fbpx

Myndir frá Pop Up markaðnum á KEX

HúðLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Á fallegum haust laugardegi fékk ég að aðstoða eina góða vinkonu á Pop Up markaði sem 5 flottar netverslanir stóðu fyrir á KEX Hosteli á Skúlagötu.

Verslanirnar sem voru á staðnum heita:

Ég var að sjálfsögðu með myndavéina á lofti og tók myndir af fallegum vörum sem heilluðu mig.

Ég var að sjálfsögðu á staðnum til að hjálpa yndislegu vinkonu minni Karin sem er með nola.is og selur þar meðal annars einhverjar af allra dásamlegusut húðvörum sem fyrir finnast – Skyn Iceland. Eftir nokkra skemmtilega tíma og mikið spjall – ég hitt alveg ótrúlega marga þarna sem ég þekki – var ég kvödd með dýrindis glaðning frá merkinu sem ég verð að segja ykkur betur frá…

popup40

Tveggja þrepa Fresh Start maskinn frá merkinu er sjúklega spennandi en hver pakki inniheldur 6 maska samtals og hann fæst HÉR. Í lýsingu um maskann segir að hann sé himnasending fyrir úrvinda húð – það hljómar eins og ég eftir helgi þegar ég skila af mér frekar stóru blaði í prent – já í prent takk fyrir, en meira um það síðar ;)

Ég fór þó með meira, skírnargjöf fyrir lítinn vin, stafaborða fyrir soninn og bangsasnuð fyrir einn lítinn fræna.

Ef þið eruð ekki enn búin að kynna ykkur þessar flottu verslanir þá verðið þið að kippa því í liðinn. Hér er um að ræða frábærar verslanir sem gefa ekkert eftir í þjónustulund þó svo þær séu starfandi í gegnum netið. Ég hlakka bara til næsta markaðar en það er eins gott það verði annar fyrir jól því hjá þessum búðum eru margar flottar hugmyndir fyrir jólagjafir :)

EH

Gilmore Girls gleði!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ragna Björk Kristjánsdóttir

    2. October 2014

    mér finnst svo æðislegt að við Íslendingar erum að fá allar þessar nýju og flottu netverslanir loksins. Við höfum hingað til verið svakalega eftir á þegar kemur að netverslunum. Ég alveg elska thermal naglalökkin frá Nola.is :-)