fbpx

Nýtt í fataskápnum

Annað DressFallegtFashionLífið MittNýtt í FataskápnumSS14Stíll

Ég átti smá erindi í Smáralindinni í gær og neyddi sjálfa mig til að eyða nokkrum mínútum þar í sólinni. Reyndar er ég mun hrifnari af Smáralindinni en Kringlunni sérstaklega vegna þess að þar skín sólin inni svo maður missir ekki af einum sólargeisla:)

Tilgangur ferðarinnar var ekki sá að versla föt handa sjálfri mér en innan skamms mun ég þurfa að taka rækilega til í fataskápnum mínum og selja eitthvað af flíkunum sérstaklega ef ég ætla að halda áfram að versla meira. Heim fylgdu mér tvær flíkur, ný kápa og hvítar gallabuxur!!

nýttdress6

Kápa: VILA
Gallabuxur: VILA
Bolur: Selected
Espadrillur: Selected – closeup HÉR

Ég var nú búin að tjá mig um það að hvítar gallabuxur væru ofarlega á óskalistanum fyrir sumarið en ég ætlaði reyndar að fá mér aðrar í sniðinu Just Jude. En þessar komu á undan og ég stóðst ekki að máta þær. En þær eru mjög fallega hvítar og eyddar á hnjánum svo í raunsameina þær tvö sumartrend – eyddar og hvítar gallabuxur. Eini gallinn er sá að þær eru smá gegnsæjar – alls ekki mikið en ég held að það sé gott að passa uppá að vera ekki í nærbuxum í sterkum litum eða áberandi munstrum innanundir þeim. Buxurnar eru mjúkar og þær ná yfir mjaðmir – score!

Með kápuna þá ætlaði ég alls ekki að fá mér hana – ég var búin að sjá hana á Facebook síðu VILA en þar sem ég á eina navybláa og aðra ljósbrúna þá fannst mér fullmikið að eignast þá þriðju. En þegar ég mátaði hana snerist mér hugur, efnið í kápunni er mjög þétt og mjúkt – alls ekki líkt efni sem er í trench coat jökkum en samt kallast kápan það. Hún er með smellum og hana er hægt að binda saman í mittið. Ég er hrikalega sátt með þessa og ég held ég sé vafalaust komin með nóg af kápum í augnablikinu – næsta yfirhöfn sem verður keypt er úlpa fyrir veturinn og ég veit nákvæmlega hvaða úlpa það verður!

Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá eru þetta vörumyndir af flíkunum frá VILA og ef þið smellið á myndirnar þá fáið þið verðin:)

Mér finnst alltaf jafn gaman að versla mér föt ég þarf samt mögulega að fara í einhvers konar innkaupabindindi á næstunni – ég þarf að melta það hins vegar aðeins…

EH

Vatnsmelónukrap fyrir börnin

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

    • haha ég var að vona að þú myndir kome með áskorun á mig – þarf að melta þetta samt ;) En stytting Tóta mín STYTTING ;)

  1. Aldís

    29. April 2014

    ú :) hvítar gallabuxur ** læk á það <3

  2. Aldís

    29. April 2014

    vorum að mynda fyrir magneu í gær ** þú hefðir átt að vera með ** þín var saknað :)
    Guðbjörg sá um förðunina, sem var guðdómleg !!!
    og Magnea heppin að fá hana með sér, þar sem hún hannaði förðunina á sýningunni hennar ;)
    .. það hefði samt verið gaman að hafa þig með // sem álitsgjafa og fulltrúa trendnets **
    og bara af því að þú ert þú <3

    • æjj takk fyrir það*** Ég sá það einmitt á Instagram hefði sko alveg verið til í að vera með ykkur hæfileikasprengjunum – hlakka til að sjá útkomuna:***