fbpx

Matt Sólarpúður

DiorÉg Mæli MeðGuerlainHúðmakeupMakeup TipsMaybellineSnyrtibuddan mín

Ég elska mött sólarpúður! Þau nota ég til að skyggja andlit og móta það eins og ég vil hafa það. Sjálf set nota ég oftast matt sólarpúður á hverjum degi og núna not ég helst eitthvað af þessum hér….

Frá hægri eru þetta:

Dior – Nude sólarpúður:

Þetta er það sem er nýjast í snyrtibuddunni minni, liturinn er gulleitur svo hann hentar minni húð mjög vel en þessi litur er nr 004 en það eru fleiri litir í boði. Umbúðirnar eru hentugar og það kemur spegill og bursti með púðrinu. Það eina er að það er segull sem heldur púðrinu lokuðu og stundum hef ég áhyggjur af því að það sé ekki nóg.

Guerlain – Terracotta sólarpúður

Þetta púður er þekkt fyrir að vera besta sólarpúður sem til er. Púðrið er algjör snilld en dáldil lúxus vara þar sem það kostar sitt – mér finnst það þó þess virði svo endist það líka lengi. Það fer lítið fyrir púðrinu í snyrtibuddunni því pakkningarnar eru mjög þunnar og þær lokast vel

Maybelline – Dream Sun Triple Bronzing Powder

Þetta þrefalda sólarpúður er nýtt hjá Maybelline og mér finnst það gefa mjög fallega áferð. Ég nota þó helst bara dekksta litinn þegar ég nota það á mig – en það er að sjálfsögðu líka hægt að blanda þeim saman. Það eina sem er ótrúlega pirrandi við það eru umbúðirnar, enginn spegill eða bursti fylgir með en það er gott og á góðu verði.

Hér fyrir neðan sjáið þið facechart sem sýnir hvernig ég nota sólarpúður – ég mæli að sjálfsögðu líka með því að þið kíkið á sýnikennslumyndbandið sem ég gerði ekki fyrir svo löngu.

Sólarpúður með sanserningu eða glimmeri finnst mér betur henta þegar ég vil ná fram meiri lit í andlitið – gera það eins og húðin hafi verið úti í sólinni og hafi dökknað af völdum hennar. Húðin dökknar að sjálfsögðu ekki af völdum sólar undir kinnbeinunum – þau sólarpúður ber ég þá á svæði sem standa aðeins út. Eins og á ennið, ofan á kinnbeinin og meðfram nefinu.

Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga eitt matt sólarpúður í snyrtibuddunni – ég mæli hiklaust með einu af þessum þremur. Þau eru náttúrulega öll á ólíkum verðum og það eru kostir og gallar við þau sem þið þurfið að vega og meta fyrir ykkur sjálfar;)

EH

Bloggáskorun #2 - Afhverju förðun?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sæunn

    21. June 2013

    Snilldin ein, ég var einmitt að leita mér af möttu sólarpúðri til að skyggja með! :)