fbpx

Eitt Ráð um Hár

Hár

Ég kann eitt ráð varðandi hárið mitt sem mig langar að deila með ykkur. Það er ekki langt síðan það fór að virka á mitt hár en það virkaði um leið og ég klippti hárið. Eftir að allri þessir cm fengu að fjúka þá finnst mér hárið mitt miklu fallegra og svo margir hafa einmitt haft orð á því – sem segir mér að það var greinilega löngu komin tími á breytingu!

Fyrst þegar þurrsjampó komu á markaðinn þá varð ég að sjálfsögðu að prófa og mér fannst þau bara ekki gera neitt fyrir mitt hár. Ég er nú enginn sérfræðingur en ég held ég hafi bara verið með alltof þungt hár – eða kannski var ég ekki að nota rétta tegund. Alla vega hef ég fundið mína tegund og það er frá merkinu Eva NYC. Ég hef stundum heyrt gagnrýnina á að mörgum dökkhærðum finnist hárið verða hvítt – ég verð alls ekki vör við það en ég nota nú ekki mikið magn í einu.

Ég nota það þegar mér finnst hárið mitt fá samstundis flotta lyftingu og það verður líflegt og flott.Fyrir notkun þá þarf að hrista brúsann mjög vel og halda svo brúsanum 10-12 cm frá hársverðinum og spreya svo. Nuddið svo vörunni í hársvörðinn og svo getið þið bara greitt hárið eins og þið viljið hafa það. Mér finnst oft gott að hvolfa hausnum rétt eftir að ég geri þetta og nudda hársvörðinn aðeins meira og þá fæ ég alveg virkilega flotta lyftingu. Svo þurrkað það líka upp fitu sem er komin í hárið – mitt er t.d. þannig verður rosalega fitugt bara strax daginn eftir að ég þvæ það.

Ég féll fyrir þessu hárvörumerki þegar ég fékk hármaskann frá þeim þegar ég átti í erfiðleikum með að greiða úr hárinum mínu eftir fæðinguna. Þær fást í Lyfju og eru á mjög fínu verði en það sem ég fíla best við þetta er að þær koma í svo miklu magni að ég þarf ekki að kaupa mér þær oft.

Þurrsjampóið nota ég á milli hárþvotta, þegar mér finnst ég þurfa að fríska aðeins uppá hárið mitt. Þar hafið þið það eitt af mínum fáu hárráðum :)

EH

Förðunin á Met Gala

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Ásta Sigrún

    8. May 2013

    Þetta er sniðugt- er góð lykt af því? Hef prufað nokkur og þau eru með ffrekar nasty lykt! :)

  2. Lísa

    16. May 2013

    Hvar fæst þetta þurrsjampó ?