fbpx

Munstur einkenna fataskápinn…

Annað DressFashionLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS14Trend

Ég hef áður sýnt ykkur flíkur sem hafa átt heima í fataskápnum mínum og sögur á bakvið þær en nú langaði mér að deila með ykkur nýjustu flíkunum í fataskápnum sem eiga allar sameiginlegt að vera með skemmtilegum munstrum.

Munstur tengi ég við sumar og það er eing og ég verði bara munsturóð þegar grasið verður grænt – en hér er sönnunin fyrir því :)

munstur munstur3

Marmaraæðið er komið í fötin… mér finnst það snilld! Ég er ekki enn búin að eignast marmarabakkann sem mig dauðlangar svo í – (ILVA & Snúran.is selja t.d. þannig) svo þegar ég sá þessa vissi ég að hún yrði að vera mín!! Aðeins 5995 kr í Lindex – passið að ermarnar eru dáldið þröngar. Medium var alveg sleikt við mig svo ég tók frekar L bara til að geta alla vega verið í henni yfir eitthvað annað en bara hlýraboli :)

munstur4

Ég er aðeins farin að vera meira pikkí yfir því hvaða flíkur fá að bætast við í fataskápinn hjá mér sem ég held að sé jákvæð breyting. Þetta pils var ég búin að sjá vikur áður en það fékk að koma með mér heim – ég bara gat ekki hætt að hugsa um það og þá vissi ég að ég yrði að eignast það. Ég er nú þegar búin að nota það tvisvar síðan á föstudaginn. Esprit er að standa fyrir sínu í mínum bókum!

munstur5

Þessi fallega blússa er úr Zöru. Ég hef ekki farið þar inn óralengi en hún Sigga mín sem vinnur með mér á þessa fallegu blússu sem mig langaði svo í. Ég hef greinilega eitthvað breyst síðan ég var að versla í búðinni – já eða bara stærðirnar þar því þessi flík sem er í M er eiginlega frekar tæp – ég er alltof löt stundum til að máta svo ég þarf að sjá til hvort ég gefi henni annað tækifæri, skili henni eða taki hana bara með á fatamarkað sumarsins :)

munstur2

Loks eru það þessar dásamlegu buxur sem ég sit nú í við tölvuna á meðan ég skrifa þennan texta. Þessar koma líka úr Esprit og eru svona svakalega fínar! Úr rosalega veglegu efni, teygja í mittið og ekta buxnasnið fyrir mig. Þessar verða mikið notaðar og sérstaklega í sumar þegar sólin fer á fullt því þær eru úr þannig efni að mér líður svo vel í þeim :)

Þessar voru vígðar á rennandi blautum 17. júní í gær – komu svona svakalega vel út!

munstur6

Venjulega er ég í sokkabuxum innanundir svona buxum en ég ákvað að sleppa því í gær – það var ekki farið að rigna þegar við fórum út en það gerði svo sem ekkert til þó svo buxurnar blotnuðu fann ég ekkert fyrir kulda:)

Það er greinilegt að ég og minn fataskápur erum komin í sumarskap þó veðrið úti sé ekki alveg að fatta hvaða árstíð er komin – það má endilega kippa því í lag núna!

EH

Uppáhalds ilmvatnið

Skrifa Innlegg