fbpx

Litaðir Maskarar #1

AuguChanelÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaskararNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Eftir að ég gerði færsluna um fjólubláa maskarann varð ég mjög spennt fyrir því að prófa fleiri liti. Ég fékk að prófa þessa skemmtilegu maskara frá Chanel.

Maskararnir nefnast Inimitable og eru vatnsheldir. Þeir komu í sölu núna fyrir sumarið. Maskaragreiðan er úr gúmmíi og hún greiðir ótrúlega vel úr augnhárunum. Formúlan inniheldur Pro Vitamin B5 sem nærir augnhárin og gefur þeim raka.

Það eru að sjálfsögðu bæði kostir og gallar við að vera með vatnsheldan maskara en stærsti kosturinn er að sjálfsögðu sá að maskarinn smitar hvorki útfrá sér nei hrynur af. Gallinn er sá að þið þurfið helst að vera með augnhreinsi sem inniheldur olíu til að fjarlægja maskarann. Ég nota reyndar alltaf svoleiðis hreinsi svo það munar ekki miklu fyrir okkur sem erum vanar því :)


Ég er skotnust í þessum lit – liturinn er nr 37 og er pastel blágrænn. Mér finnst liturinn fara brúnu augunum mínum mjög vel. Ég get vel hugsað mér að nota þennan lit dags daglega – þegar mig langar að breyta aðeins til.Guli liturinn finnst mér rosalega skemmtilegur hann er nr 27. Ég sé það þó ekki fyrir mér að nota þennan dags daglega. Augun mín verða reyndar alveg súkkulaðibrún svo ég er að hugsa um að prófa einhver tíman að setja þennan við rót augnháranna og setja svo svartan á enda þeirra. Ég hef oft heyrt að það sé sniðugt að gera það með bláan maskara því hann gefur augum svo mikinn ljóma svo afhverju ætti það ekki að virka til að gera brún augu extra brún með gulum maskara :)Svo er það ljósblái maskarinn – liturinn er nr. 47. Þessi maskari minnir mig á þennan sem ég á frá & other stories sem ég skrifaði um HÉR – þessi litur er þó meiri pastel litur. Mjög flottur litur sem ég get alveg séð

Mér finnst eiginlega alveg magnað að sjá hvað formúlur maskaranna ná að þekja mín dökkbrúnu augnhár vel. Ég setti reyndar eina umferð af hvítri augnháranæringu yfir augnhárin fyrst bara til að ýkja litinn aðeins. En um leið og þið eruð búin að setja eina umferð af litaða maskaranum leyfið honum þá að þorna smá þá er miklu einfaldara að byggja upp litinn og gera hann sterkari með því að setja fleiri umferðir.

Auk þessara lita kom kóngablár litur og svartur.

Chanel býður uppá rosalega flott úrval á lituðum möskurum og standard litir sem koma hjá merkinu eru svartur, brúnn, blár og plum. Ég fékk líka plum lit til að prófa sem kom rosalega vel út. Sá litur er fullkominn fyrir þær ykkar sem eru með græn augu.

EH

Dýrindis júlí

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    8. August 2013

    Tilviljun, ég prófaði einmitt bláa maskarann minn frá & Other Stories í fyrsta sinn í gær, og Andrés hló þegar hann sá mig haha, sagði ég vera eins og 16 ára krakki:) Gott að fá svona hreinskilið álit, ég mun s.s. ekki nota minn aftur…
    -Svana