun en ég var bókuð í alls 6 farðanir – það er rosalega langt síðan ég hef tekið að mér svona stakar farðanir í heimahúsum og það var nú alveg gaman að rifja það upp. Ingibjörg útskrifaðist úr MS í dag og við ákváðum að hafa lúkkið náttúrulegt og fallegt. Ég notaði fínu augnskuggapallettuna mína út Lilac Rose línunni og varalit úr Love Me línunni frá Smashbox.Svanhildur Gréta var svo að útskrifast úr Verzló í dag og hún var í svo fallegu rauðbrúnum buxum og svo er hún með eldrautt hár og við ákváðum að hafa augnförðunina í takt við þessa liti. Ég valdi að nota þetta æðislega augnskuggatrio frá Shiseido – nr RD 299 – litirnir eru úr vorlínunni þeirra. Við var hún svo líka með peach litaðan varalit frá Shiseido.Innilega til hamingju með daginn yndislegu stúdínur :DVið fjölskyldan skelltum okkur svo í tvær útskriftarveislur og litla eyrnabólgubarnið var svo glaður að fá að komast aðeins út:) Hann er svo duglegur og yndislegur!

EH

Bakstursgóðgæti frá MAC

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea Röfn

    26. May 2013

    fínar stelpur!! <3