fbpx

Lúkk: Bleiktóna augnförðun

AugnskuggarAuguLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Það er eiginlega kjánalega langt síðan ég tók myndirnar af þessu lúkki sem mig langaði að sýna ykkur í dag. En lúkkið gerði ég með eina af nýju pallettunum frá Shiseido í aðalhlutverki. Ég heillaðist alveg af litunum í þessari pallettu og mér fannst virkilega gaman að pæla svo í því hvaða vörur hentuðu best með þessum litum – bæði þá fyrir húð og varir og svo auðvitað hvaða maskari passaði með og hvort ég þyrfti að flækja þetta með eyeliner. Ég komst að þeirri niðurstöðu að svo var ekki og mér finnst allir litirnir og áferðirnar í förðuninni tala vel saman og ég er mjög ánægð með útkomuna.

Lúkkið finnst mér alveg henta dags daglega og svo er þetta líka dáldið skemmtileg og öðruvísi kvöldförðun – svona í litríkari kantinum.

shiseidolúkk12

Hér sjáið þið svo nærmynd af augunum…

shiseidolúkk7

og að sjálfsögðu vörurnar sem ég notaði…

shiseidolúkk15

Mér finnst pallettan og litirnir í henni koma sérstaklega vel út þegar það er búið að blanda þeim saman.

shiseidolúkkcollage

Farði: Diorskin Star – ég get bara ekki án þessa fallega farða verið. HÉR getið þið séð meira um farðann og afhverju ég er svona heilluð af honum.

Hyljari: Einn af dásamlegu CC pennunum frá Max Factor. Þennan penna nota ég lang mest. Ég nota hann bara eins og hyljara ekkert sérstakelga bara í kringum augun heldur líka í kringum nefið og til að móta andiltið léttilega.

Andlitsmótun: Face Form palletta frá Sleek – allt um þessa snilldarpallettu HÉR.

Augabrúnir: Ég byrjaði á því að grunna þær með RapidBrow seruminu sem ég er búin að vera að nota á hevrjum einasta degi, ég er virkilega hrifin af því en ég skrifaði meira um það HÉR. Le Sourcil Pro blýanturinn fékk svo það hlutverk að móta augabrúnirnar mínar og fylla létt inní þær. Öðrum megin er brúnn litur sem ég nota til að móta og ljósi liturinn er flottur til að nota undir augabrúnirnar til að highlighta þær.

Augnskuggapalletta: Ein af nýju haustlitunum frá Shiseido þessi heitir Floracouture. Ég byrjaði á því að setja bleika litinn yfir innri hluta augnloksins og notaði svo plómulitinn til að skyggja. Þegar ég var ánægð með blöndunina doppaði ég svo appelsínugula augnskugganum létt yfir mitt augnlokið. Þessi augnskuggar eru sérstaklega góðir í notkun, það er svo gott að vinna með þá og auðvelt að blanda þeim saman. Annað sem er líka gott við þá er hvað það er auðvelt að byggja upp litinn.

Maskari: Grandiose fannst mér tilvalinn í verkið. Ég vildi ekki hafa neitt sérstakelga mikið af maskara en samt þéttan maskara því ég valdi að vera ekki með eyeliner. HÉR getið þið séð meira um Grandiose :)

shiseidolúkk14

Ég var dáldið lengi að ákveða hvaða varalitur passaði hér við og ákvað loks að taka upp einn fullkominn nude varalit úr Nude línunni frá Maybelline. Liturinn er skemmtilegur, léttur og hlýr með smá bleikum undirtóni en hann er númer 725.

shiseidolúkk10

Ég er alveg ástfangin af þessum plómulit sérstaklega og mér finnst koma skemmtilega út að setja bara örlítið af þessum orange lit svona í miðju augnlokanna gefur augunum skemmtilegan ljóma.

shiseidolúkk5

Ljóminn tónar svo sérstaklega vel við Sleek pallettuna sem ég nota til að móta andlitið og bleiku tónarnir spila skemmtilega saman.

shiseidolúkk13

Svo ein svona speglamynd í lokin – því miður er Sleek púðrið uppselt hjá Heiðdísi en vonandi kemur það sem fyrst aftur því það er tær snilld.

Nú eru bara tveir dagar þar til Reykjavík Makeup Journal kemur út í verslunum Hagkaupa og að sjálfsögðu verðum við með eitthvað skemmtilegt í kringum það – hlakka til að segja ykkur betur frá því:)

Seinna í dag birti ég svo myndir sigurvegaranna í Clarisonic leiknum!

EH

Margar af vörunum sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Anastasia Beverly Hills á leið til Íslands

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1