fbpx

Farðanir helgarinnar!

InnblásturmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu Lúkkinu

Síðustu daga hef ég verið að reyna mitt besta við að standast áskorun frá sjálfri mér. En það er að nota allar þessar æðislegu förðunarvörur sem ég á en ekki bara setja þær ofan í kassa þar sem þær gleymast. Ég nenni almennt aldrei að mála mig á morgnanna áður en ég fer í vinnuna en þó ég segi sjálf frá þá er ég búin að standa mig ansi vel síðustu daga og ég er búin að vera að safna líka nokkrum myndum – svona þegar ég hef tíma til sem ég ætla að sýna ykkur á næstunni.

Mig vantar þó mikið innblástur fyrir næstu daga og ég brá á það ráð að safna saman skemmtilegum myndum sem ég ætla mögulega að nýta mér um helgina og næstu vikur. Kannski gefur þetta ykkur líka smá hugmyndir :)

tumblr_n29z7jepqY1qiis88o1_500Sólgleraugu og fallegur varalitur við lúkkar mega vel sérstaklega á sólríkum vordögum. Ég er búin að þurfa að taka upp sólgleraugun mikið síðustu daga, vorsólin er svo ótrúlega sterk svo þau eru ómissandi sérstaklega við aksturinn. Mér finnst rosa flott að vera með svona bjartar umgjörðir og þá bjartan varalitr í stíl! Ég á einmitt tvo varaliti sem myndu smellpassa við litinn á myndinni – einn úr Vivids línunni frá Maybelline og annan úr vorlínu Chanel!tumblr_mr8032k3Ki1qiis88o1_500Dökkbrúnt smoky! Virkilega falleg kvöldförðun sem skotgengur alltaf án þess að vera of mikið og of dökkt eins og svart smoky getur verið. Ég fékk beiðni um að gera brúnt smoky í næsta sýnikennsluvideoi og það er að sjálfsögðu lítið mál. Vonandi lætur það sjá sig í næstu viku. Þangað til þá myndi ég mæla með því að þið byrjuðuð að grunna augnlokið með þéttum brúnum lit eins og Color Tattoo augnskugga frá Maybelline eða kremaugnskugga frá Bourjois eða Shiseido og auðvitað virkar Paint Pot frá MAC líka. Svo myndi ég setja púðuraugnskugga yfir aðeins til að gefa meiri dýpt. Setja svartan eyelinerblýant við rót efri augnháranna og smudge-a saman við augnskuggana og gera eins meðfram neðri augnhárunum. Svo er bara að setja kolsvartan maskara og jafnvel gerviaugnhár!tumblr_mxpkf356P61qiis88o1_500Falleg húð er það sem ég legg langmesta áherslu á þegar ég er að farða sjálfa mig og aðra. Ég miða við að eyða alltaf mestum tímanum í húðina. Mér finnst bara ein af undirstöðum fallegrar förðunar vera falleg húð og þar kemur falleg og náttúruleg áferð sterk inn! Hér myndi ég byrja að grunna húðina með nýja Nude Blur kreminu frá L’Oreal sem gefur flauelsmjúka áferð og fullkomið litarhaft og setja loks léttan farða eins og Dior Nude BB kremið yfir – smá hyljara þar sem þarf, kremkinnalit eða jafnvel smá varalit í kinnarnar og highlighter yfir kinnbeinin. Setja svo sama lit á varirnar og ég setti í kinnarnar.tumblr_mgh4773qPQ1qiis88o1_500Ég elska allt við þessa mynd – sérstaklega þar sem ég er heilluð af hárinu sem gefur mér smá innblástur fyrir heimsókn mína til hársnillingsins míns hennar Fíu á mánudaginn. Ég er að mana mig uppí að klippa dáldið af hárinu en hún Fía ætlar líka að skella í mig permanett sem ég geri reglulega – engar lambakrullur samt bara stórir liðir :) Svo hef ég fengið fjölmargar áskoranir um að skella á mig toppi aftur – hvað segið þið um það?
tumblr_mnki1igSIL1qiis88o1_500Ég dýrka allt við þessa mynd – ég hef sýnt ykkur hana áður en ég á bleikan maskara frá Make Up Store og ég er alltaf á leiðinni að endurgera þetta lúkk – nú verð ég að drífa í því. En að nota litaðan maskara getur gert heilmikið fyrir mann!tumblr_n0ppuav6UY1qiis88o1_500Svo þegar ég nenni ekki að gera neitt í kringum augun bregð ég oft á það ráð að setja bara eyliner í vatnslínuna. Það rammar augun fallega inn og það getur verið gaman að setja fallegan lit inní augun til að breyta til og ýkja aðeins manns eigin augnlit:)

Nokkrar hugmyndir frá mér til sjálfrar mín sem þið getið vonandi nýtt ykkur líka!

EH

Konukvöld Smáralindar - tilboðin og óskalistinn minn

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Heiða

    21. March 2014

    Ædislegt hárið ja a thessari dökkhærdu! ..veit samt ekki m ad klippa topp, finnst tad stundum svo krakkalegt eitthvad hehe ;) en hvernig er thetta permanent, eru tad ekki litlar og margar krullur? Vaeri gaman ad sja mynd af ter eftirá !:)

  2. Lilja

    22. March 2014

    Ég er á höttunum eftir góðum penna inní vatnslínuna, með hverju mæliru?