fbpx

Nýtt í fataskápnum: Matching!

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumShopStíllTrend

Á stuttum tíma – bara nokkrum dögum hafa bæst í fataskápinn minn tvö matching dress úr sitthvorum verslununum. Að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og fékk mér DRAUMADRESSIÐ – mér reiknaðist til að sem það voru flestir lesenda minna sem sögðu já;) Fyrir ykkur sem voruð ekki alveg vissar með þetta þá hlakka ég mikið til að sýna ykkur hvað ég hef í huga fyrir það!

Nýja matching dressið fann ég þegar ég átti leið um Smáralindina í gær á leið á fund. Ég var þá þegar búin að spotta buxurnar á Facebook síðu VILA og harðákveðin í að máta þær. Ég var líka búin að sjá bolinn og var mjög spennt fyrir að prófa hann við buxurnar en eitthvað smá skeptísk.

Screen Shot 2014-01-10 at 8.59.02 PM

Þegar ég var hins vegar komin í flíkurnar var ég alveg sjúk. Ólíkt hinu dressinu í Selected sem ég sýndi ykkur um daginn þá eru þessar flíkur meira aðsniðnari. Ég tók bæði bolinn og buxurnar í Medium og það smellpassaði. Fötin í VILA eru ótrúlega flott í augnablikinu. Undanfarið hef ég fengið mér þónokkrar flíkur sem ég er svo ánægð með. Verðin í búðinni eru mjög sanngjörn og á stundum bara eiginlega fáránlega lág…

matching2 matching3

Hér sjáið þið flíkurnar framan á og aftan á. Svo veit ég að ég á eftir að nota buxurnar sérstaklega alveg helling. Þær eru mjög mjúkar og þæginlegar. Eini gallinn  er sá kannski að efnið er dáldið þunnt sérstaklega fyrir kuldann núna svo þangað til í sumar ætla ég að nota sokkabuxur innan undir þær.

matching

Svo er það draumadressið frá Selected – Aðalsteini féllust bókstaflega hendur þegar ég kom með það heim. Ég hlakka líka til að sanna fyrir honum að þetta dress sé sjúklega flott. Takk líka fyrir góðar ábendingar um hvernig ég gæti notað flíkurnar í sitthvoru lagi. Ég er alveg viss um að ég muni nota þetta mikið. Buxurnar eru fullkomnar við sandala í sumar og skyrtan er ekta flík fyrir mig við leggings, stuttbuxur og þunnar gallabuxur.

matching4 matching5

Hér sjáið þið flíkurnar framan á og aftan á.

matching6

Ég er fáránlega ánægð með þessar viðbætur í fataskápinn og hlakka til að sýna ykkur almennilegar dressmyndir sem fyrst :)

EH

Sjúkt naglalakk!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Heiða

    12. January 2014

    Vá ekkert smá flott bæði outfittin – gaman að geta notað matching, en finnst líka allir hlutir stakir flottir við annað, ekki alltaf þannig með matching sett ;)

    Ps.. Það er ekki N í þægilegt, afsaka smámunasemi en hef tekið eftir þessu svo oft og mátti til með að leiðrétta :) Fara vel með íslenska tungu! :) Takk fyrir flott blogg!

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. January 2014

      haha vá takk! þetta er bara eitthvað sem ég er búin að venja mig á og mér finnst sjálfri óþolandi – þú ert ekki sú fyrsta sem leiðréttir mig haha – haltu því endilega áfram gott að einhver sé að vakta mann ;)

      Sammála þér með dressin – þetta fer líka bara alls ekki öllum, fer líka eftir sniðum á flíkum. Selected dressið er náttúrulega mjög vítt og er kannski ekki að gera neitt fyrir vöxtinn minn. Minn stíll er bara engan vegin þannig að ég sé að leitast við að ýkja hann ég fýla að vera dáldið vaxtarlaus ef ég má segja það haha ;)

  2. Guðrún Ólafsdóttir

    21. January 2014

    Geturu líst efninu í buxunum úr Vila? Er þetta svona mjúkt efni eða frekar hart? Er að spá hvort það sé hægt að nota þetta sem svona kósí skólabuxur eða hvort þær séu ekki nógu þægilegar í svoleiðis :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. January 2014

      Þetta er þunnt og mjúkt bómullarefni – ég myndi alveg mæla með þeim sem kósí skólabuxur. Þetta er ekki svona jersey efni eins og er í mörgum buxum í þessu sniði sem gerir þær bara aðeins fínni að mínu mati :)