fbpx

Mitt Makeup – Forsíða Lifið Heil

HúðLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistMitt MakeupNáðu Lúkkinu

Nýtt tölublað Lifið heil var að koma út fyrir stuttu. Tímaritið er gefið út af Lyfju og efnið sem er í því er oft á köflum bara mjög skemmtilegt – ég fletti alltaf í gegnum það þegar ég sé að það er komið nýtt tölublað.

Ég hef áður séð um að farða forsíðufyrirsætuna og í þetta sinn er það hin dásamlega Unnur Eggertsdóttir sem er á forsíðunni – þetta var nú bara tilviljun en það er eins og leiðir okkar liggi bara alltaf saman, næsta skref er að verða bara einkasminkan hennar held ég;) Mér finnst forsíðan koma bara ótrúlega vel út og förðunin alveg eins og ég vildi hafa hana – ég notaði vörur frá L’Oreal.

Það sem við vildum fyrst og fremst fá útúr þessu var að húðin myndi ljóma og það tókst svona vel:)Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að ná þessu náttúrulega ljómandi lúkki. Þegar ég er að nota vörur frá L’Oreal þá eru Lumi vörurnar alltaf minn fyrsti valkostur ég elska áferðina og ljómann sem þær gefa húðinni. Þessi týpa af augnskuggapallettum er nýleg frá merkinu – þær komu fyrst síðasta haust og eru fáanlegar í þónokkrum litasamsetningum. Skuggarnir eru þéttir í sér og innihalda sterk og fín litapigment. Varaliturinn er í miklu uppáhaldi hjá mér – elska hvað liturinn er ótrúlega fallegur á forsíðunni, æðislegur sumarlitur sem gefur vörunum líka flottan ljóma. False Lash Wings er nýjasti maskarinn frá merkinu og ef þið eruð hrifnar af gúmmíburstum þá verðið þið að prófa þennan.

Eina sem mér fannst leiðinlegt var að það gleymdist að skrá að makeup-ið hefði verið eftir mig – en núna hef ég komið því á framfæri;)

EH

Réttu fötin fyrir innistúss

Skrifa Innlegg