fbpx

Annað dress: Matching á Konukvöldi

Annað DressFashionLífið MittMakeup ArtistNýtt í FataskápnumStíllTrend

Ég skemmti mér konunglega á Konukvöldi Smáralindarinnar í gær og mig langar að þakka öllum lesendunum sem komu og kíktu á mig í L’Oreal básinn fyrir framan Lyfju í gærkvöldi!

Ég ásamt tveimur öðrum frábærum makeup artistum kenndum gestum og gangandi nokkur góð makeup tips með vörum frá L’Oreal og það var sérstaklega gaman að sjá hvað konur voru hrifnar af CC kremunum frá L’Oreal sem eru líka frábær:) En ég var ekki bara að ráðleggja gestum Smáralindar heldur farðaði ég fyrirsætur sem deildu út skemmtilegum happdrættismiðum til gesta Konukvöldsins. En í boði voru vinningar frá VILA, Oroblu og L’Oreal. Ég kom með þó nokkra kjóla sem ég hef keypt uppá síðkastið í VILA og ætlaði að velja einn af þeim til að vera í um kvöldið en svo þegar ég kíkti inní búðina féll ég fyrir nýjum flíkum…

Screen Shot 2014-03-21 at 6.04.12 PM

Bolur: VILA
Pils: VILA
Sokkabuxur: Shock Up 60 den, Oroblu
Skór: Bianco – þessir voru að koma aftur!!
Mynd frá Instagram síðu VILA – @vilaiceland

Ég er auðvitað eins og þið vitið sökker fyrir matching flíkum og ákvað að splæsa í þetta dress. Ég er hæstánægð og sérstaklega eftir öll skemmtilegu hrósin sem ég fékk frá fólkinu í kringum mig fyrir flott dress.

Annað sem mér fannst sérstaklega gaman var hvað margar konur voru spenntar yfir nýja Miss Manga maskaranum frá L’Oreal sem var á 50% afslætti inní Lyfju. En hann seldist upp fyrir lok kvöldsins:)

Takk fyrir mig Smáralind ég hlakka strax til næsta konukvölds!

EH

Varalitadagbók #19

Skrifa Innlegg