fbpx

Vatnsmelónukrap fyrir börnin

Lífið MittSS14Tinni & Tumi

Alltof lengi er ég búin að ætla að gera melónukarp fyrir Tinna Snæ. Ég ákvað að skella því í gang í gær í þessu dásamlega veðri. Ég átti hálfa melónu inní ískáp sem ég tók utan af, týndi steinana úr henni, skar hana í nokkra bita og setti inní fyrsti. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því að Tinna fyndist þetta ekki gott þar sem ég er handviss um að hann geti klárað heila Vatnsmelónu án þess blikka.

Vatnsmelónubitarnir voru í nokkra tíma inní fyrsti og svo skellti ég þeim bara í matvinnsluvélina og lét hana mauka klakana niður. Það verður samt að setja smá vatn með bitunum svo krapið þiðni aðeins:)

Tinna fannst þetta svakalega gott og bað bara um meira og meira – ég ætla að reyna að eiga svona bita inní frysti í allt sumar. Ég sé fyrir mér að það sé líka kannski gott að prófa að setja fleiri ávexti útí sem maukast vel með. Ein vinkona mín var svo að mæla með því að ég maukaði banana bætti útí 1 dl af mjólk og smá vanilludropum og setti í frysti – sagði að þetta bragðaðist eins og rjómaís. Því miður er ég sjálf með banana ofnæmi en mig langar að prófa að gefa Tinna Snæ svona við fyrsta tækifæri.

Myndarskapurinn var í hámarki en ég skellti líka í mína uppáhalds köku en uppskriftina finnið þið hjá henni Evu Laufey – Syndsamlega góð rice krispies kaka. Ég breytti uppsrkriftinni lítillega en ég setti jarðaber saman við rjómann og aðeins ofan á hann og í staðin fyrir Góu karmellukúlur eru þetta Bingókúlur – mæli með að þið prófið það sérstaklega ef þið eruð lakkrísaðdáendur eins og ég :)

IMG_2879 IMG_2887

Helgin mín var ein sú besta sem ég hef átt í langan tíma en ég eyddi henni eins mikið og ég gat með strákunum mínum – svoleiðis á það að vera ég  vona að ég muni eiga fleiri svona helgar á næstunni:)

EH

 

Babylips varasalvarnir verða fáanlegir á Íslandi

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Klara

  28. April 2014

  Ég hef verið að gera svipað fyrir dóttur mína, hef þá sleppt að frysta melónuna, set bara frosin jarðaber og melónu út í blenderinn…. jarðaberja og melónu krap… æðislega gott og súper einfalt :)

 2. Sirra

  28. April 2014

  Þú drepur mig úr öfund yfir þessari köku! þetta er sko ein af uppáhaldskökunum mínum.. langar mest að gera svona í kvöld!! arggg En ég þarf klárlega að prófa svona krap fyrir Evu, er líka alltaf á leiðinni að búa til eitthvað svona og setja í frostpinnamót sem ég á :)

 3. Valdís

  28. April 2014

  Þetta var ýkt góð kaka :)
  En mæli með að frysta banana fyrst og setja þá frosna ásmt mjólkinni og vaniludropunum í matvinnsluvélina og þá er það reddý ;)