fbpx

Naglatrend SS2014 – Pastel!

Ég Mæli MeðneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS14

Ég veit ekki með ykkur en ég er gjörsamlega að missa mig yfir pastellituðum naglalökkum – ég stefni á það að reyna að vera með fallega pastelliti á nöglunum í allt sumar. Mér datt í hug að taka saman smá úrval af pastellituðum naglalökkum sem eru í boði fyrir okkur. Reyndar varð ég að lauma Essie lökkunum með en það er svo sem auðvelt að nálgast þau sérstaklega ef þið eruð duglegar að ferðast. En Essie er liggur við til í öllum löndum nema hér…pastelneglurLitirnir eru frá vinstri í efstu línu:

  1. OPI Where Did Suzi’s Man Go úr Brazil línunni.
  2. Dior nr. 204 Porcelaine úr vorlínu merkisins.
  3. Essie Go Ginza.
  4. L’Oreal nr. 851, Nouvelle Vague úr nýju pastellínunni.
  5. OPI I love Applause úr Muppets línunni sem er næsta lína sem kemur í sölu – vonandi líka hjá okkur.
  6. Dior nr. 457 Bouquet úr vorlínu merkisins.
  7. L’Oreal nr. 855, Oyster Bay úr nýju pastellínunni.
  8. L’Oreal nr. 852, Pistachio Drage úr nýju pastellínunni.
  9. L’Oreal nr. 850, Lemon Meringue úr nýju pastellínunni.
  10. L’Oreal nr. 854, Golden Coquillage úr nýju pastellínunni.
  11. Essie Resort Fling.
  12. YSL nr. 48 Rose Scabiosa úr vorlínu merkisins.
  13. OPI Chillin Like A Villain líka úr Muppets línunni.

pastelneglurdiorHér er svo bláa lakkið frá Dior – hann er samt mun dekkri á myndinni – hún heppnaðist ekki alveg nóg vel.., ;)

pastelneglurlorealHér er ég með fjólubláa pastel lakkið frá L’Oreal nr 851 – Nouvelle Vague

Mér finnst pastel litir alveg ótrúlega fallegir og skemmtilegir, þeir lífga svo sannarlega uppá skapið og ég er meirað segja farin að lauma nokkrum pastellituðum flíkum í innkaupapokana mína;)

Ég vona að þessi færsla hafi hjálpað ykkur sem eruð í pastel innkaupahugleiðingum :)

EH

Mín förðun í Nýju Lífi

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Anna

    3. April 2014

    HAHA LOL…Ég á nr. 850 frá loreal…ég hélt ég væri að kaupa hvítt naglalakk þegar ég var í búðinni en þegar ég kom heim og setti það á mig þá fannst mér það alltaf vera pínu gult af hvítu naglalakki að vera…en svo kemst ég bara að því hér að það er pastel gult…godt nok! fínt fyrir sumarið :D

    • Obbossí!! En já æðislegt fyrir sumarið;) en það er til alveg hvítt líka hjá loreal sá litur er mjög fallegur. En ef þú átt kost á að næla þér í essie lökkin þá er hvíti liturinn þar – blanc – sá fallegasti;)

  2. Sirra

    3. April 2014

    Langar í öll !! kv. naglalakkasjúkagellan ;)

  3. Karen

    3. April 2014

    Ég hlakka til að sjá umfjöllun um Essie naglalökkin sem þú fékkst í Köben!

  4. Alexsandra Bernhard

    3. April 2014

    Svo fallegt – ég mæli með að panta Essie af búð á eBay, ég geri það alltaf og þau kosta rétt um $9 og koma beint inn um lúguna hjá manni :)

  5. Thorunn

    4. April 2014

    Fullkomin ljósblái frá Essie er Bikini So Teeny! :)

  6. Inga Rós

    4. April 2014

    Keypti Where Did Suzi’s Man Go um daginn og komst í mega sumarskap við að skella því á mig! :)