Já þið lásuð rétt. Þessum maskara er ég búin að bíða spennt eftir í næstum því ár eða frá því ég sá fyrst auglýsingu um hann í dönsku tískutímariti.
Maskarinn er frá danska merkinu Gosh og heitir Mascara Allongeant og er maskari sem á að fá augnhárin til að vaxa. Maskaraformúlan inniheldur serum sem örvar hárvöxtinn og kemur af stað vexti í þeim hárbelgjum í kringum augun okkar sem eru ekki virkir. Það hafa nokkur merki komið með svona maskara en ég verð þó að segja að mér líkar best við þennan. Helsti kosturinn er að sjálfsögðu sá að hann er með gúmmíbursta. Ég er eiginlega bara orðin þannig að ég vil helst bara gúmmíbursta. Mér finnst svo þægilegt að geta stjórnað vel útkomunni á augnhárunum mínum.
Athugið að ég er með eina umferð af maskaranum á augnhárunum.
Greiðan minnir mig mikið á greiðuna á uppáhalds Gosh maskaranum mínum sem heitir Catchy Eyes nema sá bursti er sveigður.
Hér sjáið þið maskarann sem er nú tiltölulega látlaus – það fer alla vega ekki neitt fyrir honum og hann grípur ef til vill ekki athyglina þegar þið farið útí búð að skoða maskara. En ég mæli alveg með honum. Við hlið hans sjáið þið svo svipaða vöru – augnháraserum.
Serumið kemur með örmjóum pensli sem þið notið til að setja serumið á við rót augnháranna. Þið getið að sjálfsögðu líka sett formúluna yfir öll aunghárin það er alls ekkert að skemma fyrir.
Serumið er gott að setja á hrein augnhár á næturna fyrir svefninn til að örva vöxt háranna á meðan þið sofið. Einnig getið þið notað það undir maskarann eða bara undir hvaða maskara sem er.
Serumið er líka hægt að nota til að örva hárvöxt annars staðar í andlitinu eins og hárvöxtinn í augabrúnunum okkar. Snilld að vita af svona vöru ef þið ef til vill takið einhver tíman aðeins of mikið af þeim.
Nú þarf ég klárlega að fara að nota minn meira til að sjá hvort það verði einhver árangur. En þetta er hiklaust maskari sem þið sem eruð með þunn augnhár eigið að nota eða hafið lent í því að missa augnhár undanfarið. Serumið örvar ekki bara vöxt augnháranna sem eru fyrir heldur fær það líka hina hárbelgina sem eru til staðar til að hefja vöxt á hárum. Mig minnir að tölfræðin segi að við séum með að meðaltali virkan hárvöxt í 30% af augnhárabelgjunum okkar. Ég veit ekki með ykkur en ég vil miklu meira en það :)
Þetta er maskari sem gefur mjög náttúruleg og falleg augnhár en með því að setja ef til vill fleiri umferðir er hægt að auka umfang augnháranna margfalt. Helsti kosturinn við að nota maskara með gúmmíbursta, er augnhárin klessast ekki sama þó maður setji 3 eða jafnvel 5 umferðir af maskara!
Gosh vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaupum og Lyfju :)
EH
Skrifa Innlegg