OUTFIT INSPIRATION HOLIDAY EDITION I

OUTFIT INSPIRATION

 Thought it might be nice idea to dedicate next couple of outfit inspiration for the upcoming holiday season. I doubt that I’m the only one who struggles to find the perfect outfit for all the occasion

For me comfort is key. I’m not feeling comfortable I might as well be at home, otherwise you are always fixing your outfit and worrying about everything is not in the right place.. You feel me??

x hilrag.

PS. If you like the idea of holiday edition pls click on the ♡ below

Matching frá YSL

Ég Mæli MeðLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniStíllVarirYSL

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fékk fallegt tvíeyki að gjöf um daginn frá Yves Saint Laurent. Gjöfin innihéld glæsilegan varalit og naglalakk í stíl. Svo að sjálfsögðu skellti ég gripunum á mig, steig út á stétt, skellti höndunum uppí andlit og tók fallegar myndir af þessum glæsilega fallega lit. Ég held að vinnumönnunum sem eru að fegra húsið hinum megin við götuna sé hætt að lítast á blikuna með þessa sjálfsmyndaóðu konu… mig!

En það er bara gaman af því ;)

matchingysl2

Varaliturinn er Rouge Pur Couture litur sem er glæsileg varalitalína sem hefur verið til síðan 1978 en þessi litur er partur af Kiss & Love lúkki frá merkinu sem samastendur m.a. af fjórum æðislega fallegum og áberandi varalitur. Varaliturinn bráðnar fallega saman við varirnar og gefur þeim þéttan og fallegan lit sem þekur varirnar alveg. Liturinn er áferðafallegur með léttum glansi og kremaðri áferð.

matchingysl5

Rouge Pur Couture Kiss & Love Edition í litnum Fuchsia nr. 19 og La Laque Couture The Mats nr. 219 Le Fuchsia Mat.

Hér sjáið þið betur þessa glæsilegu liti sem smellpassa saman! Í þessu Kiss & Love lúkki koma fjórir fallegir varalitir, þessi bleiki, nude litaður, rauður og orange litaður og það koma fjögur naglalökk sem smellpassa við hvern lit og eru öll svona fallega mött.

Mér finnst þessir Kiss & Love varalitir alveg extra flottir því það er búið að skera út þessar flottu varir í formúluna. Liturinn er til „venjulegur“ ef svo má segja eða ekki með útskurðinum – en hann gerir þá bara extra fallega og veglega!

matchingysl4

Naglalakkið er með fallegri ljómandi mattri áferð. Það er frekar þunnt svo það þarf alveg tvær umferðir af því en þá verða neglurnar mjög fallegar. Kosturinn við að vera með þunnt naglalakk er að þau þorna svo svakalega hratt svo maður er enga stund að lakka neglurnar. Ég hef alltaf kunnað vel við pensilinn í YSL lökkunum, það er mjög auðvelt að bera lakkið á neglurnar með einni stroku og svo bara annarri þegar fyrri umferðin er þornuð.

matchingysl

Þetta eru hábjartir og fallegir litir sem lýsa upp skammdegið án efa! Ég held að þetta tvíeyki væri algjörlega fullkomið við t.d. dökkrúnt smokey. Þó þið séuð með ljósa húð eins og ég er ekkert sem segir að þið þolið ekki svona bjarta og áberandi liti – mér sjálfri finnst t.d. yfirleitt fara mér betur að vera með bjarta liti en litlausa, það færir andlitinu mínu gleði og fallega áferð.

Erna Hrund

Annað dress

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumVero Moda

Hér á bæ höfum við reynt að halda bóndadaginn hátíðlegan þrátt fyrir endalaus veikindi mín og Aðalsteins. Ég náði nú aðeins að rífa mig fram úr og út í dag en fjörið entist þó ekki lengi og ég er komin aftur uppí rúm – #heilsulaustlíf2015 :( En á þessum örfáu klukkutímum þar sem ég náði aðeins að hressa mig við gat ég fagnað með því að dressa mig loks uppí nýja samstæða dressið sem við fengum inní Vero Moda í síðustu viku – þið þekkið mig ég fell fyrir öllu matching svo ég keypti það um leið og það kom uppúr kassanum!

vmmatching2

Það er eiginlega alltof langt síðan síðasta hversdagsdress fékk að líta ljós á blogginu. Dressin í fataskápnum einkennast flest af því að vera þægileg og þetta nýja dress er það sérstaklega – flottar flíkur sem passa saman og með öðrum.

vmmatching

Bolur: Vero Moda – þessi er með tveimur röndum að neðan og svo á sitthvori erminni, hann er í svona A sniði svo hann er frekar sniðlaus og fínn.

Buxurnar: Vero Moda, þær eru með teygju í mittið og því sérstaklega þægilegar, ég elska buxur með teygju í mittið því þá get ég alltaf leyft mér að borða aðeins meira því teygjan gefur svo vel eftir – svona lærir maður af of miklu Friends glápi ;)

Kápa: Vero Moda, þessi fína kápa heitir Fame og var að koma til okkar fyrir helgi og er að fara hratt hratt hratt! Hún kom svört og svona ljósbrún og ég valdi mér þennan lit því ég er bara komin í smá vorfíling og mér finnst gaman að eiga ljósu litina fyrir sumarið – ég á reyndar aðra svona aðeins dekkri svo á ég eina síða bleika og aðra stutta bleika svo ég ætti að vera vel búin fyrir sumarið. Við eigum von á fleiri svona trenchum á næstunni inní Vero Moda en það er svo sem alltaf von á einhverju flottu í þessa búð sem ég er voðalega stolt að fá að vinna fyrir;)

Skór: Bianco, þessi boots hafa bjargað mér í vetur, ég er í þeim daglega! Þau eru úr Camilla Pihl línunni og ég bara get ekki skilið við þau – þau passa líka við allt svo ekki kvarta ég.

vmmatching3

Hér sjáið þið svo bóndadagsgjöfina sem sló í gegn á mínu heimili og húsbóndinn þú þegar búinn að ákveða pláss fyrir gripinn. Ég pantaði þessar æðislegu myndir og ramma í gegnum Prentagram og sótti svo til innrammarans – virkilega fallegur gripur og gaman að eiga nokkur ómetanleg augnablik í ramma :)

Hér sjáið þið myndir af okkur fjölskyldunni á áramótunum, feðgum í brunch, mæðginum í göngutúr, kærustupari á leið á JT tónleika, fjölskyldu sem þurfti að kveðja yndislegu kisuna sína hana Míu mikið var þetta erfitt augnablik en svo margar yndislegar minningar sem standa eftir, fjölskylda sem sullar í vatni, lítill moli að kasta steinum, kærustupar í fallegri eyju og feðgar hlæja dátt. Mæli algjörlega með þessum römmum hjá Prentagram, var lengi búið að langa í svona og er svo ánægð að ég sló til og ákvað að splæsa í – þetta er falleg gjöf fyrir hvaða fjölskyldumeðlim sem er!

Nú vona ég að þessi flensupest fari að yfirgefa líkamann minn svo ég geti fengið fullan kraft aftur – því nú er bara að spýta í lófana og klára eitt stk risastórt tímarit.

Eigið yndislega helgi mín kæru***

EH

Nýtt í fataskápnum: Matching!

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumShopStíllTrend

Á stuttum tíma – bara nokkrum dögum hafa bæst í fataskápinn minn tvö matching dress úr sitthvorum verslununum. Að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og fékk mér DRAUMADRESSIÐ – mér reiknaðist til að sem það voru flestir lesenda minna sem sögðu já;) Fyrir ykkur sem voruð ekki alveg vissar með þetta þá hlakka ég mikið til að sýna ykkur hvað ég hef í huga fyrir það!

Nýja matching dressið fann ég þegar ég átti leið um Smáralindina í gær á leið á fund. Ég var þá þegar búin að spotta buxurnar á Facebook síðu VILA og harðákveðin í að máta þær. Ég var líka búin að sjá bolinn og var mjög spennt fyrir að prófa hann við buxurnar en eitthvað smá skeptísk.

Screen Shot 2014-01-10 at 8.59.02 PM

Þegar ég var hins vegar komin í flíkurnar var ég alveg sjúk. Ólíkt hinu dressinu í Selected sem ég sýndi ykkur um daginn þá eru þessar flíkur meira aðsniðnari. Ég tók bæði bolinn og buxurnar í Medium og það smellpassaði. Fötin í VILA eru ótrúlega flott í augnablikinu. Undanfarið hef ég fengið mér þónokkrar flíkur sem ég er svo ánægð með. Verðin í búðinni eru mjög sanngjörn og á stundum bara eiginlega fáránlega lág…

matching2 matching3

Hér sjáið þið flíkurnar framan á og aftan á. Svo veit ég að ég á eftir að nota buxurnar sérstaklega alveg helling. Þær eru mjög mjúkar og þæginlegar. Eini gallinn  er sá kannski að efnið er dáldið þunnt sérstaklega fyrir kuldann núna svo þangað til í sumar ætla ég að nota sokkabuxur innan undir þær.

matching

Svo er það draumadressið frá Selected – Aðalsteini féllust bókstaflega hendur þegar ég kom með það heim. Ég hlakka líka til að sanna fyrir honum að þetta dress sé sjúklega flott. Takk líka fyrir góðar ábendingar um hvernig ég gæti notað flíkurnar í sitthvoru lagi. Ég er alveg viss um að ég muni nota þetta mikið. Buxurnar eru fullkomnar við sandala í sumar og skyrtan er ekta flík fyrir mig við leggings, stuttbuxur og þunnar gallabuxur.

matching4 matching5

Hér sjáið þið flíkurnar framan á og aftan á.

matching6

Ég er fáránlega ánægð með þessar viðbætur í fataskápinn og hlakka til að sýna ykkur almennilegar dressmyndir sem fyrst :)

EH

Innblástur: Matching

FashionInnblásturmakeupneglurTrendVarir

dark-wine-lips tumblr_mm5et4hFLD1rl43djo1_500 FashionSets-NA-Beauty-300 tumblr_ml1r39grHn1qiis88o1_500 tumblr_mlputhDsh51qiis88o1_500 tumblr_mquzxvHKoF1qiis88o1_500 tumblr_ms928o1GTD1qiis88o1_500 tumblr_mtlg7qZZVb1qiis88o1_500Ég er ótrúlega skotin í því trendi sem er mjög heitt í tískuheiminum núna að vera með neglur í stíl við varirnar. Ég sótti einmitt innblástur fyrir eina af förðununum í myndaþættinum fyrir Reykjavík Makeup Journal í það trend.

Ósjálfrátt er ég núna farin að hugsa þegar ég fæ mér nýjan varalit hvort ég eigi ekki örugglega naglalakk í stíl. Mörg merki eru líka farin að framleiða vörur fyrir neglur og varir í sömu litum. Fyrr á árinu sendi MAC frá sér línu sem innihélt nokkrar lykilförðunarvörur í sömu litum og fyrir haustið gerði Guerlain það sama með gloss og naglalökk.

Hvað segið þið um þetta – er ég farin að pæla of mikið í hlutunum eða eruð þið sammála?

EH