fbpx

& Other Stories Lúkk

& Other StoriesAugnskuggarLúkkmakeupMakeup ArtistMaskararNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég var nú löngu búin að lofa því að sýna ykkur lúkk með förðunarvörunum sem Elísabet kom með heim handa mér frá London ferðinni sinni. En ég fékk brúnan augnskugga og bláa maskarann sem var svo áberandi í auglýsingunum hjá þeim fyrir verslunina. Ég ákvað að prófa að para þessar tvær vörur saman. Mér finnst litirnir tveir passa nokkuð vel saman sérstaklega þegar kemur að fatnaði og ég held það förðunarlega séð þá hafi þetta alveg virkað – hvað finnst ykkur –

Ég fíla þennan maskara sérstaklega – ég er með alveg kolsvört augnhár en burstinn nær að umvefja mín augnhár svo formúlan nær allan hringinn – að ná samt þessum sterka bláa lit tók tæpar 3 umferðir – dúmpaði bara lit í þeirri síðustu. En það er miklu auðveldara að ná honum ef þið eruð með ljósari augnhár en ég.

Augnskugginn er mattur en samt mjúkur svo það er mjög auðvelt að dreifa úr honum. Ég þarf að bæta nokkrum svona í safnið mitt þegar ég kemst loksins í þessa verslun.Hér  sjáið þið snyrtivörurnar sem ég á úr versluninni. Auk maskarans og augnskuggans þá fékk ég handáburð sem ilmar svo vel! Hann heitir Moroccan Tea og er mikið notaður.

Hvet ykkur til að kíkja í snyrtivörudeildina í verslunum & Other Stories næst þegar þið eigið leið hjá einni slíkri. Þangað til ég kemst ligg ég slefandi yfir vefversluninni;)

EH

Eitt Ráð um Hár

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    8. May 2013

    Ég keypti mér einmitt svona úti í London.. get ekki beðið eftir að prófa hann:)