fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni: Dior Addict Fluid Stick

DiorÉg Mæli MeðFallegtLúkkmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Dior Addict Fluid Stick litirnir er ein af þeim sumarnýjungum í snyrtivöruheiminum sem ég var langspenntust fyrir að prófa. Kannski af því ég var löngu búin að frétta af þeim og Dior er merki sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Þetta er ein fallegasta snyrtivara sem ég hef augum litið – umbúðirnar eru fullkomnar og endurspegla vöruna sjálfa sem er eiginlega bæði gloss og varalitur á sama tíma en samt eiginlega hvorugt:)

Áferðin minnir helst á einstaklega þéttan gloss, glossar sem eru samt svona litsterkir eru venjulega þykkir eða alla vega þykkari en Fluid Stick. Áferðin sem varirnar frá minna svo á glossaðan varalit en áferðin er samt alls ekki jafn þykk og af varalitum. Svo Fluid Stick er þykkari en gloss en þynnri en varalitur – þið verðið bara að tékka á þessum litum þá áttið þið ykkur á því sem ég er að tala um :)

diorfluidstick5

Hér sjáið þið sýnishornin sem ég fékk. Ég féll samstundis fyrir þessum fjólubláa það kemur án efa engum á óvart og þessi pastel orange litaði var bara ómótstæðilegur þegar ég var búin að prófa litinn á handabakinu.

Litina bar ég á með svampburstanum sem kemur með þeim og það var mjög auðvelt að móta litinn með honum. Hliðar burstans eru ekki ein önnur stendur aðeins út og hin vísar inn. Ég byrjaði á því að nota þá hlið sem vísaði inn til að móta varirnar og þá sem stendur út notaði ég svo þegar ég var búin að móta varirnar til að hlaða lit á, glans og fullkomna varirnar.

diorfluidstick8

Mér finnst þessi litur alveg fullkominn – bleik fjólublár og mjög áberandi. Fullkominn fyrir mitt litarhaft og ykkur sem eruð svipaðar mér.

diorfluidstick7

Dior Addict Fluid Stick í litnum Intrigue nr. 995

diorfluidstick6 diorfluidstick3

Ég er ótrúlega skotin í þessum orange lit hann smellpassar inní varatrend sumarsins – orange litur, pastel áferð á litnum og glossuð áferð.

dioraddictfluidstick2

Dior Addict Fluid Stick í litnum Frisson nr. 239

dioraddictfluidstick diorfluidstick4

Ég notaði engan lit undir varirnar til að móta umgjörð þeirra fyrst heldur notaði ég þennan glæra varablýant sem er líka frá Dior. Þessi er dáldið skemmtilegur til að móta varirnar undir eða undirbúa þær eins og primer fyrir litinn sem kemur á þær. En þar sem blýanturinn er alveg glær þá hefur hann engin áhrif á litinn sjálfan.

Mögulega hefði ég samt átt að jafna aðeins litinn á vörunum undir fjólubláa litinn þar sem ég er með svo mislitar varir svo svona dökkir litir verða mislitir á mínum vörum. Ef þið tókuð ekki eftir því fyrst á myndunum tékkið þá á því núna. Ef þið kannist við þetta vandamál þá er lausnin að velja varablýant í náttúrulegum lit ljósum brúnbleikum lit helst og laga lit varanna til áður en þið berið á ykkur áberandi varalit.

Endingin á litunum þykir mér ótrúlega góð en liturinn sjálfur festir sig í vörunum en glansinn minnkar þó smám saman en varirnar eru aldrei naktar ef svo má segja. Liturinn helst hvort sem þið eruð með varablýant undir eða ekki þannig er formúlan hugsuð. Ég tók test á þessu á handabakinu og litirnir festust vel en það var ekki erfitt að ná þeim af – náði litunum af með venjulegum andlitshreinsiklúti.

Alls eru til 16 mismunandi litir af Dior Addict Fluid Stick litunum og þessir tveir eru akkurat á sitthvorum endanum á litaskalanum svo það er nóg í boði fyrir alla.

EH

Páskakjóllinn & förðunin

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ragna Dögg

    25. April 2014

    Hæhæ hef verið að fylgjast með þér og langar að spyrja hvaða meik/púður þú notar og hvaða lit? Ég er með sama litarhaft en finnst voðalega erfitt að finna rétta fullkomna sem hentar mér vel.

    Kv Ragna

    • Úff ég nota svo mörg og yfirleitt aldrei það sama dag eftir dag ;) Þær vörur sem eru þó í uppáhaldi eru t.d. cc kremið frá Make Up Store sem kemur í nógu ljósum lit fyrir mig, True Match farðinn frá L’Oreal – gefur matta og þétta áferð og er alltaf skothelt. Svo er ég alltaf skotin í Halo farðanum frá Samshbox þar sem hann gefur svo fallegan og náttúrulegan ljóma en vara sem þú verður að skoða er Miracle Skin Cream frá Garnier sem er að detta í versalnir – fallegra krem hef ég ekki séð gefur dáldinn lit en áferðin er svo náttúruleg og ómótstæðileg :)

      • Ragna Dögg

        26. April 2014

        Takk kærlega fyrir svarið, ég mun skoða þetta :)