fbpx

Nýjar húðgersemar frá MAC

Ég Mæli MeðHúðMACMakeup TipsSnyrtivörur

Þið ættuð nú vel að kannast við nýjungarnar sem ég ætla að segja ykkur betur frá í dag ef þið fylgist með mér á Snappinu – ernahrundrfj. Þar tók ég þessar tvær húðvörur fyrir þegar ég fékk þær fyrst fyrir nokkrum vikum og leyfði ykkur að fylgjast með því hvernig ég notaði þær og sýndi ykkur áferð húðarinnar þegar ég notaði þær. Þegar við hugsum um MAC eru auðvitað varalitirnir og litadýrð augnskugganna og eyelineranna sem er alltaf það fyrsta sem allir hugsa um en hjá merkinu leynast ýmis önnur góðgæti eins og þessar tvær vörur sem fara svo sannarlega vel með húðina, styrkja hana, næra og fullkomna áferð hennar!

macgersemar

Förum aðeins betur yfir þetta…

Báðar vörurnar eru hugsaðar sem húðvörur en þær eru líka báðar þannig gerðar að þær gera áferð húðarinnar fallegri fyrir förðun og önnur þeirra sem er tvöföld flokkast bæði sem förðunar- og snyrtivara.

Hér sjáið þið vörurnar tvær.

macgersemar2

Lightful 2 in 1 Serum With Radiance Booster frá MAC:
Ég er að elska þessa vöru útaf lífinu og þetta var svona ást við fyrstu sýn. Þið sem sáuð videoið á snapchat sáuð að varan er tvölföld – þið sjáið líka skilin á milli umbúðanna á þessari mynd. En þetta er s.s. serum efst og svo litað serum fyrir neðan. En hér mætast sumsé húðvara og förðunarvara í einni vöru sem er alveg yndisleg! Serumið er ríkt af næringarríkum efnum og það er frekar svona þétt í sér svo það gefur ofboðslega þægilega tilfinningu í húðina. Seruminu er ætlað að lífga uppá ásýnd húðarinnar og litarhaftið og gefa húðinni fallegan ljóma. Það tekur á litaójöfnu í húðinni og með hjálp C vítamíns þá fær húðin aukna birtu og aukna orku útá við. Varan er hugsuð þannig að hreina serumið sé notað yfir alla húðina á nóttunni á undan þá ykkar rakakremi og svo notið þið litaða serumið á daginn – en þá fáið þið 24 stunda virkni frá einni og sömu vörunni. Þetta er vara sem mér finnst þið verðið algjörlega að skoða því ég finn mun á minni húð eftir 3 vikna notkun og litaða serumið er ofboðslega fallegt bara eitt og sér yfir daginn, með léttri förðun eða sem grunnur undir meiri förðun – I LIKE!

Mineralize Timecheck Lotion frá MAC:
Ofboðslega létt og fallegt krem sem má nota beint á hreina húð eða á eftir öðru kremi – ég geri það, set fyrst serum, raka og svo þetta krem sem ég nota þá frekar sem eins konar rakaprimer ef þið skiljið mig. Áferð kremsins er ofboðslega mjúkt og svona semí matt einhvern vegin svo það er auðveldara að blanda grunnförðunarvörum á yfirborði húðarinnar og áferðin hennar verður því fallegri, sléttari og mýkri. En virkni kremsins lýtur að því að minnka opnar svitaholur s.s. slétta áferð húðarinnar og fyllir uppí ójöfnur. Það lyftir húðinni, stinnir hana og eykur rakastig hennar eftir stöðuga notkun. Ég er persónulega mjög hrifin af kreminu og það er virkilega góð lykt af því – ef þið kíkið á þetta setjið það þá beint á handabakið og finnið áferðina – þið eigið eftir að falla kylliflatar fyrir áferðinni!

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur fallegu húðvörurnar sem eru til í MAC næst þegar þið kíkið í heimsókn, þar búa nefninlega fullt af frábærum vörum eis og þessar tvær og sjálf er ég mjög hrifin af vörunum úr Lightful línunni og hef notað þær helling. Myndböndin sem ég gerði fyrir þessar vörur inná snapchat voru mjög vel tekin og ég þarf að vera duglegri í að gera svoleiðis um leið og ég fer að hressast aðeins meira. En eins og inná snapchat þá tek ég fagnandi á móti öllum fyrirspurnum bæði hér á síðunni, í gegnum tölvupóst og bara útá götu ef ykkur langar að spjalla :)

Báðar vörurnar myndi ég segja að hentuðu öllum húðtýpum.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Blússandi falleg blúnda

Skrifa Innlegg