fbpx

Varalitadagbók #19

Bobbi BrownÉg Mæli MeðKæra dagbókmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14Varir

Ég fékk að prófa fallegan vorlit úr nýju Shimmer varalitalínunni frá Bobbi Brown. Bobbi leggur áherslu á að hanna tímalausar förðunarvörur sem henta öllum konum. Shimmer varalitirnir innihalda örfínar glimmeragnir sem endurkasta birtu frá sér á náttúrulegan hátt. Í mínum varalit eru gylltaf agnir svo mér finnst birtan ótrúlega hlýleg. Það sem er sérstakt við formúluna er það að hún inniheldur næringarríkar olíur og smyrsli sem næra varirnar og halda þeim fallegum.
bbvaralitur2Hér sjáið þið betur fínu agnirnar og fallega glansinn sem er á formúlunni. Ég dýrka varalitina frá Bobbi mér finnst litapigmentin hennar svo ótrúlega falleg, vel gerð og endast vel á vörunum.bbvaralitur3Liturinn minn heitir Ballerina Shimmer og er nr. 12. Æðislegur og tímalaus litur sem hentar fullkomlega dags daglega og gefur vörunum fallegan lit og náttúrulegan ljóma!

Hér sjáið þið hvernig hann kemur út…bbvaralitirÞessi held ég að væri líka ótrúlega fallegur til að setja smá í kinnarnar. Þá myndi ég strjúka smá af litnum á handabakið og nota léttan bursta eins og setting brush frá Real Techniques til að strjúka litnum yfir kinnarnar.

Í línunni eru svo fullt af fleiri litum sem eru fáanlegir í Bobbi Brown stöndunum í Hagkaup Smáralind og Lyf & Heilsu Kringlunni.

EH

Farðanir helgarinnar!

Skrifa Innlegg