fbpx

Mánudags ljómi…

DiorÉg Mæli MeðLancomeLúkkMakeup ArtistMaybellineSmashbox

Í síðustu viku ákvað ég að skella upp sérstaklega ljómandi förðun einn daginn. Ég elska allt sem ljómar og ég bara elska ljómandi snyrtivörur útaf lífinu! Ég nota hins vegar miklu meira ljómandi vörur í fljótandi formi en í þessari förðun eru það ljómandi púður sem eru í sviðsljósinu, annað frá The Balm og hitt er púðrið sem Jaclyn Hill hannaði fyrir BECCA sem ég keypti ekki fyrir svo löngu síðan inná nordstrom.com.

Ljómi er besti þreytubaninn að mínu mati og ég nota hann óspart þegar ég á þreyttan dag. Þreyta sést alltaf á húðinni minni en ég er þó ansi ágæt í að fela þreytuna með ljóma og léttum litum. Getið þið nokkuð séð á þessum myndum að ég fékk bara 5 tíma svefn nóttina áður… ;)

ljómandihúð

Ég ákvað að leggja áherslu á húðina en samt um leið að gefa augunum fallega umgjörð með eyeliner og maskara. Ég hafði eyeliner línuna sem þynnsta og ég gat og setti örmjóan spíss á endann. Þegar þið eruð að gera spíss á eyelinerinn ykkar munið að miða hann útfrá neðri augnhárunum ykkar – ég skal útskýra þetta betur við tækifæri inná snappinu mínu.

ljómandihúð3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að ná fram þessari förðun – eða vörurnar sem eru í aðalhlutverki alla vega…

ljómivörur

Betty Lou-Manizer frá The Balm – ég var að prófa þessa vinsælu vöru þarna í fyrsta skipti en vó hvað ég var bara in love við fyrstu sýn! Púðrið er með fallegri gylltri áferð. Það er ábyggilega sjúklega flott við sólkyssta húð og það kom sérstaklega vel út í fallegri sólarbirtu. Ég setti púðrið á með stóra púðurburstanum frá Real Techniques til að fá sérstaklega mjúka og þétta áferð. Fyrir áhugasamar þá fæst púðrið inná Lineup.is HÉR.

BECCA x Jaclyn Hill Shimmering Skin Perfector í litnum Champagne Pop – sjitt hvað þetta er eitthvað það fallegasta ljómapúður sem ég hef séð í langan tíma. Ég dýrka persónuleikann hennar Jaclyn Hill hún er svakalega stór og skemmtilegur karakter sem minnir óneitanlega á púðrið sem er svakalega skemmtilegt í notkun því áferðin á því er ofboðslega flott og það bráðnar saman við húðina. Ég setti það ofan á kinnbeinin, í einskonar c upp að augabrúninni og smá yfir augnlokið. Þetta púður er algjörlega tryllt og ég skil svo vel að það seldist upp á örskömmum tíma.

Master Precise Eyeliner frá Maybelline – uppáhalds eyelinertússinn minn, alveg sá allra besti að mínu mati. Ég elska að nota hann, ég elska oddinn, ég elska formúluna, ég elska endinguna. Ég nota hann nánast undantekningarlaust þegar ég er að gera eyeliner hvort sem það er á mig sjálfa eða aðra. Það hefur enginn eyeliner komist með tærnar þar sem þessi er með hælana í mínum huga og þennan þurfa allir að eiga – það er bara þannig…

Hypnose Volume-a-Porter frá Lancome – nýjasti maskarinn frá Lancome og minn uppáhalds frá merkinu þó svo Grandiose sé auðvitað svakalega flottur en hann er kominn í annað sætið. Greiðan á þessum er úr gúmmíi og hárin eru þunn en ágætlega stíf svo það er svakalega gott að vinna með maskarann. Formúlan er þykk og góð svo augnhárin verða mjög falleg. Hann gerir mér kleift að móta augnhárin eftir því hvernig ég vil nákvæmlega hafa þau og formúlan helst svaka vel og hvorki smitar frá sér né hrynur. Ég er bara með eina umferð af maskaranum við þessa förðun og þið sjáið að augnhárin mín eru alveg extra svört og flott. Svo er ekkert mál að gera meira úr honum með fleiri umferðum.

Dior Addict Fluid Stick í litnum Avant Garde nr. 499 – þessi fallegi litur er úr haustlínunni frá Dior og hann er svo fallegur og klassískur. Það sem ég kann svo vel að meta við Fluid Stick varalitina er áferðin, hún er glossuð og glansandi en formúlan er örþunn og mér líður meira eins og ég sé með varasalva. Mér finnst þessi hlýji nude litur svo æðislegur og hann gengur við allt. Ég set hann mikið upp og ég held meirað segja að ég muni ná að tæma þennan ansi hratt…

Camera Ready BB Water SPF30 frá Smashbox – farðinn sem ég gleymdi að týna til þegar ég tók vörumyndina, en hann fær stærri færslu síðar svo ekkert stress. En það er svakalega léttur og vatnskenndur nýr farði sem gefur mjög náttúrulega og fallega áferð. Ég bar hann á með Beautyblender svampi og mér finnst hann alveg koma svakalega vel út á húðinni. Húðin verður náttúruleg og ljómandi falleg í takt við allt annað sem er í gangi.

ljómandihúð2

Ég var ofboðslega ánægð með þessa förðun og ég naut mín mjög vel með hana þetta kvöldið. Ég þarf dáldið að venjast því að vera stundum mikið máluð svona meðal annarra því ég er yfirleitt alltaf ómáluð og alltaf að nudda augun mín. Það hljómar því kannski ekki svo skrítið að stuttu eftir að þessar myndir voru teknar nuddaði ég augun…. – voða smart múv ;)

EH

Vörunar sem ég skrifa um hér hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn eða keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

EIK undirbýr verðandi foreldra fyrir stærstu hlutverk lífsins

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    21. September 2015

    Þessi förðun er æðisleg… ein af mínum uppáhalds:)

  2. Arna

    21. September 2015

    Æði!

    Ein spurning þó þessu ótengt þar sem þú þekkir snyrtivörumál svo vel – veist þú um góðar netverslanir sem selja snyrtivörur sem fást almennt í Bandaríkjunum og bjóða upp á “international shipping”? finn ekkert í fljótu bragði sem mér sýnist vera málið..allavega, datt í huga að spyrja

      • Arna

        22. September 2015

        Ég er að leita eftir vörum frá NYX, Revlon o.fl. (meiri drugstore merki) – takk annars fyrir ábendinguna, það er ýmislegt þarna líka ;)

  3. Aníta

    21. September 2015

    Ótrúlega falleg og frískleg áferð, einmitt sem maður er að leitast eftir alltaf – gætiru sýnt okkur á þetta snapchat eða með myndbandi ? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. September 2015

      Já! Skal gert :) Það er nú komið nóg á listann minn fyrir snapchat í vikunni – hefst strax handa á morgun ;)

  4. Ösp

    22. September 2015

    Hæhæ,

    rosalega falleg og frískleg förðun! Veistu hvar ég get keypt BECCA x Jaclyn Hill Shimmering Skin Perfector á netinu? Ég er búsett í Noregi og finn þessa vöru bara í Bandaríkjunum og get því ekki fengið þetta sent til Noregs :/

    Takk fyrir aðstoðina :)

  5. Bergrún

    24. September 2015

    Ég hef aldrei verið mikið fyrir varaliti eða gloss en er að fá meiri og meiri áhuga… geturðu sagt mér hvar þú færð þetta þennan frá Dior (ef það fæst hér á Íslandi)?

    Kærar þakkir!