fbpx

Nýir í skóskápnum: Espadrillur

Lífið MittNýtt í FataskápnumSS14

Við Aðalsteinn skiptumst á að sofa út um helgar. Ég á laugardagana en við ákváðum að vakna bara snemma í morgun og byrja helgina á sundferð! Mikið hressist maður við að skella sér í sund á morgnanna. Ef ég væri bara viljugri til að vakna á morgnanna gæti hver helgi byrjað svona.

Þegar ég leit útum gluggann í morgun og sá þessa fullkomnu vorsól sá ég að það væri fullkomið tækifæri til að taka fram nýju espadrillurnar mínar. Svona erum við íslendingar slæmir um leið og sést til sólar fækkum við fötum og förum í léttari skóbúnað;)

20140322-151345.jpg
Espadrillurnar komu heim með mér úr Selected um daginn. Ég dýrka Selected en þar kaupi ég mikið af fínni flíkum fyrir mig og nánast allur fataskápurinn hans Aðalsteins er þaðan. Í janúar fór ég og heimsótti showroomið hjá Selected og sá þar svo fallegan skóbúnað en dömuskórnir hafa ekki ratað til Íslands fyr en nú! Ég vona því að þetta sé breyting sem haldist og mögulega komi fallegu ökklastígvélin sem ég sá úti núna í haust;)
20140322-151331.jpg
Stuttermakjóll: Selected
Leggings: VILA
Espadrillur: Selected
Sundlaug: Salalaugin

Það kom ekki mikið af þessum fallegu skóm sem kostuðu mig 12990kr – og eru mega þægilegar og mjúkar!

Vona að dagurinn ykkar sé jafn frábær og okkar. Rosalega vona ég að vorið sé komið til að vera.

EH

Annað dress: Matching á Konukvöldi

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Pattra S.

    22. March 2014

    Great minds think alike! Það er greinilegt :)
    Svo þægilegir..