MATCHY LÚKK & HAMBURG

My closetTravelingTREND ALERT

Við hjúin áttum góðan sólarhring í Hamburg um síðustu helgi, en við höfum verið dugleg að taka roadtrip þangað þegar færi gefst þar sem að það tekur ekki nema um 3klst í bíl. En þessi stórskemmtilega borg er orðin að ein af okkar uppáhalds borgum og í þetta sinn uppgötvuðum við Hafencity -nýtt og yndislegt hverfi. Hótelið sem við vorum á var einmitt í hverfinu og heitir 25hrs Hotel Hafencity, mæli eindregið með því!

DSC00343DSC00341IMG_5874IMG_5856

Snilldar hótel, snilldar staðsetning og sæt boðflenna þennan sunnudaginn.

DSC00351DSC00401

DSC00391IMG_5913DSC00406

Það var stórskemmtilegt að rölta um Hafencity í vorsólinni, fallegar byggingar og nóg af girnilegum veitingarstöðum.

DSC00434IMG_6007

Enduðum röltið í Te-himnaríki, þessi staður er möst fyrir te-fíkla eins og mig!

IMG_5949

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir á FB varðandi ”matchy” fötin sem ég klæddist en ég keypti þau í ZARA fyrir nokkrum vikum síðan, er gjörsamlega að dýrka 70’s strauminn sem er ansi áberandi þessa dagana.

..

Hamburg is always a good idea, specially when it’s only 3hrs road trip away! Fun snapshots from last weekend in one of ours favorite cities, be sure to check out 25hrs Hotel  in the fantastic neighborhood of Hafencity.

Burgundy matchy outfit from ZARA

PATTRA

LAUGARDAGS OUTFIT

My closetNew closet memberTREND ALERT

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Laugardags ”outfittið” mitt í blíðunni í Árósum. Eins og ég hef bloggað um áður þá er ég með æði fyrir ljósbláu þessa stundina og nokkrar slíkar flíkur hafa bæst í fataskápinn minn undanfarnar vikur, m.a. þessi stutterma peysa frá H&M
Hælarnir frá Sonia Rykiel voru vígðir þennan daginn en þeir eru ofurþægilegir með lágum hæl, hálfgerðir ”kitten heels”. Mér tókst auðvitað að rústa þeim hressilega stuttu eftir þessa myndatöku, að fara í þeim í göngutúr um bæinn þar sem allar götur eru gerðir úr svona litlum steinhellum.. góð hugmynd Pattra!
Buxur – Zara / Leðurjakki – Dótturfélagið / Taska – Marc Jacobs / Sólgleraugu – Ray-Ban 

..

Saturday’s outfit whilst out and about in sunny Aarhus. I’ve got mad love for baby blue at the moment as mentioned on precious blogpost and this short sleeves summer sweater is my recent purchase from H&M
These Sonia Rykiel heels wore worn for the first time, they are kinda similar to ”kitten heels” super duper comfy. Of course I managed to scratch the heck out of them shortly after these pics were taken, wearing them for a stroll in a town with all the streets made of tiny stone bricks.. great idea Pattra!
Trousers – Zara / Leather jacket – Dótturfélagið(Iceland) / Bag – Marc J. / Sunnies – Ray-Ban

PATTRA

Maskari sem fær augnhárin til að vaxa

AuguGoshmakeupMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínTREND ALERT

Já þið lásuð rétt. Þessum maskara er ég búin að bíða spennt eftir í næstum því ár eða frá því ég sá fyrst auglýsingu um hann í dönsku tískutímariti.

Maskarinn er frá danska merkinu Gosh og heitir Mascara Allongeant og er maskari sem á að fá augnhárin til að vaxa. Maskaraformúlan inniheldur serum sem örvar hárvöxtinn og kemur af stað vexti í þeim hárbelgjum í kringum augun okkar sem eru ekki virkir. Það hafa nokkur merki komið með svona maskara en ég verð þó að segja að mér líkar best við þennan. Helsti kosturinn er að sjálfsögðu sá að hann er með gúmmíbursta. Ég er eiginlega bara orðin þannig að ég vil helst bara gúmmíbursta. Mér finnst svo þægilegt að geta stjórnað vel útkomunni á augnhárunum mínum.

Athugið að ég er með eina umferð af maskaranum á augnhárunum.

goshserummaskari8

Greiðan minnir mig mikið á greiðuna á uppáhalds Gosh maskaranum mínum sem heitir Catchy Eyes nema sá bursti er sveigður.

goshserummaskari6 goshserummaskari4 goshserummaskari5

Hér sjáið þið maskarann sem er nú tiltölulega látlaus – það fer alla vega ekki neitt fyrir honum og hann grípur ef til vill ekki athyglina þegar þið farið útí búð að skoða maskara. En ég mæli alveg með honum. Við hlið hans sjáið þið svo svipaða vöru – augnháraserum.

goshserummaskari

goshserummaskari9

Serumið kemur með örmjóum pensli sem þið notið til að setja serumið á við rót augnháranna. Þið getið að sjálfsögðu líka sett formúluna yfir öll aunghárin það er alls ekkert að skemma fyrir.

Serumið er gott að setja á hrein augnhár á næturna fyrir svefninn til að örva vöxt háranna á meðan þið sofið. Einnig getið þið notað það undir maskarann eða bara undir hvaða maskara sem er.

goshserummaskari10

Serumið er líka hægt að nota til að örva hárvöxt annars staðar í andlitinu eins og hárvöxtinn í augabrúnunum okkar. Snilld að vita af svona vöru ef þið ef til vill takið einhver tíman aðeins of mikið af þeim.

Nú þarf ég klárlega að fara að nota minn meira til að sjá hvort það verði einhver árangur. En þetta er hiklaust maskari sem þið sem eruð með þunn augnhár eigið að nota eða hafið lent í því að missa augnhár undanfarið. Serumið örvar ekki bara vöxt augnháranna sem eru fyrir heldur fær það líka hina hárbelgina sem eru til staðar til að hefja vöxt á hárum. Mig minnir að tölfræðin segi að við séum með að meðaltali virkan hárvöxt í 30% af augnhárabelgjunum okkar. Ég veit ekki með ykkur en ég vil miklu meira en það :)

goshserummaskari11

Þetta er maskari sem gefur mjög náttúruleg og falleg augnhár en með því að setja ef til vill fleiri umferðir er hægt að auka umfang augnháranna margfalt. Helsti kosturinn við að nota maskara með gúmmíbursta, er augnhárin klessast ekki sama þó maður setji 3 eða jafnvel 5 umferðir af maskara!

Gosh vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaupum og Lyfju :)

EH

HAUSTTREND #3 LEATHER&KNIT

Haust TrendInspiration of the dayMy closetNew closet memberTREND ALERT

Velsniðað leðurpils & kósý prjónuð peysa er combó sem mér þykir einstaklega lekkert og tímalaust. Alexa Chung góðvinkona mín er einmitt aðdáandi þess og hér koma samsetningar sem veitir innblástur fyrir fallegt haust/vertrarlúkk þó svo í okkar tilviki má sennilega bæta við sokkabuxum..

SONY DSC

Ég hef verið á höttunum eftir hinu fullkomna leðurpilsi í réttri sídd(á nokkur of stuttar pleðurpils) og ég held að mér hafi tekist að finna það nú á dögum frá merkinu MDK –peysan er frá Acne. Klárlega mitt ”Gó-To-Lúkk” í vetur. Leðrið ykkur upp dömur!!

..

Cozy knit & leather skirt is a combo I find to be very elegant and kinda timeless. Don’t you agree?! I’ve been looking for a perfect leather skirt in the right length(have a couple too short pleather ones) for a while and I might have found the one couple of weeks ago. -From MDK and the blue sweater is from Acne. Definitely my ”Go-To-Outfit” this fall/winter!

PATTRA

WOOD WOOD

Inspiration of the dayMy workTREND ALERT

SONY DSCSONY DSCPicMonkey CollageW

 Á fimmtudaginn tók ég þátt í tískusýningu fyrir F L 4 ..En þið munið kanski eftir því þegar ég bloggaði um þessa fínu verslun HÉR. Þetta var allt saman á yfirveguðu nótunum og þó að ég geti seint talist catwalk fyrirsæta(lol) þá skemmti ég mér konunglega. Var ofboðslega skotin í þessu Wood Wood matchy lúkki og væri mjög til í að pakka því niður í tösku með mér en ég er á leiðinni til Kaupmannahafnar í þessum skrifuðu.

Góða góða helgi, fleiri myndir frá tískusýningunni á leiðinni!

..

Last thursday I strutted down the ”catwalk” at a Trendnight event for F L 4 but you might remember my blog post about this beautiful store HERE. Super relaxed&fun and even though I am hardly a runway model(lol) I had a great time strutting like there’s no tomorrow! I had a huge crush on this Wood Wood matchy outfit, the skirt fit me like a glove. Wouldn’t mind packing it into my suitcase for the weekend as I’m on my way to Copenhagen as we speak.

More pics of the fashion show after the weekend, meanwhile -have a FAB one!

PATTRA

HAUSTTREND #2 ULLARKÁPUR

Haust TrendNew closet memberTREND ALERT

Það er orðið svo langt síðan ég bloggaði um Hausttrend #1 að ég hálfskammast mín! EN betra seint en aldrei, allavega í þessu tilviki. Ég var í skemmtilegu viðtali fyrir nokkrum vikum síðan þar sem ég tjáði mig um hitt&þetta, ég lét það meðal annars flakka að ullarkápur eru hreinlega skyldueign í haust/vetur og stend fastlega við það.

gannicoat

ganni

Þessi ofurfína tartan GANNI ullarkápa er heldur betur búin búin að vekja athygli í haust. Fasjónistar alls staðar að hafa látið sjá sig í henni og sjálf hefði ég ekkert á móti því eiga hana í mínum fataskáp.

0[10]5[1]

Céline

11[1]

Donna Karan

2[1]

LANVIN

8[1]

Louis Vuitton

Miranda Kerr for Vogue UK sept’13

7862632401_1_1_1

Zara

carven-grey-long-wool-double-breasted-coat-with-hood-product-3-12249503-475245009_large_flex

 Carven

uld

Mátaði þessar tvennar frá Selected Femme nú á dögum. Afar freistandi!

SONY DSC

Ég nældi mér í þessa fallegu kápu úr ZARA í Gautaborgheimsókninni og er handviss um að ég eigi eftir nota hana óspart í vetur. Karlmannssniðið heillaði og því síðari því betra fyrir mína parta. Ullarkápa í camel lit var á óskalistanum en einnig var ég að skimast eftir kápum í gráum, bláum eða jafnvel hvítum. Að fjárfesta í gæða ullarkápu er skynsamlegt vegna þess að hún er klárlega ein af þeim flíkum sem eru tímalausar og gott að eiga. Nú er það bara að að skella sér í búðir og finna eina fullkomna, ætti ekki að vera of erfitt þar sem úrvalið er frekar gott um þessar mundir.

Camel og ljós/blátt finnst mér einstaklega fallegt combó og ég mun reyna klæðast þessari kápu með það í huga!

..

 Wool coats are huge this fall and is one of the biggest trends of the year, definitely a must have in your fall wardrobe. I bought this beautiful camel wool coat whilst visiting Gothenburg and I’m sure we are going to be seeing a lot of each other this winter. I fell for the masculine fit of it and the longer the better for my taste. I would like to wear this coat with something in baby/blue color as I love love that color-combo!

PATTRA

HAUSTTREND #1 UPPHÁ STÍGVEL

DetailsHaust TrendInspiration of the dayMy closetTREND ALERT

Ekki seinna vænna en að byrja fjalla um haust-trendin í ár, er ekki haustið annars handan við hornið? Það er svo gaman að klæðast haustflíkur og fyrsta trendin sem ég ætla að skrifa um kannast margir eflaust við.

MYNDIR : Vogue UK

Flotta Columbine  í stígvélum úr haustlínu H&M sem ég ætla klárlega að kíkja á þegar þau verða fáanleg.

Undirrituð í uppháum stígvélum jólin’09 / Wearing knee-high boots from Zara X-mas’09

Það lítur allt út fyrir að upphá stígvél ætli að koma með comeback núna í haust. Ég er búin að taka vel eftir því í vinsælum tískubloggum út í heim og einnig út um allt í tímaritum. Sjálf hef ég alltaf verið mikið fyrir upphá stígvél og hef átt þau fjölmörg síðan ég byrjaði að pæla í tískunni sem unglingur, í ár virðast þau fara enn hærra upp! Er að elska 70’s fílinginn á Bresku Vogue myndunum. ROCK&ROLL.. Hvað segiði, af eða á?

..

It looks like knee high boots are having a major comeback this fall but I’ve noticed it in popular fashion blogs around the world as well as in many magazines. I’ve been a knee-high fan myself for the longest time and have own a couple of them thru the years but this year, they are going even higher.. thigh high! Loving the 70’s vibe in those Vogue UK photos. ROCK&ROLL.. So what do you reckon, yay or nay?!

PATTRA