fbpx

Anastasia Beverly Hills á leið til Íslands

NetverslanirNýjungar í SnyrtivöruheiminumShop

Þessar æðislegu fregnir kynnti hin yndislega Karin eigandi nola.is fylgjendum síðunnar á Facebook núna fyrir helgi. Anastasia BH er merki sem er í dag þekktast fyrir augabrúnaförðunarvörurnar sínar og þykir merkið einmitt bjóða uppá bestu vörurnar þegar kemur að því að móta þær fullkomlega. En vörurnar verða því í fyrsta sinn fáanlegar á Íslandi og eingöngu fáanlegar á nola.is – þetta eru bara stórkostlega flottar fréttir fyrir okkur snyrtivörusjúku íslensku dömurnar.

anastasia-2013-headshot Hér sjáið þið Anastasiu Soare stofnanda merkisins.

Ég hef prófað tvískiptu augabrúna púðurlitina frá merkinu sem mamma kom með heim fyrir mig frá USA í sumar og mér finnst svaka gott að nota þá. Áferðin er mjög náttúruleg og sérstaklega litatónninn sem hentar vel mínu íslenska litarhafti. Augnskuggana hef ég líka aðeins prófað og mér leist vel á þá – en þið getið séð færslu sem ég hef skrifað áður um þá HÉR.

Ég er gjörsamlega sjúk í augabrúnamótunarpallettuna frá merkinu og hef girnst hana lengi. Nú býð ég klárlega með að panta hana að utan því vonandi fær Karin hana :)

brow_pro_palette

Mér finnst þessi palletta bara tryllt og hún myndi svo sannarlega nýtast vel í starfi.

Aðrar vinsælar vörur hjá merkinu samkvæmt heimasíðunni:

Screen Shot 2014-10-12 at 11.57.23 PM

Dipbrow litað, vatnhelt gel fyrir augabrúnirnar.brow_fix_primer

Brow Primer – ég veit ekkert um þessa vöru en ég er mjög spennt fyrir henni!

beauty_express_brunette_1

Beauty Express: Vara sem inniheldur allt sem þarf fyrir fullkomnar augabrúnir, stensla til að móta, liti og highlighter og pensil.

Ég veit þó ekkert hvort þessar vörur komi en þær eru samt á óskalistanum svo ég krosslegg fingur :)

yasdress3-620x413

Á myndinni hér fyrir ofan er ég með augabrúnapúðurlit frá Anastasiu.

anastasia111-620x413

Hér sjáið þið lúkkið sem ég gerði með Catwalk pallettunni frá Anastasiu.

Algjör snilldarviðbót við íslenska förðunarvöruflóru – ef þið viljið fylgjast með hvaða vörur koma í sölu og hvenær þá mæli ég með því að þið smellið á Like á Facebook síðu nola.is.

Ég lofa svo að láta ykkur vita hér hjá mér um leið og ég veit eitthvað sem ég má segja frá ;)

Hvernig líst ykkur á að fá þetta merki til landsins?

EH

Annað Dress: Mæðgin á sunnudegi

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Kamilla

  13. October 2014

  úllalla, en æðislegt!! ég verð samt að spurja hvaða mega fína varalit þú ert með á fyrri myndinni af þér? þessi bleiki :)

 2. Bára

  14. October 2014

  Vá enn gaman !! Hef einmitt verið að nota litaða augnabrúnagelið frá henni og ELSKA það.

 3. Sandra

  14. October 2014

  Hvað ertu með á augabrúnunum?

 4. Hrefna Jónsdóttir

  4. November 2014

  Ég er SVO ánægð, fyrst SIGMA og svo Anastasia!!! FRÁBÆRAR fréttir :)
  Má eitthvað segja ca hvenær það er væntanlegt?