fbpx

London dress & förðun #3

Annað DressÍslensk HönnunLífið MittMakeup ArtistStíll

Fimmtudagurinn minn í London var alveg fullkominn dagur. Ég byrjaði að sjálfsögðu að arka um alla London borg – ég labbaði eiginlega yfir mig því ég fann mikið til í löppunum daginn eftir.

Seinni partinn hitti ég svo Írisi Björk vinkonu mína sem er nýútskrifuð úr tískuljósmyndun í London og saman héldum við á Sanderson hótelið þar sem Tanya Burr beið okkar. Ég spjallaði aðeins við dömuna um líf hennar, ferilinn og að sjálfsögðu förðunarvörurnar hennar. Um kvöldið var svo haldið uppá förðunarvöru nýjungina hennar í skemmtilegum sal á hótelinu.

Hér sjáið þið dressið sem ég klæddist…

_MG_1683-copy

Andrea mín lánaði mér þessa dásamlegu kögurslá sem hún var með í tískusýningunni sinni. Ég hef dáðst að henni og var mjög lukkuleg þegar hún bauð mér hana í láni. Sláin vakti líka mikla athygli og ég var voða montin þegar ég sagði frá því hvaðan hún væri.

_MG_1687-copy

Partýið var mjög skemmtilegt og vel heppnað, þar var að finna glæsilegar veitingar, sjúklega flottan photobooth og alls konar áhugavert fólk sem gaman var að spjalla við þar á meðal voru að sjálfsögðu Pixiwoo systurnar. Margir í partýinu voru búnir að bíta það í sig að ég væri bloggari frá Finnlandi – einhver misskilningur hjá PR liðinu sem skipulagði partýið – það var samt dáldið fyndið að þegar ég leiðrétti þann misskilning og útskýrði að ég væri frá Íslandi fannst fólki ég miklu meira spennandi. Ísland var miklu meira spennandi í þeirra eyrum og ég fann það líka á t.d. afgreiðslufólki og hótelstarfsmönnum sem spurðu mig forvitin hvaðan hreimurinn minn kæmi. Ég sem vonaði svo innilega að ég talaði eins og innfæddur Breti – það geri ég greinilega ekki :)

_MG_1682-copy

Slá: Kögurslá frá AndreA Boutique

Kimono: Fallegi blómakimonoinn frá AndreA Boutique

Buxur: Uppháar svartar buxur frá Lee fást í AndreA Boutique

Hlýrabolur: með pleather hlýrum frá VILA

Skór: Ökklastígvél frá Camillu Pihl fyrir Bianco

londonsaman

Förðunin sem ég skellti í var einföld og það eina sem ég breytti raunar frá degi til kvölds var að ég bætti við á augun, setti ljósari varalit og skellti á mig augnhárum.

Varaliturinn sem ég er með er frá Maybelline og er einn af Color Drama litunum sem þið sjáið alla HÉR. Þessi heitir Nude Perfection og er nr. 630.

londonaugnhár2

Hér sjáið þið augnhárin mín – jebb þetta er nýja förðunarvaran eða kannski frekar förðunarfylgihluturinn frá Tönyu sem er væntanlegur til landsins ásamt fleiri týpum að sjálfsögðu. Þegar ég hitti Tönyu sagði hún mér allt um augnhárin, pælinguna á bakvið þau og hvernig þau urðu til. Meira um það seinna og annars staðar :)

londonaugnhár

Augnhárin sem ég hef prófað er mjög þægilegt að nota, þau eru stíf en ekki hörð, svo þau eru ekki of lin svo það er auðvelt að festa þau á. Límið sem kemur með virkar mjög fínt og það verður alveg glært eins og röndin sem er lögð uppvið augnhárin sem er alveg glær. Ég elska augnhár sem eru þannig.

Ég hlakka til að sýna ykkur öll augnhárin, gera sýnikennslur og segja ykkur betur frá Tönyu Burr :)

Takk fyrir mig London – vá hvað ég hlakka til að koma sem fyrst aftur í heimsókn!

EH

p.s. eruð þið búnar að taka eftir pin it takkanum á myndunum á Trendnet – nú getið þið pinnað ykkar uppáhalds myndir á Pinterest – jeijj!! Svo er líka kominn deila takki við hliðiná Facebook like takkanum svo endilega deilið þeim færslum á Trendnet sem ykkur líst vel á :***

Elskum okkur sjálf

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

12 Skilaboð

  1. Andrea

    28. October 2014

    Þetta outfitt er bara …… Love it

  2. Anna K

    28. October 2014

    Veistu hvort að hinar vörurnar hennar koma til landsins? Á tvö naglalökk og tvö gloss og ég er mjög ánægð með þessar vörur!:)

  3. Ásta Dröfn

    28. October 2014

    Þessi slá er æði.. En er ég blind, ég sé ekki pin it takkan

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. October 2014

      Það á að birtast þegar þú færir músina yfir myndina – virkar alla vega hjá mér er búin að pinna tvær myndir úr þessari færslu :D

      • Ásta Dröfn

        29. October 2014

        Já okei er í ipad :)

  4. Sveinsdætur

    28. October 2014

    Fínt lúkk!

  5. Inga K

    28. October 2014

    ÉG ÖFUNDA ÞIG SVO MIKIÐ! Fylgist einmitt með fullt af youtube fólki sem mætti á launch-ið, Tönyu þeirra á meðal, og hefði sko verið mikið til í að hitta nokkur þeirra!

    …svo er ekki verra að vera svona flott klædd í leiðinni!

  6. Rósa

    28. October 2014

    Glæsilegt dress. Allt frá Andreu er svo gordjöss :)

  7. Sæunn

    29. October 2014

    Ekkert eðlilega smart outfitt og makeupið fullkomið með. Þessi kögurkápa er líka með þeim fallegri sem ég hef séð :)

  8. Þorbjörg

    30. October 2014

    Hvaða farða ertu með á þessari mynd ?
    PS: Sjúklega fín og flott að vanda ;)