fbpx

Bloggáskorun #2 – Afhverju förðun?

Lífið MittmakeupMakeup ArtistMitt Makeup

Það er svo oft talað um að menntaskólaárin séu þau sem móta mann mest – ég er reyndar nokkuð viss um að það eigi ekki við alla en það á við um mig..

Mín framtíð var nokkurn vegin komin á hreint þegar ég komst inní bæði förðunar og hárnefnd Nemó á fyrsta árinu mínu í Versló. Þá setti nemendamótsnefnd upp sýninguna Á Tjá og Tundri og úr varð að ég sá um allar hárgreiðslur í sýningunni. Áður en sú sýning var frumsýnd var ég ein af þremur sem var beðin um að farða fyrir Vælið. Þegar maður fær svona flott tækifæri í hendurnar þá held ég að annað hvort kolfalli maður fyrir þessu eða fær ógeð – ég kolféll!

Ljósmyndari: Íris Björk

Öll árin mín í Verzló var ég í förðunarnefnd fyrir Nemó, sá um förðun á Vælinu, stöku sinnum fyrir Listó sýninguna, farðaði fyrir Viljann og Verzlunarskólablaðið og kynningarefni fyrir skólann sjálfan. Þegar ég var á vorönn á þriðja árinu mínu í skólanum fór ég svo í kvöldskóla og lærði förðun í EMM school of makeup sem var svona aðal förðunarskólinn á þeim tíma.

Ljósmyndari: Íris Björk

Planið hjá mér var alltaf að fara svo í leikhúsförðun – það plan fór þó á pásu þegar ég fékk vinnu á flottustu auglýsingastofu landsins – J&L. Þar var ég meðal annars ráðin inn til að geta hoppað í hin ýmsu förðunarverkefni og ég hef meðal annars séð um að sminka fyrir Landsbankann, Reiti og Alterna. Svo hef ég mikið tekið að mér verkefni fyrir snyrtivörumerkin L’Oreal og Maybelline. Hannað lúkk og stjórnað teymum fyrir tískusýningar, farðað fyrir tískuþætti og auglýsingar með vörum frá merkjunum. Ég geri það mikið ennþá en eftir að ég byrjaði með síðuna mína þá er ég líka farin að taka að mér verkefni fyrir önnur merki. 

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Ég veit ekki hvað framtíðin mun færa mér en eins og ég þá er ég að njóta mín í botn sem förðunarbloggari. En ég er með 5 ára plan í gangi og ég er að vinna í næsta skrefi akkurat núna – ég mun leyfa ykkur að fylgjast með framgangi mála um leið og ég þori að fara að segja frá;)

Ljósmyndari: Aníta Eldjárn

Menntaskólaárin mín mótuðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég held að ég væri ólíklega á þessum stað ef það hefði ekki verið fyrir Verzló. Það var án efa þessum skóla og virka félagslífinu að þakka að ég er makeup artisti í dag. Förðunarnámið fékk ég metið sem valfag og á stúdentsskírteininu mínu kemur fram að ég hafi staðist áfanga í FÖR103 – Förðun 103 – mér finnst það eiga vel við:)

EH

19. júní

Skrifa Innlegg