fbpx

Draumadressið*

Á ÓskalistanumAnnað DressFashionLífið MittShop

Ég skellti mér í smá ferð um Smáralindina í gær ásamt einkasyninum sem skemmti sér konunglega á meðan móðir hans mátaði föt. Ferð mín lá að sjálfsögðu í aðra af tveimur uppáhalds verslununum þessa stundina Selected. Þar mátaði ég sannkallað draumadress sem ég þarf mjög nauðsynlega á að halda þegar ég fer erlendis í lok mánaðarins.

Þetta er skyrta og buxur úr léttu efni með skemmtilegu og líflegu munstri sem er í einum lit framan á og öðrum aftan á.

Ég er alveg sjúk í þetta dress….

selecteddress4 selecteddress5 selecteddress selecteddress6 selecteddress2

Flíkurnar fönguðu athygli mína um leið og ég labbaði inn í verslunina og ég labbaði framhjá öllum útsöluvörunum greip skyrtu og buxur í minni stærð, fékk lánaða háa hæla og upplifði mig svo sem sjúklega mikla skvísu!

Hvað segið þið um þetta dress – eruð þið sammála mér með að þetta sé flott eða manninum mínum sem var ekki hrifinn, ekki það að ég hafi átt von á því ;)

Þetta er efst á óskalistanum og þetta verður mitt. Ég hef eina reglu þegar kemur að fatakaupum, ég máta og spekulera ef mér líst vel á flíkurnar fæ ég að taka þær frá þar til daginn eftir. Ef ég get ekki hætt að hugsa um flíkurnar fer ég og kaupi þær. Mér finnst þetta mjög góða regla og hún hefur sparað mér mikið af óþarfa fatakaupum.

Ég get ekki hætt að hugsa um þetta dress svo það verður að verða mitt.

EH

Áramótin okkar

Skrifa Innlegg

37 Skilaboð

 1. Helga

  3. January 2014

  Ahhh þarna verð ég að vera sammála manninum þínum ;)

 2. Ragga

  3. January 2014

  Þetta er amk mjög skrautlegt ;)

  Myndi held ég frekar nota þetta í sitthvoru lagi, t.d. skyrtuna með bara svörtum gallabuxum/sokkabuxum og hælum og svo buxurnar með svörtum þröngum bol og mögulega plein svörtum jakka og hælum…

  En það er bara mín skoðun ;)

  • Reykjavík Fashion Journal

   3. January 2014

   haha já það er það – ég er samt sannfærð um að ég púlli þetta mega vel í hælum og með flottan varalit ;) Takk kærlega fyrir að deila samt hreinskilinni skoðun – ánægð með það ;)

 3. Sólveig María

  3. January 2014

  Þetta er sjúklega flott :)

 4. Sigurrós

  3. January 2014

  Sorry, en í þetta sinn er ég sammála manninum þínum :)

 5. Hildur

  3. January 2014

  Ég er á báðum áttum, því þetta er fallegt munstur og litir, en flíkurnar sjálfar eru voða shapeless eitthvað og gera ekki mikið fyrir vöxtinn. Alveg sammála kommenti hérna að ofan um að best væri að nota þetta í sitthvoru lagi. Saman lítur þetta frekar mikið út eins og náttföt ;)

 6. Magga

  3. January 2014

  minnir mig allra helst á náttföt og þetta snið gerir ekkert fyrir vöxtinn. Verð að vera sammála kommentunum fyrir ofan og manninum þínum, það er til margt fallegra en þetta í búðunum :)

 7. Anna

  3. January 2014

  Sjúklega flott!

 8. Guðrún Vilborg

  3. January 2014

  Maðurinn þinn fær mitt atkvæði :) EN skyrtan gæti verið flott með plain buxum, finnst þetta of mikið saman ;)

 9. Margrét

  3. January 2014

  úff nei….

 10. Eva Lind

  3. January 2014

  Verð að stiðja manninn þinn i þessu…

 11. Kristín María

  3. January 2014

  Þetta er dress fyrir þær sem þora! Mér finnst það mjög flott á þér og ég er hrifin af því að það sé vítt því það er næstum eina leiðin til þess að vera í svona miklum litum og eins mynstri frá toppi til táar, að mínu mati. Ef þetta væri þrengra þá yrði það cheap, held ég. Það eina sem myndi stoppa mig í að kaupa það væri hugsanlega efnið, en ég er næstum alveg hætt að kaupa gerviefnaflíkur. Eða er þetta kannski silkiblanda?
  Færð mitt atkvæði.

 12. Fanney

  3. January 2014

  Mér finnst þetta mjög flott! Mér finnst svo gaman þegar fólk þorir og ef maður er sjálfsöruggur í svona áberandi fötum þá púllar maður það algjörlega.

 13. Hanna

  3. January 2014

  Sammála manninum þínum. Selected er falleg búð en þetta er alls ekki fallegt dress.

 14. Þóra Magnea

  3. January 2014

  Mamma þín myndi aldrei kaupa þetta en hún er nú samt ánægð að eiga dóttur sem þorir! Þú “púllar” ýmislegt sem öðrum þykir fáránlegt.

 15. Arna

  3. January 2014

  Mjög smart, flottir litir og verður æðislegt í sumar – ég segi go for it!

 16. Hanna

  3. January 2014

  Þetta er sjúkt dress!

 17. Katrín

  3. January 2014

  Mér finnst þetta flott, fallegir litir og mynstur! Lítur líka út fyrir að vera þægilegt.
  Annars finnst mér bara að fólk eigi ekkert að vera að skipta sér af því hverju aðrir klæðast… þá myndu kannski fleiri íslenskar konur þora að klæðast öðru en öllu svörtu!

  • Rut R.

   4. January 2014

   Mikið er ég sammála þér :D

 18. Jovana Schally

  3. January 2014

  Mér finnst þetta æðislegt, minnir mig svolitið á korn kron dressin, þú pullar þetta vel svo, do it :)

 19. Elísa Finns

  3. January 2014

  Hahah! Þú púllar þetta allavega mjög vel!

 20. Sandra

  3. January 2014

  Geðveikt!

 21. Anonymous

  3. January 2014

  Fer þér vel!

 22. Snædís

  3. January 2014

  Finnst þetta djarft og skemmtilegt, jújú, það virkar !

 23. Hafrún

  3. January 2014

  Alveg sjúklega flott og djarft. Ég segi do it!

 24. Sandra

  3. January 2014

  Veistu hvað skyrtan kostar?

 25. Reykjavík Fashion Journal

  3. January 2014

  Svar til allra sem eru búnar að senda inn athugasemd…. ;)
  Þið eruð snillingar! Ég hef svo gaman að því að lesa athugasemdirnar frá ykkur – dýrka hvað ég á hreinskilna lesendur sem ég get klárlega treyst á ;)

 26. Hildur

  3. January 2014

  Sammála manninum thinum! Gerir líka ekkert fyrir vöxtinn :)

 27. Petra

  4. January 2014

  Þú púllar þetta svo sannarlega! Mjög flott! Það verða samt að vera háir hælar og varalitur með því :)

 28. Dagbjört

  4. January 2014

  LOVE it!

 29. Jòhanna

  4. January 2014

  Mér finnst þetta geðveikt ég er svo veik fyrir svona munstri. Styð þig alveg í þessu!

 30. Ingibjörg

  4. January 2014

  Geðveikt flott!! Púllar þetta alveg sko

 31. Guðrún

  4. January 2014

  Þetta er mjög flott á þér og svo er þetta örugglega líka þægilegt en ég er hrædd um að maður yrði soldið leiður á þessu fljótt. Gott verð á skyrtunni samt.

 32. Sara Matt

  5. January 2014

  Fáranlega nett! Do it! Myndi persónulega kaupa þetta ef ég ætti aur fyrir því.

 33. Thorunn

  6. January 2014

  Flott saman- en held að þetta sé miklu flottara í sitthvoru lagi þar sem þetta gerir sama og ekkert fyrir vöxtin :)