fbpx

Réttu fötin fyrir innistúss

HreyfingLífið Mitt

Jæja… ég held ég sé búin að ákveða hvaða föt fyrir hreyfingu utandyra verði fyrir valinu – sjáið meira HÉR – en nú er komið að innifatnaðinum sem er ekkert síðri! Eftir að þessar færslur fóru að birtast hjá mér þá hafa þó nokkuð margar sent mér línu – hér á síðunni, í töluvpósti og í gegnum facebook síðu RFJ – til að fagna þessu uppátæki mínu og til að gefa mér góðar ráðleggingar, takk kærlega fyrir það! Svo finnst mér líka gaman að heyra að ég er ekki alveg ein í því að vera alveg tóm í kollinum þegar kemur að því að velja íþróttafatnað.

Yndislegast finnst mér þó að fá kveðjurnar frá þeim sem senda mér línu um hvað ég lít vel út og sjá breytingu á mér  – þó svo að maður eigi kannski ekki að taka mikið mark á því sem vigtin segir að þá færði mín mér rosalega góðar fréttir fyrir sirka viku síðan. Fréttirnar sögðu mér það að ég er að gera eitthvað rétt varðandi mataræðið og mömmuleikfimin sem ég var í hafði mikið að segja. Svo heilbrigður lífstíll er greinilega málið og regluleg hreyfing skilar árangri og vitiði mér líður líka bara betur þegar ég er búin að vera dugleg að fara útað ganga með vagninn – en það er ábyggilega sú hreyfing sem ég stunda mest – powerwalk með Tinna Snæ ;)

En svo þarf ég eiginlega að hafa einhvern til að segja mér líka hvað ég á að gera – ég er ekki alveg með það að hafa frumkvæðið í það að mæta í ræktina. Þarf helst einhvern sem hvetur mig áfram og segir mér hvað ég eigi að gera – þess vegna er ég mjög hrifin af því að fara á námskeið – að vera með kort í líkamsrækt gerir lítið fyrir mittismálið mitt en sker vel af innkomunni minni í hverjum mánuði. Ég er einn af þessum þöglu stuðningsaðilum líkamsræktarstöðvanna :D

Það er fáránlega mikið úrval hjá Nike af flottum fatnaði sem hentar vel í hreyfingu innandyra – hvort sem það er í ræktina, á námskeið eða í jóga – sem mig dauðlangar að prófa!

Ég er alveg vitlaus í þennan flotta appelsínugula lit og svona öðruvísi buxur miðað við myndirnar sem voru teknar af mér í þessari heimsókn;) Buxurnar eru úr frekar þéttu mjúku efni og mér finnst munstrið gera mikið fyrir þær og það heillar mig – held ég fari frekar í munstur en svart…. Teygjan að ofan er þykk og góð svo þær skerast ekki inní mittið – sjáið meira HÉR. Bolurinn finnið þið HÉR, hann er sjúklega þæginlegur og mjúkur og ég er í íþróttatopp innan undir. Mér myndi líða virkilega vel í þessum fötum í innileikfimi.Ég mátaði hina ýmsu íþróttatoppa og hlýraboli – hér sjáið þið tvo mjög ólíka. Sá bleiki er með áföstum íþróttatoppi – meira HÉR – en sá græni ekki, heldur er ég í sér íþróttatoppi innanundir – meira um hann HÉR. Mér fannst mjög gaman að heyra hvort ykkur fannst þæginlegra þó ég sé ekki sjálf búin að mynda mér fasta skoðun á því – sjálf hef ég verið að nota hlýrabol sem er með áföstum toppi innanundir og ég kann ágætlega við það svo ég held ég prófi næst að fá mér topp og bol í sitthvoru lagi.

Eins og kom fram HÉR – þá er ég rosalega skotin í þessum marglituðu toppum! Svo fannst mér þessir þunnu hlýrabolir svo flottir yfir – sést smá í toppinn en ekki of mikið í magann. Þeir eru úr ótrúlega léttu og góðu efni sem ég held að andi ótrúlega vel og sé þæginlegt að hreyfa sig í meira HÉR. Buxurnar finnst mér líka æði því þær ná vel uppá magann og ná yfir flest slitin mín svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það sjáist óvart í þau.

Þessi toppur fannst mér ótrúlega fallegur á litinn og detailarnir á bakinu skemma ekki fyrir. Þið finnið meira um hann HÉR.Ohh þessi litasamsetning er svo flott! Afhverju nota ég ekki meira grátt og bleikt saman – þarf að fara að gera eitthvað í þessu;) Þennan finnið þið HÉR – líka í fleiri litum.Svo er komið að jógafatnaðinum – mig hefur alltaf langað að prófa að fara í jóga en hef aldrei þorað því – ég er eiginlega frekar stirð týpa, en ég næ ekki í tærnar á mér þegar ég er með fæturna beina, ég þori alveg að segja það upphátt;) En ef ég finn einhver tíman gott byrjendanámskeið þá vil ég vera í þessum buxum á námskeiðinu – langar eiginlega bara að nota þær dags daglega! Buxurnar finnið þið HÉR – svo finnst mér þessi kreisí toppur lúkka svolítið vel – meira HÉRBuxurnar eru líka fáanlegar svona röndóttar – alveg jafn þæginlegar, bara spurning um hvort þið viljið munstur eða einfalt – ég hallast frekar að hinu dressinum;) Við þessar er ég í sama bleika toppi og þið sjáið hérna aðeins fyrir ofan.

Ég held ég byrji á því að fjárfesta í útifatnaðinum eða þá fatnaði sem hentar bæði inni og úti – held í vonina að góða veðrið fari að koma og ég geti farið að prófa að hlaupa smá. Ég er nú engin hlaupadrottning og áreynsluastminn minn hjálpar ekki til – en ég ætla mér að fara rólega af stað og hlaupa stuttar vegalengdir til að byrja með og lengja þær svo smám saman. Leyfi ykkur að fylgjast með hvaða fatnaður verður fyrir valinu;)

EH

Spurt&Svarað - Elísabet Ormslev

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Elín Lovísa

  5. June 2013

  Mikla megababeið sem þú ert! xxx

 2. ?

  5. June 2013

  Rosa flott föt og Nike alltaf meðidda, en eru þeir að gefa þér föt í staðinn fyrir auglýsingu ?

  • Ég fékk gjafakort í verslunina hjá þeim – í kjölfarið af umfjölluninni af því þau voru svo ánægð með hana. Ekkert fyrirfram:)

 3. Hildur

  9. June 2013

  Hvar er þessi Nike verslun? Væri til í að máta fötin áður en maður kaupir :)